Butler og kjallarameistari himnaríkis í kattalíki

Ég held að íslenska handboltalandsliðið sé komið yfir það versta og vel getur verið að ég horfi á leikinn við Pólverjana. Þá kemur að góðum notum eina orðið sem ég kann á pólsku, eða nje, sem þýðir nei. Pólverjarnir sem ég tók eignarnámi í fyrra og dansaði fyrir með pilsalyftingum æptu nje, eins og tryggir blogglesendur muna, og ég hélt í sakleysi mínu að þeir væru að tala um hnén á mér og fegurð þeirra. Svo reyndist ekki vera.

Eftir kósí strætóferð á Skagann tóku kettirnir fagnandi á móti mér. Kattahamurinn var kominn á þá að vanda en á daginn þegar ég er í vinnunni ganga þeir í störf sín í himnaríki sem kjallarameistari og butler. Meðfylgjandi mynd var tekin með falinni myndavél á dögunum.  

Butler og kjallarameistariBesta vinkona mannsins, kaffikannan, var fljót í gang og nú drekk ég fáránlega gott kaffi með kaffirjóma út í. Það er svo gaman að koma heim í björtu og geta séð sjóinn sinn út um gluggann. Það er að vísu fjara en háværar öldur gleðja eyrun samt og maður þarf ekki alltaf skvettur. Mig minnir að háflóð verði á miðnætti en þá er orðið dimmt og frúin sofnuð eða að lesa Dean Koontz. Mig minnir að það verði suðvestanrok um helgina og þá verður kátt í kotinu.

Ég kann svo lymskulega aðferð við að þvo særoksafleiðingarnar af gluggunum mínum að það er engu líkt. Ég kenndi öðrum íbúum hússins hana á húsfundinum um daginn. Maður tekur bara vatnsbrúsa, má vera merktur Hreyfingu, fyllir hann af vatni, heldur honum út um litla opnanlega gluggann og sprautar vatninu á gluggana. Klikkar ekki og alltaf hreinir gluggar á himnaríki síðan ég fattaði þetta. Hver nennir að bíða eftir suðlægri rigningu?     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Maður biður ekki butler og kjallarameistara um að gerast vinnukonur/-menn! Ég er ekkert of góð til að þvo gluggana sjálf ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér hefur skilist að þú sért talin hálfgerð handboltagrýla! Gluggarnir eru haugdrullugir kona... farðu að þrífa þá og áhugamanneskja #1, vélstýran sjálf , passar upp á að fylgjast með stöðu mála í handboltanum fyrir þig á meðan

Heiða B. Heiðars, 25.1.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

OK, ætla ekkert að leggja liðið í hættu með einhverju glápi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 17:51

4 Smámynd: bara Maja...

Schnilld þetta með Hreyfingarbrúsann og gluggana... ég hef einmitt haft stórar áhyggjur af því hvernig ég eigi að þvo gluggana þegar ég flyt í húsið í Úlfasfellinu, þeir verða nefnilega ekki allir á jarðhæð... takk, þú bjargaðir sálu minni og geði...

bara Maja..., 25.1.2007 kl. 18:45

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einn daginn sást varla út um gluggana hjá mér, vatnsbrúsinn var á borðinu ... og svona þegar góðar hugmyndir kvikna birtist ljósapera fyrir ofan hausinn á mér. Og sjá ... allt í einu sá ég brimið út um gluggana mína. Kveðja, Gurrí sálubjargari!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 19:06

6 identicon

Gurrí.. Þú liggur undir alvarlegum grun íslenskudeildar ungverku leynilögreglunar í Debrecen að hafa horft á síðustu mínútur leiks íslendinga og pólverja... Hefur þú eitthvað að segja um það mál....

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 19:53

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sver að ég horfði ekki. Var með Stöð 2 í gangi og þar var Þorsteinn J eitthvað að tala um leikinn. Kannski er það nóg til að straumar berist yfir hafið og spilli öllu. Viðurkenni fúslega að ég hef meiri ánægju af fótbolta og formúlu en stend 150% með okkur í handbolta. Myndi án efa missa mig ef ég hefði félagsskap við að horfa. Kettirnir eru óttalega leiðinlegir í sambandi við íþróttir, hættu að veiða leikmenn á skjánum á fyrsta árinu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.1.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 510
  • Frá upphafi: 1526987

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 428
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Um 1960 með pabba og mömmu
  • Magpie Murders

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband