Líf og fjör á Langasandinum

Bog.is-engillinn kenndi mér aðferð til að uppfæra vafrann minn (imbaprúf) og nú virkar bloggið eins og það á að gera. Takkkk!

Um daginn skrifaði ég um margbreytilegt lífið við Langasandinn og í dag var álíka fjör. Læti við LangasandinnBrekkan upp að íþróttavellinum var vettvangur snjóþotuferða og hunda að ærslast og fjöldi manns gekk um sandinn, sem er enn fullur af steinum eftir brim oftsinnis í síðasta mánuði.

Stundum sakna ég þess að sjá ekki yfir Akranes út um gluggana mína en húsin við Höfðabrautina skyggja á allt útsýni. Held ég myndi upplifa mig sem meiri Akurnesing ef ég hefði eitthvað annað en höfuðborgina fyrir augunum allan daginn. En ég er sko ekki að kvarta.

Á eftir hefst uppáhaldsþátturinn minn, 24. Sem betur fer er Cold Case á undan svo að ég get skellt mér í kvöldbaðið fyrst. Maður getur ekki horft á 24 nema tandurhreinn í sparifötunum. Helst búinn að skipta um parkett til hátíðabrigða. Djók. Baðbomban í gær var full af einhverju drasli, einhvers konar barrnálum en mjúkum! Arrrggg. Þessi fjólubláa sem nú er að bráðna er full af silfurstjörnum. Urrrrrr! Vér alvörugellur þurfum ekkert aukadrasl til að okkur líði eins og prinsessum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karolina

sammála með 24, ferlega góðir þættir

Karolina , 21.1.2007 kl. 21:08

2 identicon

Hurrrrrrrru, ertu búin að nota verðlaunabaðsullið þitt? Það var víst ekki bomba, heldur sull inní bíbí, er það ekki? Góðar kveðjur frá bryggjunni at the other end.

Guðný Anna (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hef ekki tímt að skemma öndina, hún er upp á punt ... en senn líður að því!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 21:53

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vertu fegin meðan baðbomban þín er ekki full af glimmeri. Lenti einu sinni í glimmerbaðbombu og var eins og glitrandi jólakúla í margar vikur og það í maí!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.1.2007 kl. 21:53

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, það hefur rosalegt. Silfurstjörnurnar voru stærri en glimmer og ég held að þær séu hvergi fastar við mig ... Í gærkvöldi fannst mér eins og einhver hefði tekið gamalt hey og fleygt ofan í baðkerið. Samt var guðdómleg lykt af bombunni, ekkert súrheyskjaftæði ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 15
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 417
  • Frá upphafi: 1531041

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 393
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband