1.10.2023 | 20:12
Ein á palli ... fyrir og eftir
Dugnaðurinn við að gera næsta pall ögn bærilegri var allnokkur í gær og enn meiri í dag þrátt fyrir afmælisveislu í næstu götu. Tvær af dásamlegustu manneskjum í heimi mínum eiga báðar afmæli í dag, önnur bauð í vöfflur (sem var nú aldeilis meira en það) og það var Inga. Hin (Steingerður) býr í Kópavogi en er samt æðisleg.
Margt var rætt í afmæli Ingu, eins og alltaf þegar gáfað og fallegt fólk kemur saman. Nánast um allt nema stjórnmál, veikindi, trúmál og var ekki eitthvað eitt enn sem er bannað í veislum? Jú, fjármál veislugesta, skilst að það sé líka bannað, svona ef mann langar að verða boðið aftur. Talið barst að tilvonandi mögulegri hótelbyggingu á þyrlupalli Himnaríkis. Mér heyrðist á öllum að sá staður hugnist þeim ekki svo mjög, frekar staðurinn þarna í grennd við sements-sílóin, smábátahöfnina og þar. Verulega flott sjávarútsýni þar, en þá þyrfti ég að ganga alla Faxabrautina eftir latte-bolla sem yrði eini gallinn við þá staðsetningu. Æ, þetta fer eins og það fer, ekkert vit í að fárast yfir einhverju sem verður kannski allt öðruvísi en sögur segja. Ein spurði hvort væri þörf á hóteli hér, við hreinlega vissum það ekki, en sennilega, með alla þessa útlendinga sem koma til Íslands. Við vorum nokk sammála um að staða fatlaðra barna við það að verða 18 ára geti orðið rosalega flókin og nokkrar dæmisögur fengu að fjúka. Þetta voru alvarlegri málefnin, auðvitað ræddum við helling um bækur, eins og alltaf er gert í góðum boðum. Held að við getum ekki beðið eftir jólabókaflóðinu. Hver getur það?
Pallurinn niðri er sannarlega ekki búinn, ég er að máta, það þarf, og þigg alveg tillögur smekklegra vina og vandamanna. Hann var mjög ljótur en hefur skánað til muna. Blómin þrjú sem voru þarna niðri eru í gjörgæslu í eldhúsinu. Sennilega get ég bjargað yngri jólakaktusinum en ég held að liljan og stóri kaktusinn (bráðum fimmtugur) séu búin að missa lífsviljann. Gerviblóm eru málið, Mánagullið ofan á hillunni er ekki ekta. Svo er gott að hafa stól þarna niðri, ólíklegasta fólk þiggur með þökkum að fá að tylla sér við þá athöfn að klæða sig í skó. Vetrarskór krefjast þess yfirleitt en líka hægt að setjast í stigann.
Þetta vandræðadæmi þarna hægra megin við kringlótta borðið eru nokkrar marmaraflísar upp á rönd (frá endurbótunum 2020, ef brotnar á baðinu) en ég fór með þær niður á pall (fékk aðstoð) þegar ég fann engan stað fyrir þær í Himnaríki, þær eru svo ofboðslega þungar og myndu skemma og brjóta skápbotninn á fataskápnum. Ég var búin að vefja hvítri gardínu utan um þær en sé á myndinni að á hliðinni sem sést þarf að gera það betur. Smiðirnir mínir ætluðu að taka flísarnar og geyma fyrir mig í trésmiðjunni en það gleymdist alltaf og ég ætla ekki að ónáða þessar greiðviknu elskur. Hillan hvíta úr kósíhorninu er betri þarna vinstra megin og ég fékk þá hugmynd að geyma í efstu hillunni bækur sem gestir mínir geta valið úr og mega eiga. Krimmarnir fara þó til hirðrafvirkjans. Ég þarf aðeins að grisja þar, sá ég áðan, og taka eina eða tvær með mér upp aftur. Svo er spurning um stærra kringlótta borðið, skákborðið sem er komið upp, hvort ég leyfi því að gossa, það skjöktir og er orðið ansi sjúskað enda eldgamalt ... er til í allt nema of mikið af húsgögnum og munum, ég nýt þess svo innilega að hafa minna dót og drasl í kringum mig eins og hefur verið eftir 2020.
Það er frekar mikil rúst í himnaríki núna, allt skúrað og sjænað fyrripartinn í gær - svo fékk ég hugmyndina. Samt ábyggilega betra en að vera að breyta og taka til í leiðinni. Þið hafið tillögurétt og málfrelsi í stóra pallsmáli Himnaríkis (Inga hélt að ég væri að vesenast með einhvern útipall, þekkir hún mig ekki betur?)
Vantar ekki blóm (gervi) í gluggann sjálfan? þótt ég trúi ekki þannig séð á Feng Shui er ég sammála ýmsu þar, eins og því að passa upp á flæðið, láta ekki þrengja að sér. Ef ég hefði sett stólinn við hlið borðsins, með bakið upp við vegginn hægra megin hefði hann orðið hindrun fyrir neðstu tröppuna, auðvitað prófaði ég það fyrst en það kom ekki vel út. Það hefði verið sniðugt til að fela betur flísarnar. Ég mun máta, jafnvel prófa annan stól, kannski koll. Þetta er ferlega gaman.
Myndin átakanlega, þessi neðsta, var tekin inn í kósíhornið í gær, þegar ég var að byrja lætin. Fyrir miðri mynd er semsagt hillan sem er komin niður á pall, guli innkaupapokinn var farinn að fyllast af bókum sem tóku síðan bara hálfa hilluna niðri. Já, og ég finn eitthvað þarna í staðinn, kannski stóran kistil sem er inni hjá stráksa. Kommer í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 1. október 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 122
- Sl. sólarhring: 137
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 1525653
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni