7.4.2022 | 17:39
Að hugsa loksins sjálfstætt ...
Fólk er alveg brjálað yfir sölu á einhverjum banka ... ég trúi alveg manninum sem segist ekki hafa vitað að pabbi hans hefði keypt. Ekki datt mér í hug síðast þegar ég hitti mömmu að spyrja hana út í fjármál hennar eða kaup á fyrirtækjum. Svo er ekkert víst að viðkomandi viti hve ríkur pabbinn er ... Í þetta sinn langar mig að fara gegn fjöldanum sem hneykslast, sýna fram á að ég hugsi sjálfstætt (samt þríbólusett) en ég nenni ekki að finna rök fyrir máli mínu í rannsóknum sem finna má á YouTube, ekki núna. Ég held með kaupendum bankans þótt ég sé vissulega, eða hafi verið svekkt yfir því að hafa ekki fengið að kaupa sjálf. En ég ætla að prófa hvernig það er að vera á annarri skoðun en múgurinn, alþýðan, öreigarnir, eða hvað þetta lið er kallað, svo enginn geti sagt um mig að ég fylgi, að hægt sé að smala mér eins og rollu í réttir ... en ég viðurkenni að ég á erfitt með að halda með hinum karlinum (kræst, ég er fjórum árum eldri en hann), sem opinberaði sinn innri mann fyrir slysni, vissulega eftir nokkur glös á þingi einhvers hóps sem seldi hótel ekki fyrir svo löngu, munið, og dirfðist að velja kvenmann til forystu og hver man nöfn á einhverju kerlingum? Verður ekki bara að segja sú sæta, sú ljóta, sú feita, sú mjóa, sú dökka eða sú ljósa ... hitt er bara svo erfitt.
Með þessu sjálfstæði mínu frá skoðunum fjöldans vonast ég til að fá símtal fljótlega með special price for you, my friend-tilboði. Samt langar mig eiginlega meira að fá vinnu við að hringja nokkur símtöl og fá hluta af 700 milljónunum sem úthringjararnir fengu fyrir að hringja í sérvalda.
Enn hef ég ekki fengið svar við erindi mínu til Vegagerðarinnar sem ég sendi fyrir tæpri viku sem vonandi táknar að það hafi verið tekið til svo mikillar athugunar að ekki hafi gefist tími til að senda Móttekið til baka eða hringja í mig og fá mig sem ráðgjafa, talsmann farþega. Stefni á að fara í bæinn um helgina með strætó, á meðan enn eru stoppistöðvar, bara örstutt heimsókn, í fermingarveislu til að sleppa við að elda - og losa mig við peninga sem ég er hætt að nota.
Ég kláraði Helkulda (Storytel) eftir Vivecu Sten í gærkvöldi (rafbók í gemsanum, uppi í rúmi, kósí) og bíð spennt eftir fleiri bókum í þessum nýja bókaflokki sem lofar góðu.
Tók ég ekki viðtal við Vivecu fyrir Vikuna þegar fyrsta bókin hennar kom út á íslensku? Minnir það endilega, og líka Emelie Schepp og svo elsku Margit Sandemo. Og auðvitað fleiri rithöfunda.
Fyrsta viðtalið sem ég tók fyrir Vikuna var við rithöfund, sjálfa Auði Haralds. Ég var heldur betur sátt við sjálfa mig fyrir að krefjast þess að fá að lesa það upphátt (það var stutt) fyrir hana í síma svo ég klúðraði engu, hún talaði hraðar en ég skrifaði. Eins gott því ég var búin að leggja henni orð í munn, eitthvað sem hún hafði haft eftir öðrum, Thomas Harris sagði víst í einhverju viðtali að það væri bara stórgáfað fólk eða fólk undir meðalgreind sem sæi í gegnum siðblinda einstaklinga. Sem sagt ekki Auður sem hélt þessu fram, en af hverju við töluðum um siðblindu og höfund bókanna um Hannibal Lecter, geðlækni og mannætu, er mér með öllu gleymt, enda 22 ár síðan. En skrambi var hún á undan sinni samtíð þarna, ekki var farið að tala um siðblindu að ráði fyrr en löngu seinna ... en það er ekkert samasemmerki hjá mér milli siðblindu og bankasölunnar, ég myndi ekki dirfast ... sem umsækjandi að vel borguðu símasöludjobbi hjá Bankasýslu ríkisins.
Fyndin tilviljun, ef þetta er tilviljun ... nýlega þegar ég skrifaði um verstu störf heimsins lenti símasala í fyrsta sæti. Þótti hræðilegasta starfið. Kannski eru þessi klikkuðu ofsalaun mér að kenna? Sorrí, ég mun læra af þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 7. apríl 2022
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.7.): 27
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 357
- Frá upphafi: 1530174
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 307
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni