Snorrabull, strætórugl og bestu ráð í heimi

ViftaViftur himnaríkis eru ekki enn komnar í notkun en það líður að því. Svo á ég stórkostlegt leynivopn, afmælisgjöf frá Hildu systur, "hálsmen" sem virðist vera töff heyrnartól en er í raun vifta sem blæs í andlitið á manni. Það er ástæða fyrir því að fólk í gamla daga talaði um hitann í neðra, heitt = helvíti. Einmitt.

 

Snorri og Patrik spjölluðu saman á hlaðvarpi og vonuðust sennilega til að gera allt vitlaust á samfélagsmiðlum með því að segja að staður konunnar væri bak við eldavélina, eitthvað slíkt, konan gæti í mesta lagi opnað kaffihús. Held að kaffihúsaeigendur séu brjálaðri út í þessa gaura því það er algjör þrældómur að reka kaffihús. Þetta var ekki árið 1924 að segja hæ, en átti sennilega að vekja athygli, gera allt brjálað en held að flestir hafi nú verið slakir.

 

Snorri og PatrikÞetta hreyfði nákvæmlega ekkert við mér, Snorri getur ekkert gert mér verra en hann gerði þegar hann var fréttamaður á Stöð 2 og tók athyglisverða nálgun á frétt um fækkun strætófarþega á landsbyggðinni. Ekki samt nálægt sannleikanum; um fækkun ferða og hækkun fargjalda, covid sem átti mestu sökina, eða annað, heldur fannst honum sniðugt að telja stoppistöðvarnar á milli Mjóddar og Akureyrar og jesúsaði sig í bak og fyrir. Vissi greinilega ekki eðli almenningssamgangna, að verið væri að ferja gangandi vegfarendur hraðar yfir, og þá má alls ekki hafa langt á milli stoppistöðva. Ef Vegagerðin (sem rekur landsbyggðarvagnana) hefði farið í að fækka stoppistöðvm í kjölfarið hefði farþegum sennilega fækkað enn þá meira.  

 

 

Það breytti lífi mínu til hins verra þegar kerfið tók breytingum eitt árið (fyrir árið 2006) og ég þurfti að hlaupa út í háskóla til að ná vagni sem hentaði mér, eða labba út á Hofsvallagötu og taka vagn þaðan niður að ráðhúsi og ná þá öðrum út í svartholið* (*allt fyrir austan Háaleitisbraut), kannski nr. 115 en man það samt ekki. Þarna hafði komið kerfi sem átti að koma heppnum með búsetu-borgarbúum hraðar og oftar á milli og það bitnaði á mér, einnig nágrönnum mínum, vistfólki á Grund, stoppistöðin fyrir framan Grund var nú bara tekin, og fleirum. Ég hef aldrei heyrt um skipulagningu á strætósamgöngum þar sem strætófarþegar eða bílstjórar fá að vera með í ráðum. 

 

Fréttir af Facebook:

BakklóraSá ótrúlega langan þráð sem ég nennti ekki að klára að lesa, enda 1.500 komment ... Fólk var beðið um að gefa ráð, alveg sama hvers konar, bara góð ráð, takk og það lét ekki á sér standa. Svo mögulega eru þetta bestu ráð í heimi:

- Treystu innsæinu.

- Vertu góð/ur. Þú veist aldrei hvernig öðrum líður í dag, góðmennska þín gæti bjargað mannslífi. 

- Þú getur klórað þér á bakinu með því að nudda þér utan í hurð.

- Jóga núna, eða sjúkraþjálfun seinna.

- Karlmenn, setuna og lokið niður!

- 50 plús: Aldrei treysta prumpi.

- Ekki hlusta á ráð ókunnugra á Internetinu. 

- Vertu alltaf í hreinum og nýlegum nærfötum. Alltaf.

- Ekki borða gulan snjó.

- Ekki ofmeta mikilvægi þitt í lífi annarra. 

- Vertu alltaf með tissjú á þér. 

- Kauptu aldrei hús með flötu þaki. 

- Þegar þú ert í hættu eða vafa: hlauptu öskrandi í hringi. 

- Til að komast yfir einhvern, þarftu að komast undir annan.

- Farðu á klósettið fyrir svefninn, líka þegar þú heldur að þér sé ekki mál.

- Kauptu hús eða íbúð fyrir austan vinnustað þinn. Þá blindastu hvorki af sólinni á leið til vinnu né á heimleið. 

- Ef þú lánar einhverjum fimmþúsundkall og sérð hann aldrei framar var þeim peningi vel varið. 

- Aðeins tvennt sem píparar þurfa að vita. Skítur rennur niður í móti og ekki naga neglurnar.

- Ef önnur nösin er stífluð, t.d. sú hægra megin, þrýstu þá vinstri upphaldlegg þínum upp að vegg eða leggstu á hann í eina eða tvær mínútur, þá fer stíflan. Sama með vinstri nös og hægri handlegg. Klikkar ekki.

- Farðu úr sokkunum áður en þú leggst í baðkarið. 

- Aldrei gifta þig, sama hver á í hlut, viðkomandi mun mölva í þér hjartað, jafnvel eftir 35 ár.

- Hámark fimm takó frá Taco Bell, treystu mér.

- Aldrei treysta fólki sem segir treystu mér.

- Þú þurrkar þrisvar, enn brúnt, farðu þá í bað.

- Þegar þú ferð út að borða með vinum þínum, pantaðu alltaf aukaskammt af frönskum. 

- Aldrei treysta manni í hjólastól ef hann er í skítugum skóm.

- Það eru mörg hræðilega slæm ráð hérna. 

- Aldrei taka hægðalosandi lyf og svefntöflur á sama tíma. 

- Ekki borða eftir klukkan fjögur á daginn. Ekkert að þakka.

 

Ráð úr himnaríki:

- Lífið er of stutt fyrir vont kaffi. 

- Geymdu púðursykurinn í ísskápnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 2229
  • Frá upphafi: 1458932

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 1830
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegustu menn í heimi
  • hvernig íslend sjá Evrópu
  • Siegfriedungjoy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband