Frábær tónlistarsíða

Langar að deila með ykkur frábærri tónlistarsíðu. Maður dánlódar ekki lögum af henni, heldur hlustar bara á þau. Setur inn nafn á hljómsveit eða lagi og ef það er til þá birtist það og líka fullt af öðrum lögum sem finna má á lista viðkomandi bloggara.

Lög Bjarkar er að finna þar en þetta er erlend síða með fjölda skemmtilegra laga. Því miður finnst ekkert með Rick Wakeman á henni en ég þarf bara að druslast til að kaupa mér diskana hans sem fyrst. Textalínuna „In Iceland where the Mountains stand with Pride,“ má heyra á miðplötunni hans, Journey to the Centre of the Earth. Sú síðasta (sem ég veit af) fjallar um King Arthur, alveg frábær en sú fyrsta um Hinrik VIII og konurnar hans 6.  (Aldrei of illa farið með góðar eiginkonur ...)

Var að hlusta á Ava Adore með Smashing Pumpkins rétt áðan en erfðaprinsinn gaf mér þá plötu einu sinni í afmælisgjöf og týndi henni svo! Þarna hef ég fundið t.d. Starless með King Crimson, sjúklegt lag, og þegar ég hlustaði fyrst á Street Spirit með Radiohead á þessari síðu var næsta lag á eftir alveg stórskrýtið en skemmtilegt, Woman boat song, þar á eftir kom lag með Muse og fullt af góðum lögum í viðbót.

Sjálf hef ég aldrei dánlódað tónlist eða myndum (kannski af því að ég kann það ekki ...) en mér finnst mjög þægilegt að finna góðan lagalista á síðunni og leyfa lögunum að rúlla t.d. á meðan ég er að vinna ... notalegt með annan köttinn upp á tölvunni sem stendur fyrir aftan skjáinn.  

Picture 351

Hér er slóðin:

www.radioblogclub.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þúsund þakkir fyrir linkinn! Kem pottþétt til með að nýta mér hann í vinnunni.. vantar tilfinnanlega að geta yfirgnæft leiðinlegan tónlistasmekk eins vinnufélagans

Heiða B. Heiðars, 28.1.2007 kl. 00:48

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 00:51

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hef hlustað mikið á tónlist í gegnum hann og er alsæl. Vissulega koma stundum hundleiðinleg lög inn á milli en þá tvíklikkar maður bara á næsta lag ... eða bara sama lagið aftur og aftur ef maður vill! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 00:51

4 identicon

Já, takk fyrir Gurrí, eitt af góðverkum þínum hér í heimi er að hafa kynnt mig fyrir þessari síðu....

Guðný Anna (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 01:23

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takkkkk fyrir þetta! Mun prófa þessa síðu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 1529873

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband