Undirbúningsleyndarmál og allt vitlaust hjá B&B

Flýtt fyrir strætóUndirbúningur fyrir handboltaleikinn á eftir er hafinn í himnaríki. Hann er sá að horfa ekki. Það hefur virkað ágætlega hingað til. Bara það að ég hætti að horfa á Manchester City-leikinn fræga (með Íslending í markinu) þegar þeir voru undir, 0-3 í hálfleik náðu þeir að jafna og skora sigurmark. Ég hefði getað öskrað þegar ég horfði á íþróttafréttirnar næsta morgun!

 Reykingamenn halda því t.d. fram að ef þeir kveikja sér í sígarettu úti á strætóstoppistöð þá komi strætó. Svo heldur fólk að þeim finnist gott að reykja eða að þeir séu háðir tóbaki!

 
Náði 15.50 strætó úr Mosó og sæti fremst við hlið Ástu. Svei mér ef rútan var ekki næstum full en hún tekur yfir 80 manns. Ef Skagavagninn kemst í fréttirnar, yfirleitt þá vegna óláta farþega vegna vals á útvarpsstöð, er alltaf sýndur lítill kálfur (strætó) sem tekur kannski 15 manns, svipaðan fjölda og húkir á tveimur stoppistöðum á Akranesi rétt fyrir sjö á morgnana; stoppistöðinni minni og sætukarlastoppistöðinni.

 
Nú er allt að verða vitlaust í Bold and the Beautiful. Ridge, aðalhönkið, sá Taylor, konuna sína sem dó frá Tómasi og tvíburunum. Nú er hann kvæntur Brooke og á með henni barn, nema þetta sé barnið sem Brooke á með tilvonandi tengdasyni sínum sem er að fara að giftast dóttur hennar en þar sem leið yfir hönkið varð að fresta brúðkaupinu. Ég sá hluta að þessum þáttum í hittiðfyrra og þá voru tvíburarnir c.a. 5 ára, nú eru þær orðnar gjafvaxta skvísur og krakkinn Tómas er farinn að deita, m.a. Amber sem var gift syni Brooke og bróður Ridge.

Þetta eru dýrlegir þættir! Nú er Ridge að fara í storkupróf og Brooke grætur, löggan leitar á brúðkaupsveislulóðinni og brúðurin grætur líka, tertan skemmist, allir farnir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ómæ.. ég sem hélt að minn dagur væri erfiður. Aumingja Bold-liðið!

Heiða B. Heiðars, 22.1.2007 kl. 18:05

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er dásamlegur söguþráður og bara svo að það skiljist ... en þessi fyrrum eiginmaður Amber, Rick, er núna stjúpsonur bróður síns!

Á hvaða belgjum eru handritshöfundarnir? Vonandi halda þeir áfram að taka þá.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

JamesBond klikkar ekki. Ég á allar bækurnar um hann, þessar sem voru þýddar yfir á íslensku. Algjör snilld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 18:23

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Var þetta svona fyndið fyrir fimm árum?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 18:53

5 identicon

Þetta var algjör steypa þá og mér heyrist þetta enþá vera algjör steypa.

Arna Hildur (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 12
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 435
  • Frá upphafi: 1530927

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 410
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband