23.1.2007 | 12:21
Prófæler morðingjans og mögulegt einelti vegna ættarnafns...

Hrafn Jökulsson skrifaði athyglisverða færslu á bloggsíðu sinni um konurnar sem máttu hverfa, eða fórnarlömb Green River Killer. Ég tengist þessu máli vitanlega ekki á nokkurn hátt en ég kynntist aðeins manni sem gerði það óbeint og fannst svolítið eins og ég væri komin í þáttinn Illt blóð. Ja, eða þannig.
Snemma árs 2002, var ég í heimsókn hjá íslenskri vinkonu sem bjó í litlum, sætum bæ nálægt Seattle. Hún og maður hennar fóru einu sinni í viku á hverfispöbbinn sinn og ég náði að fara tvisvar með þeim. Þarna hittu þau góða vini sem ég var að kynnt fyrir. Einn pöbbvinanna er sálfræðingur sem kom vikulega frá Seattle til að sálfræðingast í litla bænum. Hann vann með lögreglunni í Seattle og hafði verið fenginn til að gera sálfræðimat á fjöldamorðingjanum sem leitað var svo ákaft að. Mig minnir að hann hafi lýst manninum m.a. sem kirkjuræknum fjölskylduföður sem reyndist smellpassa við svínabóndann.
Vinkona mín gaf mér pappíra um þetta mál en ég var að hugsa um að skrifa grein um það sem ekki reyndist síðan áhugi fyrir þegar ég kom heim. Enda hvaða almennilega kona vill lesa blóði drifna sögu fjöldamorðingja? Well, ég! Nú langar mig að finna þessi skjöl og myndirnar frá pöbbnum.
Þarna á pöbbnum var annar maður sem vinkona mín vildi sérstaklega kynna mig fyrir, enda á lausu eins og ég. Ég er bara svo svakalega skynsöm, hunsaði þetta og vildi ekkert af því vita. Ég vissi sem var að vinir og vandamenn myndu deyja úr hláti ef ég giftist honum og nafn mitt breyttist í Guðríður Mattrass! Anna heitin frænka mín sá kílómetrum lengra en nef hennar náði sagði við mig þegar ég var 18 ára að ég myndi giftast manni með ættarnafn. Við hina hlið mína sat maðurinn sem síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn, enda auðvitað ekki með ættarnafn. Ég hef beðið róleg eftir Thorsurum, Skrömurum eða jafnvel Grimaldi-um ... en þetta var bara tú möts!!!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 1
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 481
- Frá upphafi: 1526988
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 404
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Finndu nú pappírana og myndirnar af kránni og birtu okkur svo opinberlega.
Skilaði kveðjunni og í Kjötborg og tók við annari samstundis sem ég sendi þér nú.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 12:28
Geri það, sir! Heimsótti Kjötborg á Þorláksmessu þegar ég var í bæjarferð en þú varst því miður fjarri góðu gamni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2007 kl. 12:30
Lítill heimur. Bíð spenntur eftir frekari upplýsingum! Besta kveðjan.
Hrafn Jökulsson, 23.1.2007 kl. 12:39
Spennandi... fáum við að heyra meira..??
Margrét Ingibjörg Lindquist, 23.1.2007 kl. 13:42
Leggst í leit um helgina! Held að ég hafi verið nokkuð ódugleg við að fleygja dóti þegar ég flutti.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2007 kl. 13:43
Ji, þú ert svo internasjonal. Bíð eftir greininni. Gæti heitið (í anda Vikunnar): Grenntist um 18 kíló á því að eta eintómt svínakjöt...
kikka (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:53
Hvað er þetta með kirkjurækna fjöldamorðingja. Edda vinkona mín sem giftist til smábæjar í Noregi var í kirkjukór með fjöldamorðingjanum sem drap fullt af gamalmennum á elliheimili.
Anna (www.blog.central.is/annabjo) (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 14:13
kvitt
Ólafur fannberg, 23.1.2007 kl. 15:27
Já, Kikka, svona mannakjötsmegrun ... hehehe, skamm!
Ég veit ekki, Anna, hvað er í gangi með þessa gaura, ætti að spyrja sálfræðinginn í Seattle ef ég hitti hann einhvern tíma aftur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2007 kl. 15:34
Guðríður sefur þú alveg rótt umnætur?
Þú hefur lent í svo mörgu spennandi og lesið svo margar spennandi bækur og horft á svo spennandi myndir. Ég fer að kíkja bráðum á efni bannað innan 16. Jafnvel 18 til að fá fútt í líf mitt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.1.2007 kl. 17:13
Frú Katrín. Ég sef rótt og vel ekkert nema krúttlegheit þegar ég get. Eitt sumarið þegar erfðaprinsinn fór í sveit ákvað ég að taka spólu og fyrir valinu varð: Home Alone I. Ég elska t.d. myndir á borð við Lassímyndir ... en ókei, mér finnst líka gaman að horfa á geðveika spennu um raðmorðingja og svona ... en þó þurfa þær að hafa smá vit! Skemmi ekki sálina með Föstudeginum 13. eða slíku bulli.
Maður verður líklega ónæmur fyrir ofbeldinu með tímanum, það gæti svo sem verið. Vertu ekkert að æsa þig við að horfa á eitthvað spennandi, lestu bara bloggið mitt ... hehehehehe
Gurrí (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.