Er Ásta engill eða var þetta bara tilviljun?

Það er karlmanni á miðjum aldri að kenna að ég svaf eiginlega yfir mig í morgun, bandarískum rithöfundi með mikið ímyndunarafl.* Ef ekki hefði verið fyrir englana mína, sem skipuðu Ástu að fara á bílnum í morgun, þá hefði illa farið. Hálftími undir sæng leið með ljóshraða og þegar ég vaknaði við SMS áttaði ég mig á því hvað næstum hafði gerst. En ég þoli ekki fólk sem emjar af föðursýki yfir hlutum sem hefðu kannski eitthvað ... svo að ég spratt bara upp eins og ofsaglatt fólk í kornflexauglýsingu gerir og kíkti á SMS-ið þótt ég vissi svo sem hvað stæði þar. Jú, auðvitað var Ásta að bjóða mér far. Hún er engill.

Engill e Marc Chagall 

Við ókum fram úr strætó á Kjalarnesinu og ég horfði ísköldum hæðnisaugum á þessa strætólúsera. Við, á silfurlitum, glæstum mótorfák, þyrluðum upp möl og sandi framan í strætó í huganum.  

Mér tókst í fyrsta sinn í langan tíma að koma í vinnuna á undan prófarkalesurunum því að Ásta skutlaði mér alla leið, þessi elska. Þegar Gulla mætti á staðinn, rétt rúmlega 7.30 gat ég sagt: „Gott kvöld, Guðlaug.“ Aldrei of illa farið með góða prófarkalesara.

Ritstjórinn minn er í fríi. Hún setti mér það æsispennandi verkefni fyrir að vera ritstjóri í hennar stað í dag. Og blaðinu er skilað í dag og fer í prentsmiðju. Djö ... skal ég láta setja mynd af mér á forsíðuna (eins og Oprah) og bara gera allt vitlaust ... múahahahaha.  Vonandi verður umbrotsdeildin snögg svo að ég geti lokið við að lesa síðupróförk á sómasamlegum tíma í dag. Mig langar svo að fara í mat til vinafólks míns í kvöld. Eiginmaðurinn á heimilinu vinnur í þessu húsi (þýðir fyrir Stöð 2, samt ágætur) og ég gæti jafnvel orðið samferða honum í matinn ... Greinilegt að ég borðaði ekki morgunmat, er farin að slefa af tilhugsun um mat hjá matgæðingnum henni vinkonu minni.  

*Dean Koontz (f. 9. júlí 1947), bókin Odd Forever

P.s. Þetta guðdómlega verk er eftir Marc Chagall, uppáhaldið mitt.

P.s. 2: Ég gaf mér alveg óvart bara eina stjörnu fyrir þessa færslu ... ARRRRGGGGGGG!!!!!!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

sofa yfir sig það er bannað.....annars fyrir utan það þá ætla ég að vona að þú eigir góðan dag......

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 08:19

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég sé þig í anda í kornfleksauglýsingarhamnum múhahahahaha

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.1.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Ólafur fannberg

Cherios hamnum nammi namm

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 09:50

4 identicon

Vaknaði hálf sjö í morgun... mætti samt bara rétt fyrir tíu :/ var eitthvað að dunda mér bara ótrúlegt hvað maður getur alltaf verið á síðustu stundu. Það er samt auðveldara að vakna þegar það er engin Kubbur að kúra og heimta klapp. Þannig að þar sem þú ert með tvær kisur þá er sko skiljanlegt að þú sofir yfir þig!   

Ellen (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 13:26

5 identicon

Ásta engill bjargaði stórslysi. Hún verður aldrei kölluð annað en Ásta almáttugur eftir þessa reynslu.

Það er BRJÁLAÐ að gera ... en rosalega gaman. Fer svo í mat til matgæðingsins í kvöld ... fórna X-Factor úrslitunum held ég ... well, endursýnt á morgun!

Gurrí (hin fagra) (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 15:16

6 Smámynd: www.zordis.com

Rosalega falleg þessi mynd af Ástu!  Njóttu og ettu!  g ÓÐA helgi

www.zordis.com, 26.1.2007 kl. 16:46

7 Smámynd: www.zordis.com

Rosalega falleg þessi mynd af Ástu!  Njóttu og ettu!  g ÓÐA helgi

www.zordis.com, 26.1.2007 kl. 16:47

8 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 26.1.2007 kl. 16:47

9 identicon

Gat skeð að Marc Chagall væri uppáhaldið þitt, hann er nefnilega líka uppáhaldið mitt! Við erum andlega skyldar, - ég er ekki einusinni að grínast. Ætlaði að skrifa grýnast, en hætti við það, því þó við skiljum svoleiðis húmor, þá skilja aðrir hann ekki, hvað þá skylja. Tjíhífjíhífjíhí....

Guðný Anna Arnþórsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 01:13

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, er hann líka í uppáhaldi hjá þér? Kemur ekki á óvart!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 493
  • Frá upphafi: 1532163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 426
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ruggustóll og sjal
  • Við Keli
  • Ruggustóll og sjal

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband