5.10.2023 | 13:40
Eyðileggjandi stundvísi ... og örlítið frægafólksmont
Ondúlering átti sér stað í gær hjá Classic hárstofu á landamærum bæjar og sveitar í 300 Akranesi og tengist því að verða sem fínust úti í Glasgow, til að verða ferðafélögum ekki til skammar. Þeim hefur fækkað sem þora að spyrja: Af hverju ferðu ekki frekar til Edinborgar? Ég tek því ekki vel og skánandi bak mitt orsakar alls konar frábærlegheit, eins og að eiga léttara með slagsmál.
Fyrir mörgum árum sagði einhver við mig: Ef þú ætlar að finna draumaprinsinn, þarftu sennilega að fara til Skotlands. Mig dreymdi nefnilega, þegar ég var 12 ára, nafnið á tilvonandi eiginmanni mínum; Filippus Angantýr. Hef bloggað um það áður. Langt síðan. Nafnið finnst ekki í þjóðskrá. Einhver snillingur í vinahópnum vildi meina að það hefði verið of flókið fyrir mig svona unga að heyra Philip MacIntyre, gæti það orðið skoskara?) og ég hefði aldrei getað skrifað það rétt strax um morguninn, enda ekki byrjuð að læra ensku þá, bara dönsku. Ég var sem sagt að spjalla við guð í draumnum og hann sagði að ég myndi eignast tvíbura (gekk ekki eftir), deyja (í hárri elli) 38 ára (gekk ekki eftir) og eignast mann með þessu nafni (enn er von). En ... miðað við alla mína fyrrum eiginmenn væri sennilega langauðveldast að taka stafi úr nöfnum þeirra og búa til Filippus Angantý, nægur afgangur fyrir fleiri nöfn. Þegar ég heyri nafnið Filippus, man ég líka flissið í mömmu þegar hún var að skrifa jólakort eitt árið og bað mig að skrifa utan á umslögin. Ég var kannski 10-11 ára. Filippía sem mamma þekkti átti að fá jólakort og ég skrifaði að sjálfsögðu Fillipía (fyllipía) sem mömmu fannst alls ekki ganga svo ég varð að skrifa utan á annað umslag. Það er eins og mig minni að sú kona hafi verið tengdamamma Didda fiðlu. (Name dropping er leyft á þessari síðu, einnig í athugasemdum, þó með takmörkunum).
Frægafólksmont, er það gott orð? Kannski frægafólksgrobb?
Anna Júlía klippti mig og litaði og þrátt fyrir mikinn mun til hins fegurra urðu engar umferðartafir og slíkt rugl við brottför mína. Anna tjáði mér að hún hefði séð dulbúinn lögreglumann sitja í ómerktum bíl fyrir utan, örugglega ekki að mæla hraða, eins og eflaust einhverjir héldu, heldur út af klippingunni, til að hafa hemil á fólkinu sem vildi sjá. Það eru einhverjar lokanir á Akranesi og bílstjóri strætó benti mér á að koma yfir götuna því hann sneri ekki við, eins og hann á að gera við Hausthúsatorg. Það þýddi að ég hljóp á eftir strætó í fyrsta sinn í mörg ár og gekk bara vel. Það gerist alltaf eitthvað spennandi á hverjum degi! Oft á dag, stundum.
Ég er afskaplega stundvís, eða reyni það eftir bestu getu, kem helst of seint ef strætó er seinn, ég sef yfir mig (gerðist stundum í gamla daga) eða ég treysti á bílfar með fólki með ekkert tímaskyn. Þegar ég var komin í skóna í gær sá ég að það voru alveg fimm mínútur þar til ég þyrfti að leggja af stað til að ná strætó. Var búin að taka til fleiri bækur í gefins-hilluna og ætlaði að fara að koma þeim smekklega fyrir þegar ég andaði á svarthvítu myndina (frá c.a. 1968 í 1. maí-göngu en í þá daga fóru allir sem gátu gengið í allar göngur, enda ekkert annað í boði nema bókasafnið og KFUK. Myndinni hafði ég tyllt ofan á hilluna svo hún datt á mig og tók blómapottinn með gervi-mánagullinu með sér í leiðinni en sá fór á gólfið. Hann brotnaði en ég varð að skilja þetta eftir svona (sjá mynd) til að mæta á réttum tíma í klipp og lit.
Maður þarf að þjást til að vera fallegur ... og líka stundvís. Stundvísi getur greinilega líka verið eyðileggjandi. Einhvers staðar á ég kennaratyggjó og ætti að festa myndina þannig að hún hrynji ekki við næsta andardrátt einhvers. Að setja þarna bækur sem gestir mínir taka með sér og mega eiga eða gefa áfram, hefur mælst einstaklega vel fyrir. Enda fínustu bækur, að sjálfsögðu.
Bókin sem ég er að lesa núna er ekki í þeim flokki, held þó í þá von að hún lagist. Ég keypti mér hana fyrir mörgum vikum, þegar hún var nýkomin út, en hef lúsast áfram með hana, ekki næstum því hálfnuð sem er nánast óhugsandi því ég er hraðlesari og get auðveldlega lesið meðalkilju á einum degi, og það með vinnu, húsverkjum, gestakomum og alles. Hún mætti á Storytel og ég ákvað að prófa hvort hún væri þolanlegri í upplestri og það er hún, samt er hún frekar óþolandi og kemur sér aldrei að efninu, eða brúðkaupi systurinnar þar sem aðalpersónan ætlar að mæta með þykjustukærasta (erfiðum samstarfsmanni sem býðst til að leika kærastann). Það eru eilíf augnaráð, misskilningur á annarri hverri blaðsíðu, yfirlið, hún alltaf í megrun ... en fyrrum kærasti hennar er kominn með nýja upp á arminn og verður að auki svaramaður tilvonandi mágs hennar, svo hún "verður" að bæði líta vel út (grennri) og vera líka með kærasta (gervi). Ekkert slæm hugmynd að þægilegri, auðgleymanlegri og klisjukenndri ástarsögu þar sem hún endar að öllum líkindum í örmum gervikærastans en ég hefði átt að hlusta á kunningjakonu mína sem ég hitti í bókabúðinni: Ætlar þú að kaupa þessa? Hún hefur reyndar fengið frekar misjafna dóma ... Ég hef lesið svo mikið af svona bókum síðustu árin, hef hreinlega þurft á góðum endi að halda en þetta er ekki gott. Hún svæfir mig alla vega hratt á kvöldin og ég hirði ekki um að spóla ögn til baka til að missa ekki af neinu, enda er ég svo sem enn að hlusta á eitthvað sem ég hef lesið og leiðst yfir og eiginlega gleymt. Það eru nokkrar góðar (held ég) á leiðinni.
Neðsta myndin var tekin áður en allt fór satans til. Ég átti enn eftir að fjarlægja tvær bækur (sem verða ekki gefnar) og þarna er blómapotturinn í heilu lagi. Svarthvíta myndin er ekki sérlega skýr en við Bogga vinkona til áratuga stikum þarna áfram framarlega fyrir miðju, og Gunnhildur, bekkjarsystir okkar, fyrir framan okkur. Ég keypti þessa mynd af Ljósmyndasafni Akraness eitt árið en pantaði hana þó allt of stóra ... Það er nánast ekkert veggpláss eftir í Himnaríki. Héðan í frá verða bara pantaðar og keyptar myndir í passamyndastærð nema ég skipti um íbúð. Nú sé ég eftir að hafa rifið vegginn á milli stofu og svefnherbergis fyrir 17 árum. En samt ekki, frábært að hafa stóra stofu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 5. október 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 122
- Sl. sólarhring: 135
- Sl. viku: 760
- Frá upphafi: 1525653
Annað
- Innlit í dag: 111
- Innlit sl. viku: 680
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni