30.6.2023 | 00:00
Örlagarík gleymska og sumarkvöldin fjögur
Neyðarástand ríkir í himnaríki, alla vega hjá stráksa því ég steingleymdi að panta Eldum rétt-skammtinn fyrir næstu viku, frestur var til miðnættis í gær. Smáséns var víst að panta ákveðinn pakka (sígilda, vegan, fisklausa osfrv) í dag en mér fannst eitthvað hnetu-, döðlu-, rúsínu- og möndlulegt í þeim öllum. Og nei, við ungi maðurinn munum ekki borða tilbúna örbylgjurétti í staðinn. Við fengum eiginlega nóg af öllu slíku árið 2020 þegar himnaríki var snurfusað í tætlur sem þýddi skort á eldhúsi nokkra óralanga daga ... vikur? (Sjá átakanlega mynd frá 2020)
Hvað heldurðu eiginlega um mig, ungi maður? Að ég geti ekki eldað sjálf, án Eldumrétts? Réttlát reiðin kraumaði í mér en mér tókst að stilla mig um að hækka raustina. Naumlega.
Jú, sko, en, þú veist, já ... stamaði hann og reyndi að láta líta út fyrir að hann væri lafhræddur við mig. Kannski eldar þú Eldum rangt? sagði hann í gjörsamlega misheppnaðri tilraun til að vera fyndinn.
Ertu að segja mér að þessi stjörnukokkur þarna, Snorri eitthvað hjá ER sé betri kokkur en ég? Hvernig dirfistu!
Næsta vika fer í að sanna þetta fyrir honum. Ég þarf að laumast í fiskbúðina á mánudaginn og velja flottasta fiskréttinn hjá Skagafiski og láta líta út fyrir að ég hafi gert hann frá grunni. Ég hef ekki hugsað þetta mikið lengra en spurning um að fá kokk af Galito eða Holtinu ... úff, þetta er flókið.
Ég gerði ákveðna tilraun síðast og pantaði tvo venjulega rétti (annan fisk, hinn með nautahakki) og tvo veganrétti. Fyrri vegan var í kvöld og var nokkuð vel tekið til matar síns en stráksi fór í grunsamlegan göngutúr skömmu eftir mat. Þetta var bara ágætt, takk fyrir mig, hljómaði svolítið falskt og hann hafði fengið sér frekar lítið á diskinn. Hann er svo mikill kjötkarl. Sonur minn, elskan hann Einar, var ekki sérlega hrifinn (kannski 3-4 ára fyrst) þegar ég reyndi að gera hann að grænmetisætu (a.m.k. 1x-2x í viku). Önnur amma hans hafði nefnilega náð að spilla honum og kennt honum að meta og elska rauðmaga, grásleppu, hákarl, hval, siginn fisk, reyktan fisk, nætursaltaðan fisk, súran þorramat og bara allt þetta sem martraðir mínar myndu snúast um ef mig dreymdi einhvern tímann mat. Tilraunir mínar þarna í denn tengdust eiginlega bara linsubaunum, mér fannst þetta voða gott en hann kúgaðist.
Írskir dagar eru ALVEG að hefjast, við tökum alltaf svolítið forskot á sæluna á fimmtudeginum, nema ég sem var að vinna, og morgundagurinn, föstudagur ... allir með götugrill nema mín gata, svo ég held að laugardagur verði okkar stráksa dagur. Mögulega fer ég í brekkusönginn á hlaðinu um kvöldið, veit að drenginn langar mikið, en það yrði þá í fyrsta sinn hjá mér. Ég er svolítið eins og Akranes, sem tapar stundum á því að vera svona nálægt Reykjavík.
Já, og þar sem hungurvikan mikla (án E.R.) verður eiginlega hafin á laugardeginum býst ég við að við kíkjum á matarvagnana á Akratorgi, Silli kokkur (þótt hann sé giftur) verður sennilega fyrir valinu hjá mér. Það verður markaður fyrir utan hjá Kaju, var ansi skemmtilegur í fyrra og ábyggilega ekki síðri í ár. Vona að franski sjampósölumaðurinn (sjampó í sápustykkisformi, sjúklega góð lykt) verði þarna aftur í ár.
Fólk er farið að gantast með veðrið (sumarkvöldin fjögur) og hætt að gráta. Flestir eru sem sagt farnir til heitari landa, eins og hluti af fjölskyldu minni. Ég hef sama og ekkert heyrt eða séð til þeirra í dag svo þau liggja pottþétt fyrir, hálflömuð í þrjátíu gráðunum og hafa leitað skjóls inni þar sem þau eru að lesa / hlusta á hljóðbók og með viftu á hæsta. Jafnvel með kaffi og súkkulaði í grennd. Ætli sé gott kaffið úti í Grikklandi? Þarf alltaf að vera vín? sendi ég þeim reyndar góðlátlega í fyrradag á snappinu (að gefnu tilefni) en þá var þetta víst bara Seven up, rauðrófusafi og pilsner sem þau höfðu verið að drekka með matnum.
Gervigreind komin til starfa hjá heilsugæslunni, var forsíðufrétt greinar á netinu. Ég nennti ekki að lesa greinina þótt mér sé ekki sama um gervigreind og haldi að hún geti verið skaðleg ef ekki verður að gáð, ekki síst upp á falsfréttir og slíkt ... Einn daginn kemur svo að því að þráðlausu sláttuvélmennin taki yfir heiminn.
Alltaf þegar ég segi: Hei, ættum við ekki að hafa plan B líka, í stað þess að hoppa alltaf á eitthvað voðalega sniðugt og henda því sem var fyrir og virkaði mjög vel? þá segir einhver flissandi: Iss, þú ert bara of gömul til að tileinka þér nýjustu tækni. Ég ætlaði t.d. að taka þátt í ákveðnu verkefni ásamt fleirum, eftir vingjarnlegt símtal, en svo allt í einu var það komið í eitthvað samskiptaforrit eða app (sem ég hef aldrei séð eða heyrt um fyrr eða síðar). Ég fékk hlekkinn samt sendan á ógeðslega gamaldags hátt, eða í tölvupósti en næ engu sambandi, sama hvað ég reyni að ýta og pota (allt á tækniensku auðvitað) svo ég dró mig bara í hlé, nennti þessu ekki, hef ekki tíma. Held að ég sé orðin of sein (allir komnir í sumarleyfi) til að láta YouTube kenna mér á appið, var að muna eftir þeim möguleika. Það er ALLT á YouTube. Ekki bara tónlist, heldur alls konar spennandi myndbönd um allt á milli himins og jarðar. Ég held meira að segja, eftir smákíkk þangað, að jörðin sé flöt (sjá stórmerkilega sönnun á mynd 3).
En ... þessi fyrrnefndi einhver mun sko hætta að hlæja þegar Pútín ræðst á innviði okkar, rafmagn, net og bara allt, til að refsa Þórdísi okkar Kolbrúnu fyrir að dirfast. Heimasímar fyrir risaeðlur ganga t.d. bara fyrir rafmagni nú til dags og eru því ekki lengur öryggistæki (Ég er með minn enn bara af því að það fylgir frítt í pakkanum). Ég bloggaði ábyggilega um það þarna þegar ég viðraði þetta við vinkonu mína (tölvuséní með meiru) sem sagði: Þú skalt ekki gera grín að þessu, ég var að koma af alþjóðlegri tölvu- og tækniráðstefnu þar sem akkúrat þetta kom upp, og slík árás er mjög svo gerleg. Ekki alveg orðrétt hjá mér kannski en nálægt því.
Eru transistor-útvörp enn til og myndu þau virka ef ég t.d. tengdi eitt slíkt við app?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 30. júní 2023
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 31
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 495
- Frá upphafi: 1526464
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 427
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni