27.4.2024 | 21:58
Snorrabull, strætórugl og bestu ráð í heimi
Viftur himnaríkis eru ekki enn komnar í notkun en það líður að því. Svo á ég stórkostlegt leynivopn, afmælisgjöf frá Hildu systur, "hálsmen" sem virðist vera töff heyrnartól en er í raun vifta sem blæs í andlitið á manni. Það er ástæða fyrir því að fólk í gamla daga talaði um hitann í neðra, heitt = helvíti. Einmitt.
Snorri og Patrik spjölluðu saman á hlaðvarpi og vonuðust sennilega til að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum með því að segja að staður konunnar væri bak við eldavélina, eitthvað slíkt, konan gæti í mesta lagi opnað kaffihús. Held að kaffihúsaeigendur séu brjálaðri út í þessa gaura því það er algjör þrældómur að reka kaffihús. Þetta var ekki árið 1924 að segja hæ, en átti sennilega að vekja athygli, gera allt brjálað en held að flestir hafi nú verið slakir.
Þetta hreyfði nákvæmlega ekkert við mér, Snorri getur ekkert gert mér verra en hann gerði þegar hann var fréttamaður á Stöð 2 og tók athyglisverða nálgun á frétt um fækkun strætófarþega á landsbyggðinni. Ekki samt nálægt sannleikanum; um fækkun ferða og hækkun fargjalda, covid sem átti mestu sökina, eða annað, heldur fannst honum sniðugt að telja stoppistöðvarnar á milli Mjóddar og Akureyrar og jesúsaði sig í bak og fyrir. Vissi greinilega ekki eðli almenningssamgangna, að verið væri að ferja gangandi vegfarendur hraðar yfir, og þá má alls ekki hafa langt á milli stoppistöðva. Ef Vegagerðin (sem rekur landsbyggðarvagnana) hefði farið í að fækka stoppistöðvm í kjölfarið hefði farþegum sennilega fækkað enn þá meira.
Það breytti lífi mínu til hins verra þegar kerfið tók breytingum eitt árið (fyrir árið 2006) og ég þurfti að hlaupa út í háskóla til að ná vagni sem hentaði mér, eða labba út á Hofsvallagötu og taka vagn þaðan niður að ráðhúsi og ná þá öðrum út í svartholið* (*allt fyrir austan Háaleitisbraut), kannski nr. 115 en man það samt ekki. Þarna hafði komið kerfi sem átti að koma heppnum með búsetu-borgarbúum hraðar og oftar á milli og það bitnaði á mér, einnig nágrönnum mínum, vistfólki á Grund, stoppistöðin fyrir framan Grund var nú bara tekin, og fleirum. Ég hef aldrei heyrt um skipulagningu á strætósamgöngum þar sem strætófarþegar eða bílstjórar fá að vera með í ráðum.
Fréttir af Facebook:
Sá ótrúlega langan þráð sem ég nennti ekki að klára að lesa, enda 1.500 komment ... Fólk var beðið um að gefa ráð, alveg sama hvers konar, bara góð ráð, takk og það lét ekki á sér standa. Svo mögulega eru þetta bestu ráð í heimi:
- Treystu innsæinu.
- Vertu góð/ur. Þú veist aldrei hvernig öðrum líður í dag, góðmennska þín gæti bjargað mannslífi.
- Þú getur klórað þér á bakinu með því að nudda þér utan í hurð.
- Jóga núna, eða sjúkraþjálfun seinna.
- Karlmenn, setuna og lokið niður!
- 50 plús: Aldrei treysta prumpi.
- Ekki hlusta á ráð ókunnugra á Internetinu.
- Vertu alltaf í hreinum og nýlegum nærfötum. Alltaf.
- Ekki borða gulan snjó.
- Ekki ofmeta mikilvægi þitt í lífi annarra.
- Vertu alltaf með tissjú á þér.
- Kauptu aldrei hús með flötu þaki.
- Þegar þú ert í hættu eða vafa: hlauptu öskrandi í hringi.
- Til að komast yfir einhvern, þarftu að komast undir annan.
- Farðu á klósettið fyrir svefninn, líka þegar þú heldur að þér sé ekki mál.
- Kauptu hús eða íbúð fyrir austan vinnustað þinn. Þá blindastu hvorki af sólinni á leið til vinnu né á heimleið.
- Ef þú lánar einhverjum fimmþúsundkall og sérð hann aldrei framar var þeim peningi vel varið.
- Aðeins tvennt sem píparar þurfa að vita. Skítur rennur niður í móti og ekki naga neglurnar.
- Ef önnur nösin er stífluð, t.d. sú hægra megin, þrýstu þá vinstri upphaldlegg þínum upp að vegg eða leggstu á hann í eina eða tvær mínútur, þá fer stíflan. Sama með vinstri nös og hægri handlegg. Klikkar ekki.
- Farðu úr sokkunum áður en þú leggst í baðkarið.
- Aldrei gifta þig, sama hver á í hlut, viðkomandi mun mölva í þér hjartað, jafnvel eftir 35 ár.
- Hámark fimm takó frá Taco Bell, treystu mér.
- Aldrei treysta fólki sem segir treystu mér.
- Þú þurrkar þrisvar, enn brúnt, farðu þá í bað.
- Þegar þú ferð út að borða með vinum þínum, pantaðu alltaf aukaskammt af frönskum.
- Aldrei treysta manni í hjólastól ef hann er í skítugum skóm.
- Það eru mörg hræðilega slæm ráð hérna.
- Aldrei taka hægðalosandi lyf og svefntöflur á sama tíma.
- Ekki borða eftir klukkan fjögur á daginn. Ekkert að þakka.
Ráð úr himnaríki:
- Lífið er of stutt fyrir vont kaffi.
- Geymdu púðursykurinn í ísskápnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2024 | 02:12
Fegurra göngulag og sumarbústaðaverð ...
Vanræksla stráksa hefur verið nokkur gagnvart mér og kisunum, miðað við fyrri yfirlýsingar, og með úkraínska hirðbílstjóranum mínum var farið í búð í dag, keypt eitthvað skemmtilegt og gott handa honum og gerð örstutt innrás til að afhenda gjafir og knús. Það er erfitt að keppa við nýja heimilið en ég fékk svo mörg knús á móti að það dugir mér vel fram í næstu viku. Svona í alvöru talað, hann er alsæll á nýja staðnum en mætti alveg koma oftar í heimsókn.
Tíminn síðan hann flutti hefur verið notaður í svakalega vinnu, yfirlestur, tiltekt og þjálfun á göngulagi. Þetta síðasta er einna erfiðast. Ég hef haltrað í nokkra mánuði vegna verks í hásin sem hefur lagast mikið en ég geng samt enn eins og íþróttamaður sem hefur slitið hásin, nánast með staurfót án þess að þörf sé á. Ég tók því væna gönguæfingu í dag (og í gær) til að ná upp mínu gamla fjaðurmagnaða yndisþokkagöngulagi og þrátt fyrir nokkur eymsli hef ég góða von um að verða æðisleg. Svo náðist næstmesti skrefafjöldi vikunnar í dag, föstudag, en hvað gerði ég eiginlega á miðvikudaginn sem orsakaði að sá dagur ber höfuð og herðar yfir hina? Ahh, nú man ég, ömmukaffi og bakarísferð.
Ertu virkilega ekki búin að selja himnaríki? spurði systir mín hlessa þegar hún hringdi í dag. Hún hefði spáð klukkutímum en ekki dögum eða vikum, eins og kannski eðlilegra er þegar selja á íbúð. Ég hef horft girndaraugum á eina íbúð á Laugavegi, en hún er allt of lítil, allt of dýr og of hátt uppi til að ég geti gerst lattelepjandi 101-töffari í fúlustu alvöru. Hún hefur verið mjög lengi á markaðnum. Mjög lengi.
Nei, það liggur svo sem ekki lífið á, stráksi var að flytja og fínt að friður fékkst til þess, svaraði ég full bjartsýni. Það verður líka ekkert grín að yfirgefa sjóinn minn, elsku himnaríkið, Einarsbúð, mömmur.is, Ingu, Símenntun, antíkskúrinn og fleira flott, en ... Katalína kallar, djókaði ég svo systir mín gjörsamlega veinaði af hlátri en hún hefur einmitt mælt með því við mig að ég flytji í póstnúmer 200. Ég er opin fyrir ýmsu. Ég sá í dag að það var að seljast sumarbústaður uppi í sveit, á 54.9 millur, á sama verði og sett er á himnaríki!
Annars þarf ég að fara að deila dýrðinni (hlekknum frá fasteignasölunni) aftur á Facebook og minna á í leiðinni að í húsinu býr heimsins besta fólk (sem maður hittir þó allt of sjaldan), húsfélagið sjúklega vel rekið og heilu sjóðirnir sem við eigum í banka því við viljum safna fyrir því sem á að gera og erum líka varkár á víðsjárverðum tímum sem eru alltaf fyrir húsfélög. Hér er frábær formaður sem kann allar reglur, gjaldkeri með peningavit og riddari sem var eiginlega fengin í djobbið vegna útlitsins. Það sem ég skrifaði eitt sinn um að ég sem riddari húsfélagsins færi í siglingar um Karíbahafið fyrir sjóðina, með hinum í stjórninni, var orðum aukið, eiginlega bara lygi. Og það er heldur aldrei vodka í boði (til að fá hina íbúana til að samþykkja Karíbasjóferðirnar). Hér eru engir vortiltektardagar (hlaupið undan geitungum-dagar), það er aðili sem slær grasið og annar sem þrífur sameign. Svo ryksugum við sjálf, hver og ein íbúð, niður að næsta palli. Ég hef tvisvar ryksugað fyrir strákana hér fyrir neðan mig í þakklætisskyni fyrir að þeir kvarta aldrei undan háværri tónlistinni frá himnaríki (ekki hörpusláttur). Í sumum fjölbýlishúsum er ekki góður mórall, settar kannski glórulausar reglur eins og að banna börnum í húsinu að leika sér á lóðinni og bara allt svo hræðilega mikið bannað að það hlýtur að vera martröð að búa þar nema fyrir fólk sem vill banna allt. Hér þarf ekkert að banna, nema kannski að spila Mariuh Carey á hæsta, hlaupa upp stigana á skítugum vinnuskóm ... hér er aldrei neinn með skötu á Þorláksmessu sem er mikil gæfa, svo held ég að allir séu hættir að reykja, engir stubbar, enginn reykur um allt. Aldur íbúa: 0-65 ára.
Það eru auðvitað ástæður fyrir því að ég ákvað að setja á sölu og flytja svo í kjölfarið á mölina, tilfinningaríkar auðvitað, ættingjar, vinir, frændhundar og -kettir, fleiri bókasöfn, Katalína - en auðvitað eru gallar við höfuðborgina; meiri mengun, fleiri geitungar, meiri bílaumferð, lítill (enginn) séns á svipað geggjuðu útsýni ... en ég hef samt hugsað um þetta í einhver ár og af sífellt meiri alvöru, og núna hef ég búið hér í rúm 18 ár. Ég bíð samt eftir því að fólk segi: Þú ert bara alltaf að flytja. Well. Átján ár hér, ef ég flyt í ár, áður átján ár á Hringbrautinni. Þar áður var ég vissulega alltaf að flytja. Leigjandi á ótryggum markaði ... Þegar ég fékk gat á hnéð (48 ára) vegna byltu á ógæfumölinni hér rétt hjá íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum, sagði einhver við mig: Vá, hvað þú ert mikill hrakfallabálkur.(Svipað og ef einhver segði að ég væri alltaf að flytja) Ég flissaði því akkúrat á því ári voru liðin 40 ár frá síðasta óhappi, nema þá fékk ég gat á ennið. Kannski leggur fólk mismunandi skilning í sum orð. Hrakfallabálkur er sá sem endurtekið dettur á hausinn, brýtur sig ... ahh, man eftir einu, þrettán mánaða datt ég niður stiga og lærbrotnaði, í Stykkishólmi. Mamma kenndi draugagangi um (sjá mynd) en Möllershúsið var víst þekkt fyrir draugagang. Kostgangari þar, mörgum, mörgum árum áður, hafði drukknað, en kom þann dag í húsið til að láta vita af sér, rennblautur og sagi ekki orð, og sáu hann fleiri en einn. Fúlt að hafa búið í svona spennandi húsi og vera nánast ungbarn og óviti. Eiginlega verra en að eiga pabba sem var bíóstjóri á þessum tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 27. apríl 2024
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 35
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 731
- Frá upphafi: 1517311
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni