Óhugnanlegt vald Jack Bauers yfir himnaríkisfrúnni

Ekki brást Bauerinn okkur aðdáendum sínum. Sama formúlan ... en hún virkar og  algjör óþarfi að breyta henni. Mikið hlakka ég til að eyða næstu 23 sunnudagskvöldum í þetta.

Þoli samt ekkert sem bindur mig (þess vegna er ég ógift og á ekki líkamsræktarkort og er ekki í saumaklúbbi). ÞættinumJack Bauer 24 tekst það sem fallegum mönnum, hollum tækjum og guðdómlegum brauðtertum tekst ekki. 

Þetta hefur verið meiri dýrðarhelgin, þrátt fyrir húsverk. En ef maður lítur á þau sem líkamsrækt þá verða þau léttbærari. Ég styrkist ekki á því að horfa endalaust á íþróttahúsið hérna við hliðina.

Ætla að drífa mig upp í rúm með Dean Koontz, jú, honum. Samt bíða nokkrar magnaðar bækur á náttborðinu en maður þarf líka að detta í reyfara annað slagið, bara til að halda jarðsambandi. Sure, með Dean Koontz.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Bauerinn er flottur hann hefur haldið mér fastri fyrir framann skerminn í nokkrum sinnum 24 skipti...og er ég þó ekki mikið fyrir sjónvarpsgláp!!

SigrúnSveitó, 21.1.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sá fyrstu seríuna í endursýningu á Sýn, minnir mig ... þá var hún sýnd í heilan dag ... og ég tók herlegheitin upp á vídeó. Það var mjög gaman að geta skellt spólunni í og þurfa ekkert að hætta í lok hvers þáttar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.1.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: www.zordis.com

Núna langar mig í brauðtertu og þær eru íllfáanlegar á Spánlandinu!   "vatn í munni er það sem ég hef núna" og fæ mér bara herbalæf í fyrramálið!  En, ég er með þessa grönnu grönnu tilfinningu!  "NOT"

www.zordis.com, 21.1.2007 kl. 23:23

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Bauerinn er alltaf góður.....

Ólafur fannberg, 22.1.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 10
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 1531036

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband