Hefnd Kollu

Ekkert bólar á vinkonunni sem ætlaði að koma um sunnudagshádegisbil en hún sagði svo sem ekki hvaða ár hún ætlaði að koma. Mig grunar helst að hún hafi verið kölluð á næturvakt en vinnan hennar fer fram í skjóli nætur ... úúúúú! Þá er hún að vakna núna til að horfa á leikinn en hún er mesti handboltaunnandi sem til er! Þó er hún engin „kelling“.

Kolla Bergþórs sagði víst í útvarpinu hjá Valdísi í morgun að handbolti væri kellingaíþrótt! Fótbolti, öllu heldur fótboltamannaleggir, væri það sem gilti! Ég heyrði þetta ekki, hef þetta annars staðar frá. En það er elsku Kollu minni að kenna að fótboltaaðdáandaheiður minn fauk veg allrar veraldar eitt árið. Hún var að vinna hjá Degi Tímanum og tók viðtal við nokkrar fótboltaáhugakonur sem fylgdust spenntar með heimsmeistarakeppni sem þá var nýhafin. Hún spurði mig hvaða fótboltamaður mér fyndist sætastur eða mest sexí! Ég lít á svona tal sem skemmdarverk og að það ýti undir staðalímyndina að konur horfi bara til að slefa yfir sexí lærum. Oj, bjakk. Ég svaraði þessu þó kurteislega þannig að ég gleymdi mér í spennu leiksins sjálfs og pældi ekkert í útliti þeirra, leikmennirnir sæust varla almennilega í nærmynd nema slasaðir og grettir á sjúkrabörum. Þá dytti manni síst eitthvað sexí í hug.

Svo kom blaðið út og ég fékk sjokk. Eitthvað hefur Kollu misheyrst eða mislíkað því að haft var eftir mér að ég þyldi ekki þessi fagnaðarlæti þegar mörk væru skoruð, leikmenn að faðmast og svona í gleðigeðshræringu sinni. MOI??? Ég er nú svo væmin að ég fæ stundum tár í augun þegar mitt lið sigrar og mínir menn fagna tryllingslega. Nú er liðið mitt West Ham. Bíð bara eftir að sá Enski fari á Sýn.

Einhvern tíma sagði ég kunningja mínum (KR-ingur en samt ágætur) frá þessu og hann mundi eftir þessari klikkuðu konu (mér) úr viðtalinu en sem betur fer mundi hann ekki hvaða rugludallur þetta var ...

Kolla meinti ekkert slæmt, þessi elska, bara eyðilagði fótboltamannorð mitt um tíma!

P.s. Vinkonan hringdi, þetta var rétt, hún var að vinna í alla nótt!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

bið að heilsa kollu

Ólafur fannberg, 21.1.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skila því næst þegar ég hitti hana. Mér finnst hún snillingur ... en eftir þetta fór ég að skilja fólk sem heimtar að lesa yfir viðtöl sem hafa verið tekin við það. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 17:13

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En... boxarararnir sem þú taldir upp áðan!! Nefndir þú akkúrat þessa menn BARA af því að þú dáist að fótafimi þeirra í hringnum???

Heiða B. Heiðars, 21.1.2007 kl. 18:29

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já! Ekki er Tyson fallegur, eða helvítið hann Holyfield. Mér fannst eiginlega truflandi hvað Oscar var snoppufríður ... fannst hann passa illa við box ... en hann var góður hnefaleikamaður, tæknilegur og beitti ekki ljótum brögðum! Í alvöru! Þegar ég horfi á fótboltaleik horfi ég á leikinn. Svo get ég alveg tekið andköf ef ég sé mynd af einhverjum sætum fótboltamanni í Mogganum ... ég er ekki alveg dauð sko

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 18:36

5 Smámynd: www.zordis.com

Hvorki dauð né grafin ..... það fallega hefur sín móment!

www.zordis.com, 21.1.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 26
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 428
  • Frá upphafi: 1531052

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 402
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband