Gestrisnir kettir, næstum ástreitnir ...

Kettirnir mínir eru afar gestrisnir og umvefja flesta gesti mína með ást, sýna þeim næstum því ástreitni (ath, nýyrði Guðríðar). Ég náði góðum myndum af Kubbi og Tomma í aksjón þegar tvær Skagadömur kíktu í kaffi í kvöld. Picture 350Kubbur tróð sér í fangið á annarri þeirra um leið og hún settist.

 

Hin skellti sér í eldhúsið hjá „ömmu“ (sjá síðustu færslu) og fékk sér piparköku síðan um síðustu jól. Daman hafði skreytt nokkrar hjá mér og ekki getað tekið þær. Nú voru þær orðnar vel þurrar og óhætt að skella þeim í poka.

Tommi reyndi að þvo henni um munninn, hann er alltaf svo snyrtilegur.

Picture 351Eins og sjá má fyrir aftan hana á myndinni þá eru eldhúsgersemarnar mínar í einni klessu í hillunum. Hlakka til að gera eitthvað í eldhúsmálum svo að dótið mitt njóti sín betur. Á Hringbrautinni voru fínustu hillur hátt uppi undir loft og þar gat ég raðað hlutunum mínum. Býst við að reyna að finna nýjar innréttingar í eldhús og bað himnaríkis í IKEA, er ekki ódýrast þar?

 Jæja, ætla að fara að horfa á gamanmynd á DVD, vona að hún sé skemmtileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

jamm svona eru kettirnir hehehee Átturðu heima á hringbrautinni?

Ólafur fannberg, 27.1.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, í 18 ár og fannst það fínt! Sakna íbúðarinnar oft og góðu nágrannanna en sé samt ekki eftir að hafa flutt á Skagann. Er bara 10 mín. lengur í strætó í vinnuna á morgnana. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, í 18 ár og fannst það fínt! Sakna íbúðarinnar oft og góðu nágrannanna en sé samt ekki eftir að hafa flutt á Skagann. Er bara 10 mín. lengur í strætó í vinnuna á morgnana. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Anna, það er spurning um að láta sérsmíða fyrir sig ... ef ég hefði verið þessi eina með alla rétta í lottóinu væri það ekki spurning. Hheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Flottar kisur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 23:28

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ástreitni gott orð hjá þér.

Viltu prófa það,...... ja t.d. mér? :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2007 kl. 23:29

7 Smámynd: Ólafur fannberg

hlaut að vera kannaðist svo vel við þig

Ólafur fannberg, 27.1.2007 kl. 23:32

8 Smámynd: bara Maja...

Ohhh elska kisur, sérstaklega ástreitnar kisur, æðisleg dýr

bara Maja..., 27.1.2007 kl. 23:33

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ólafur: Verslar þú kannski í Kjötborg eins og ég í 18 ár? Og Heimir Fjeldsted! Hann er fastakúnni. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2007 kl. 23:45

10 Smámynd: Ólafur fannberg

hef sjaldan verslað þar

Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 30
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 1529908

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 136
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband