Brim á morgun og kökudraumur í uppsiglingu

Nú hefur sjórinn loksins tekið almennilega við sér ... en það er niðamyrkur og ég nýt bara hljóðsins, ekki séns að ég nenni að klæða mig og fara út. Almennilegt brim hefur verið nokkrum sinnum í vetur og ekki bara í suðvestanátt þótt hún sé í mestu uppáhaldinu. Daginn eftir suðvestanátt koma oft ansi flottar öldur. Við Ellý rífumst stundum um hvorum megin á Skaganum sjórinn sé flottari... en hún býr norðan megin.

Mikið verður gaman að vakna á morgun og sjá brim og öldur. Ég fæ aldrei leið á því að horfa á sjóinn. Brim á leiðinniMaður ætti kannski að fara snemma á fætur, baka fínar kökur og fara að hekla, endurnýja kynnin af fornum myndarskap.

Mikið fannst mér gaman að baka þegar ég var ung húsmóðir og ég heklaði meira að segja gardínur. Núna er það bara vinna, vinna, vinna og sjónvarp. Og bækur. Og tölvan.

Ég man ekki hvort búið var að finna upp tölvur þá, nema kannski hjá NASA, og vídeóbyltingin var rétt að hefjast. Stríðið á milli VHS og Betamax varð blóðugt. Fólk hélt með sínu kerfi fram í rauðan dauðann, sem endaði á dauða Betamax. Nú er VHS-ið að deyja líka. Mikið hef ég lifað mikla umbrotatíma! Við fyrrverandi horfðum á mikið rusl af spólum, enda voru bara ruslmyndir í boði lengi vel en þetta var svo spennandi, einkabíó, margar myndir í röð ef maður vildi og gat. Ljósabekkjabyltingin var að hefjast þarna og fór eiginmaðurinn oft í ljós án sýnilegs árangurs. Hann fór í 15 tíma og þá síðustu 5 fékk hann ókeypis með því skilyrði að segja engum hvar hann fór í ljós.

Jæja, best að fara upp í ef ég á ekki að sofa af mér öldurnar ... aftur. Svo er alveg spurning með kökurnar. Ég er skrambi góður bakari.

Kökur himnaríkis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

brim og öldur ...hljóma vel

Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 03:38

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Eitthvað rámar mig í 2000 kerfið en ekki SV! Entist myndhausinn í 60 klst!!!!! Og voru þetta kannski rándýr tæki? Man hvað vídeótæki voru rosalega dýr í upphafi, keypti tæki fyrir 10-15 árum sem kostaði 70 þúsund, ódýrt miðað við fyrstu árin en svo fóru þau hraðlækkandi. Er að leita mér að vídeótæki núna en tími ekki að borga 11 þúsund fyrir það ... bíð þar til það fer á 4.990 ... eitthvað svoleiðis. Á svo margar fínar spólur, upptökur, sem ég vil ekki glata endanlega. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 12:33

3 identicon

Kökurnar, guð, mmmmmmmmmmmmmmmmmmm....Guðny Anna stynur.

Guðný Anna (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 1529862

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband