29.8.2007 | 20:08
Jónatan og Snati - fréttir af boldinu
Jónatan mávur er kominn með kærustu eða kærasta sem er gráleit/ur að lit. Fuglinn sá gengur undir nafninu Snati meðal heimilisfólks í himnaríki. Þau/þeir fengu eina múffu á mann, leifar úr afmælinu, og flugu á braut. Sumir eru aldeilis farnir að færa sig upp á skaftið. Eins og gamall kærasti sem hafði sigrað hjarta mitt. Fyrst flutti hann inn með píanóið sitt, síðan eitt barn og skömmu síðar annað. Þegar hann ætlaði að fara að innrétta vinnuherbergið mitt fyrir fyrrverandi tengdaforeldra sína, svo indælt fólk, þá sagði ég stopp og flutti út. Eða hefði gert ef þetta hefði gerst.
Hingað kom mikil hetja áðan og sótti sér eintak af Vikunni sem kemur út á morgun - að sjálfsögðu er Skagamær á forsíðunni ... nakin. Við gefum útlitsdýrkun langt nef því að konan uppfyllir ekki staðalímyndina sem tískuheimurinn hefur sett, frekar en flestar konur. Set inn mynd þegar Moggabloggið leyfir, einhver bilun í gangi!
Jæja, best að bolda svolítið, þúsundir fylgjast með og kona þarf að gera skyldu sína. Undanfarið hef ég horft með öðru auganu en þó tekið eftir því að Eric og Ridge hafa gert harða hríð að Stefaníu og neitað að hætta hjá Forrester-tískuhúsinu. Hún samþykkir fyrir rest að vinna með þeim ef þeir vinni með henni ... Just keep the Bitch out of my sight! Þar á hún við hana Brooke tengdasonartrylli. Bridget er alltaf í mæðraskoðun, sónar og slíku. Fyrir stuttu mætti Dante með henni í sónar og í dag var það barnsfaðirinn sjálfur, Nick, ákaflega fleðulegur. Brooke sagði Dante að nærveru hans væri ekki lengur óskað í lífi Bridget, dóttur hennar, nú ætti hún að finna hamingjuna með Nick (sem Brooke elskar og hann hana). Nú á Bridget að fara í enn einn sónarinn, þann þriðja í vikunni, vonandi er ekkert að ... læknirinn sagðist vilja tékka á einhverju en sagði ekki hverju! Af hverju verður fjölveri ekki tekið upp í þáttunum? Þá gæti Bridget gifst Dante líka. Jafnvel Ridge, þar sem í ljós hefur komið að hann er ekki blóðskyldur henni. Engu máli virðist skipta þótt þau hafi verið systkini lengst af ... og feðgin. Amber var næstum búin að drepa þau einu sinni þegar hún ætlaði að koma upp um mögulegt ástarsamband þeirra, svo missti ég af einhverjum vikum eða mánuðum. Slíkt læt ég ekki koma fyrir framar. Nei, ég fórna mér, eins og Nick og Brooke.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
29.8.2007 | 10:33
Kúlurass af völdum Strætó
Að ferðast með strætó er góð skemmtun. Að ferðast með mörgum strætisvögnum sama morguninn er bara stórkostlegt. Það rigndi mikið á Akranesi en steypta skýlið við stoppistöðina á Garðabraut er ónothæft því að skemmtanaglaðir utanbæjarmenn nota það til að kasta af sér vatni um helgar og hafa víst gert í fjöldamörg ár. Því var hárið blautt, krullað og krúsílegt þegar stigið var upp í 7.41 vagninn í morgun. Ég bauð bílstjóranum gott kvöld, þar sem ég var klukkutíma seinna á ferð en vanalega en það var viljandi. Það tók þennan klukkutíma að hrekja óvænt hausverkjarkvikindi á brott. Held svo að Jónatan Bíbí hafi elt mig út á stoppistöð, alla vega heyrðust undurþýð hljóð frá mávi sem settist á ljósastaurinn við stoppistöðina.
Við farþegar í leið 15 lentum í umferðarsultu á leið inn í höfuðborgina og það var voða spennandi, allt gengur vanalega svo snurðulaust fyrir sig og það verður leiðigjarnt. Blá lögguljós í göngunum "voru alveg að gera sig" líka og virkilega æsandi að velta fyrir sér hvernig fólk löggan greip þar og fyrir hvaða glæpi. Ákvað að fara út hjá Ártúni og rifja upp kynnin af milljóntröppunum, undir brúnni og lúmsku brekkunni og taka 18 í vinnuna. Ekki séns að ég nennti labba frá Vesturlandsveginum núna, ég var nógu blaut fyrir. Leið 18 er hætt að ganga Stórhöfðann, við heilmikla sorg mína og annarra, heldur gengur upp í Árbæinn áður en hann fer hjá Lynghálsinum.
Fullt af vögnum fer í Árbæinn, alla vega leið 5, og því óskiljanlegt að láta okkur afplána þennan rúnt, samt næs fyrir Árbæinga að fá loksins góða þjónustu. Ég velti því fyrir mér í morgun hvort það gæti verið að erfiðleikar mínir við að fá strætófar alla leið í vinnuna tengdust því að Strætó bs vildi að ég hefði flottan kúlurass af brekkugöngu á morgnana? Neeee, hugsaði ég, þeir vita af Nóa Síríus á leiðinni og hættunum þar, nema þeir séu að stjórna því að ég fái kúlurass og reyni á sjálfsstjórnina í leiðinni. Allir velkomnir með mér á þetta frábæra námskeið hjá strætó. Gangan upp Súkkulaðibrekkuna hefst stundvíslega kl. 7.25 á morgnana.
Michael Jackson, if you are reading this, Happy Birthday, karlinn.
Já, MJ er 49 ára í dag, einhverjum dögum yngri en við Madonna!
Svo á Borghildur Anna myndlistarmaður afmæli í dag og líka hún Herdís Hallvarðsdóttir sem var í Grýlunum.
Til hamingju líka, stelpur mínar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggfærslur 29. ágúst 2007
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 482
- Frá upphafi: 1526876
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni