28.1.2007 | 19:23
Ísfólkið sem tók stjórnina og prinsessuraunir
Heimildamynd um Margit Sandemo verður sýnd í Sjónvarpinu kl. 20.10 í kvöld. Ég er að hugsa um að horfa. Svo koma tíu mínútur til að slaka á og þá hefst 24. Margit, þessi mesti aðdáandi íslenskrar náttúru kemur hingað árlega, þrátt fyrir háan aldur (82 ára), og ferðast upp um fjöll og firnindi, er t.d. elsta konan sem hefur farið í river rafting. Í síðustu Íslandsheimsókn hennar náði ég viðtali við hana. Hún sagði m.a. þar að Ísfólksbækurnar hafi aldrei átt að verða fleiri en sex en persónurnar tóku hreinlega yfir og vildu láta skrifa um sig. Bækurnar urðu 47.
Fyrstu Ísfólksbókina mína eignaðist ég 1983, keypti hana í algjöru hallæri þegar ég átti ekkert að lesa, erfðaprinsinn var þriggja ára og nágrannakona leit eftir honum á meðan ég hljóp út í sjoppu. Þrátt fyrir að mér litist ekki vel á Ísfólkið, eldgamalt sögusvið, oj bjakk, þá keypti ég fimmtu bókina í flokknum, það var ekkert annað til í sjoppunni. Hún var ekki svo slæm ... þótt ég væri kannski ekki heilluð. Svo fór frænka mín að tala um þessar bækur og að ég yrði að lesa þrjár fyrstu, þær væru svo góðar. Hún lánaði mér sínar og ég var sammála henni, þetta voru fínar afþreyingarbækur. Mörgum árum seinna byrjaði ég með bókaþætti á Aðalstöðinni og kynnti þar bækur af öllum toga. Gerði Barböru Cartland jafnhátt undir höfði og Guðbergi Bergssyni (hvort þeirra selur fleiri bækur?) Og Ísfólksbækur fóru að berast mér, karlarnir mínir í Reykholti, sem gáfu bækurnar út, gáfu mér safnið frá upphafi. Hef ekki kynnt mér aðra bókaflokka Sandemo, enda held ég að Ísfólkið hafi verið stærsta verk hennar. Nú er verið að endurútgefa bækurnar um Ísfólkið og næsta kynslóð rífur þær víst í sig.
Bækur Barböru Cartland eru stórkostlegar. Ég man sérstaklega eftir einni þar sem mjög feit og rík stúlka var látin giftast fallegum en fátækum aðalsmanni. Af því að stúlkan var svo feit og viðbjóðsleg yfirgaf aðalsmaðurinn hana við altarið.
Henni varð svo mikið um að hún féll í dá í nokkra mánuði og vaknaði ekki fyrr en hún var orðin grönn og sæt. Hún ákvað að ná ástum eiginmanns síns í nýja gervinu og það tókst. Hún svaf meira að segja hjá honum og það er það næsta sem Cartland hefur komist í að láta ógift fólk sofa saman. Lesandinn vissi vitanlega að þau voru hjón. Fallegi, granni aðalsmaðurinn yfirgaf hana sofandi og reið af stað til að biðja hlassið um skilnað svo að hann gæti gengið að eiga ástina sína. Mig minnir að henni hafi tekist að komast á undan honum í kastalann sinn og SURPRISE!!! Þetta gleypti maður í sig á unglingsárunum. Þegar ég fattaði að fyrrverandi ástkær eiginmaður var enginn greifi í dulbúningi fékk hann reisupassann. Maður lætur ekki bjóða sér hvað sem er.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 136
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 121
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég þarf að fara að endurlesa þær. Á minnir mig allar bækurnar nema númer 25! Ég bíð bara þangað til þessi eina kemur út aftur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 21:41
las fyrstu síðan ekki meir hhaha.....
Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 21:59
Þú hefur bara ekki þolað þessa erótík og galdrafár allt saman ... heheheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 22:00
neee...bara leti í hæsta gæðaflokki
Ólafur fannberg, 28.1.2007 kl. 22:39
Spurning um að leggja sig þangað til jólakonfektið er gufar upp af rassinum á mér
Heiða B. Heiðars, 28.1.2007 kl. 22:46
Hehhehehehe!!! Aðal-Heiða, þú ert svo fyndin!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 22:51
hmm, féll í dá og vaknaði grönn og sæt.... hlaut að vera skáldskapur... mbk. G.Vala
G.Vala (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 01:09
Ójá, þetta var sko skáldskapur ... Útlitskúgun kvenna hefur greinilega alltaf verið til, kom ekki bara með mjóu módelunum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 08:52
Ég las Ísfólkið á sínum tíma, og hef ekki verið söm síðan. Þó ég myndi seint flokka þetta sem miklar bókmenntir er þetta afar góður punktur hjá þér með Cartland og Guðberg. Það sem selur hlýtur að vera það sem fólk vill heyra fjallað um. Að sama skapi er undarlegt, eins og kom fram í þættinum um Sandemo, að bækur hennar fáist ekki á virtustu bókasöfnum Noregs.
Hvernig er það, getið þið Vélstýran ekki fundið leið til að samþætta komment á bloggunum ykkar (þ.e. á moggabloggi og hinu, ekki að þú og hún eigið að deila kommentum...). Ég er svo skrýtin að ég hef oft jafn gaman af kommentum og færslum.
erlahlyns.blogspot.com, 29.1.2007 kl. 12:21
Ég er, held ég bara, hætt með hitt bloggið, enda tekst mér ekki að setja myndir þar inn lengur. Þarf að setja inn færslu og biðja fólkið mitt hinum megin að breyta hlekknum hjá sér. Svo þarf ég líka að setja bloggvinina mína úr öðrum samfélögum inn hérna, kann það ekki en hlýt að geta fikrað mig áfram með það eins og annað.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.