Æsispennandi húsfélagsfundur

Húsfundur

Húsfundurinn gekk frábærlega. Húsfélagsformaðurinn bauð upp á ofnrétt, rækjusalat með sósu og ýmsa drykki. Við samþykktum líka allt sem hann fór fram á! Svona eiga húsfundir að vera. 

Eini gallinn var að aðrir í húsinu áttuðu sig á sambandi formannsins við gjaldkerann annars vegar og mig hins vegar og það var mikið flissað. Steingerður vill ólm að ég nái í formanninn, enda er hann kokkur en ef ég þarf að berjast við gjaldkerann gæti það endað illa, húsgjöldin mín myndu hækka óhugnanlega mikið og ég yrði gerð ábyrg fyrir stóra svalaláninu ... ein!  

Við prófuðum nýkomnu svalir formannsins og vá, þær eru sko stórar. Ég get verið með hengirúm á mínum svölum þegar þær koma, stórt grill, sófasett, kartöflugarð, þyrlupall og hvaðeina. Sumarið verður ansi spennandi.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jey.....það þýðir að ég get bara komið fljúgandi á gullþyrlunni minni og lent á þínu fínu svölum í sumar, svo grillum við og borðum gómsætt kartöflusalat í sófasettinu og hendum okkur svo í hengirúmin á eftir þegar við erum orðnar saddar og njótum sólsetursins. Svo fer ég bara aftur heim. Klikkað plan.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Klikkað plan, segi það með þér!!! Svo getur þú komið með mér á "húsfund" og fengið þér bjór og kynnst fólkinu í húsinu ... og brennivín og svona.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 31
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 1526977

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 418
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Magpie Murders

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband