Mötuneytið, versti dagurinn og fórn Furríar

Ég hef setið sveitt við tölvuna í morgun við að gefa ódauðlegum skrifum mínum hér á síðunni fimm stjörnur og bið ástkæra lesendur mína vinsamlegast um að gera slíkt hið sama.

Annars var nóg að gera í morgun. Við náðum naumlega spennandi forsíðuviðtali í næsta blað þannig að við frestuðum föstudags-deddlæn til hádegis í dag. Nú er allt að verða tilbúið og ég bíð bara eftir að við getum fundað til að ákveða verkefni komandi viku.  Nú er versti dagur ársins, las ég á Netinu, mig minnir nú reyndar að vísindamenn hafi fundið út að það væri 24. janúar, ekki 22. Engu að síður hef ég búið mig andlega undir sitt af hverju í dag, m.a. hryðjuverkaárás, rottugang, maurastríð eða nætursaltaðan fisk. „Í hádeginu verður Gordon Bleu í matinn,“ sagði ein samstarfskona glaðlega og sleikti út um, einmitt þegar ég var að hugsa um að við fengjum nætursaltaðan fisk. Hún bjargaði alveg deginum.  Hér lifum við fyrir elsku mötuneytið. Hlaupum öll í kapphlaupi þegar klukkan slær hálftólf til að geta byrjað sem fyrst að borða og upplifa þetta dekur sem viðgengst. Við megum t.d. leifa matnum okkar, við megum borða eins og svín og þurfum ekki einu sinni að vaska upp eftir okkur.  Á aðeins einum mánuði hef ég bætt á mig 40 kílóum en ber þau samt ansi vel, eins og sést á myndinni sem var tekin áðan.  F-ið á bolnum er tákn fyrir fyrsta stafinn í nafni mínu en í vinnunni veit enginn hvað ég heiti eða hvernig ég lít út í raun, ég geng ég undir dulnefninu Furrí. Ástæða þess að ég er dulbúin er sú að mér finnst að aðrar konur eigi skilið að fá að njóta sín í návist minni. Ég er víst athyglissjúkt ljón ofan á fegurðina. En ef grannt er skoðað má reyndar sjá Mikael Torfason, Mike Tyson og Eirík Jónsson horfa aðdáunaraugum á mig. Þeir sjá líka alveg í gegnum holt og hæðir, þessar elskurÍ matsalnum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

LOL, Þarf að ná mér í svona mallakút!  Furrí Flotta, ekki spurning!

www.zordis.com, 22.1.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehehehe!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 13:03

3 Smámynd: Ólafur fannberg

ekki ert þetta þú á myndinni hehehehehe

Ólafur fannberg, 22.1.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Ester Júlía

Mér  fannst ég vera heldur þung þegar ég vaknaði í morgun "versti dagur ársins" hehe..nei ég var spræk eins og sprelligosi.  Verð að hrósa myndinni ....var einmitt að koma úr mötuneytinu þar sem ég borðaði miklu meira heldur en maginn á mér þoldi ..það var nefnilega kakósúpa í eftirrétt, uppáhaldið mitt og ég fékk mér auðvitað tvisvar á diskinn....

Ester Júlía, 22.1.2007 kl. 13:37

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmmm, nei, hr. Ólafur ... sem betur fer ekki. En ef ég misnota mötuneytið liður þó ekki á löngu ....

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 14:09

6 identicon

Verð nú endilega að fá mér svona galla....

Arna Hildur (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 15:02

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Endilega. Þetta verður svona bloggarabúningur sem ég gef öllum bloggvinum mínum og svö höldum við árshátíð! Takk fyrir hugmyndina!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 15:08

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fyrr en varir ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 58
  • Sl. sólarhring: 59
  • Sl. viku: 478
  • Frá upphafi: 1531025

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 452
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband