Arkitekt án heila eða hatar hann bara útsýni?

Stigagangurinn

Það hefur gengið vel að vinna heima í dag þrátt fyrir hávaða í svalakörlunum en miðað við gengi þeirra grunar mig að ég verði komin með svalir undir helgi, svalir sem ég kemst ekki út á strax vegna skorts á dyrum.

Húsfundur verður í kvöld og endanlega ákveðið með greiðslutilhögun og slíkt. Þetta eru vissulega engir asnar í húsinu og fólk hér var búið að átta sig á þeim hæfileika nýja svalanna til að safna vatni (ekkert niðurfall, bara heill, ljótur kassi). Annað sem ég skil ekki og það er að arkitekt nýju svalanna skuli ekki hafa tekið með í reikninginn að hann var að teikna svalir á hús sem hefur eitt besta útsýni sem völ er á; óendanlegt Atlantshafið í allri sinni dýrð, fallega baðströnd sem iðar af lífi yfir sumartímann og hvaðeina. Ef ég sit á venjulegan stól á svölunum mun ég bara sjá himininn ... þarf að standa upp til að sjá hafið. Kannski sting ég útsýnisgöt á vegg svalanna ... og skemmi þar með heildarmyndina á blokkinni.

En ... ég er mjög ánægð með húsið sem hýsir himnaríki. Að utan er því vel haldið við og stigagangurinn er einstaklega snyrtilegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

bið að heilsa á húsfundinum hehehehe

Ólafur fannberg, 23.1.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skila því.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2007 kl. 18:23

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekkert lægra en barstóla, það er alveg rétt hjá þér!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2007 kl. 19:23

4 Smámynd: www.zordis.com

passaðu þig bara að detta ekki fram af!  Annars er þetta fínasti stigagangur sem þú sýnir okkur.  Mikið lagt í alla umgjörð og mjög snyrtilegt!!!

www.zordis.com, 23.1.2007 kl. 19:25

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheh, já finnst þér ekki? Bara tala við Sigga málara ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2007 kl. 19:34

6 Smámynd: bara Maja...

 

bara Maja..., 23.1.2007 kl. 20:21

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Anna, ef ég sit úti á svölum í venjulegum stól þá sé ég ekkert nema fuglinn fljúgandi ... sem er vissulega ákaflega gaman fyrir fuglaáhugamenn. En að hafa ekki rimla, háa rimla í staðinn fyrir að skyggja algjörlega á útsýnið með vegg! En það er víst ekkert hægt að gera við því!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.1.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 480
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 403
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Magpie Murders

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband