Úrslit og ný könnun

Jæja, þá er komið að úrslitum skoðanakönnunarinnar. Þátttakan var klikkuð og úrslitin komu mjög á óvart. Heil 54% af 344.000 manns kusu að skrifa blóðuga sakamálasögu. Aðeins 36% vildu skrifa sögu Hemma Gunn sem er sjokkerandi því að hingað til hefur Hemmi malað allar kannanir. Hann var meira að segja kosinn flottasta jólaskrautið. Heil 2% vildu skrifa bókina Eitthvað annað. En hér kemur þetta:

 Hvernig bók myndir þú skrifa?
1. Blóðuga sakamálasögu 54%
2. Sögu Hemma Gunn 36%
3. Frumlega skáldsögu 4%
4. Harmsögu ævi þinnar 2%
5. Eitthvað annað 2%
6. Ástarróman 1%
7. Gamansögu 1%
8. Sagnfræði 1%
9. Ævisögu 0%
10. Trúarrit 0%

Nú er komin ný könnun, veðurkönnun að þessu sinni og Hemmi fjarri góðu gamni,Hemmi Gunn endilega takið þátt. Sá sem kýs oftast (vinningshafinn) fær að vanda gönguferð fyrir einn yfir hálendið. Ekki missa af þessu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Sætur þessi hemmalingur!  Verð nú bara að deila þessu með ykkur .... eitt sinn í ísland í bítið kom fram að Hemmi ætlaði að vera í númeramálum einhv. helgina og ég hef eftir það talað við Hemma þegar ég mála.  Ég og hemmi erum eins og bræður, þótt mæður okkar og feður þekkjast ekki neitt!  Full mikið að deila þessu sem kommenti, ætti að heita færsla!  Annars hefði ég kostið Skemmtilega sögu fyrir börn á öllum aldri sem segir mikið til um að ég þarf alltaf að fara utanvallar í mínu vali! 

www.zordis.com, 22.1.2007 kl. 19:37

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hemmi er algjör elska. Hitti hann í vinnunni minni einhvern tíma þegar hann rústaði könnun hjá mér, þá ætlaðist ég til þess að fólk kysi Conan O´Brien sem skemmtilegasta sjónvarpsmanninn ... en nei, Hemmi sigraði með yfirburðum! (Vissi ekki að hann læsi síðuna mína.) Ég skammaðist út í Hemma fyrir þetta og hann var voða glaður, svona eins og alltaf.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Ester Júlía

Ef ég vinn, á ég þá að ganga ein yfir hálendið?..

Ester Júlía, 22.1.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, þú leggur bara af stað frá Umferðarmiðstöðinni klukkan 2, þú ræður hvaða dag og hvaða ár ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 72
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 1530905

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 414
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband