Borg óttans og ofbeldislaus keppni ... enn

Picture 332Eitthvað voru Keflvíkingar í klíkunni þegar sólin bjó sig undir að setjast um miðjan dag í gær. Eiginlega var ómögulegt að hætta að horfa ...  

Brosmildi bílstjórinn skilaði okkur heilu og höldnu í Ártún í morgun, mér og Sigþóru ögn áður við vegkantinn að vanda. Ég sagði honum að hann mætti alveg setja mig út á ferð ef hann vildi. Hann gæti varla viljað að hjólkoppunum yrði stolið ... við værum jú komin í borg óttans! (Þarna stal ég miskunnarlaust brandara sem Halldór frændi spældi mömmu með þegar hann skutlaði henni upp í Breiðholt um árið, hún hefur aldrei fyrirgefið honum almennilega það að dissa Breiðholt)  

Og jessss, ég var mætt fyrst í vinnuna! Hef verið í keppni við prófarkalesarana síðustu vikurnar og stundum haft betur. Ekkert ofbeldi hefur fylgt þessu en falskt bros þess sem tapar blekkir engan. Vonandi verða þær nógu spældar á eftir til að sofa yfir sig á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir komu

Ólafur fannberg, 22.1.2007 kl. 08:27

2 Smámynd: www.zordis.com

Bara eins og Harlem bráðfyndin lína hehehe!   Oooog, frábært að þú skyldir leggja í að stökkva út á ferð.  Hefðir þú stokkið ef hann hefði svarað með sama húmor? 

Mætukeppni er meiriháttar, best að koma því áleiðis til starfsfélaga minna og leggja eitthvað undir!

www.zordis.com, 22.1.2007 kl. 09:44

3 identicon

Þú ert dásamleg-eins og sólin Komin með mikinn áhuga á strætóbílstjórum, Akranesi, baðbombum og köttum. Haltu áfram.

kikka (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 09:48

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú hefur sem sagt fattað áð ég elska Keflvíkinga ... Takk elskan. Vona að þú komist í afmælið mitt núna (12. ág.)

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 406
  • Frá upphafi: 1531030

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 382
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband