Strákar eru manneskjur, ekki leikföng!

Mikið var gott að geta sofið klukkutíma lengur í morgun og fá far alla leið í vinnuna ... Takk, Sigga!Hirti helgarblöðin úr póstkassanum og tók þau með í vinnuna. Sem segir mér að ég hreyfði mig ekki úr himnaríki alla helgina, eða síðan seint á föstudagskvöldið!    

InflateToyboy_smlTvær samstarfskonur: 

„Djöfull er hann Logi sætur,“ sagði Nýtt líf.

 „Ohhh, segðu,“ sagði Séð og heyrt.

Handboltaumræður um erfiða tímasetningu leiksins á morgun fyrir vinnandi fólk snerust fljótlega út í slef yfir ákveðnum leikmönnum. Er ég blind eða hvað er í gangi? Ég er sko vitlaus í stráka ... og hef virkilega gaman af því að dást að glæstum mönnum. En ... ég horfi spennt á leiki, ekki læri! Held að Kolla Bergþórs og Sirrý hafi skemmt mikið fyrir okkur konum með óábyrgum athugasemdum í fjölmiðlum um útlit og kynþokka leikmanna og það smitast sannarlega yfir á áhrifagjarnar konur um allt land, allan heim. Það mun taka okkur minnst 50 ár að ná upp virðingu aftur sem alvöruáhugakonur um íþróttir.

boytoycoverOg þar fyrir utan, stelpur ... strákar eru manneskjur, ekki bara eitthvað fyrir augað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Og hana nú ... 

bara Maja..., 29.1.2007 kl. 11:43

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég náttúrlega ýki út í eitt þarna ... auðvitað eru karlmenn ekkert annað en leikföng! Ég fattaði það í hádeginu!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 12:33

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þetta með hádegið kallar á útskýringu, alveg heila bloggfærslu held ég bara ;)

Björg K. Sigurðardóttir, 29.1.2007 kl. 13:10

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehehehe, ókei, fljótlega ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 13:12

5 identicon

Að sjálfsögðu eru karlmenn leikföng eða getur einhver sagt mér til hvort hægt sé að gera eitthvað annað við þá en að leika sér að þeim? Ég hef reynt að þeyta með mínum og það tókst ömurlega illa. Kv. SS:

Steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 13:44

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hefurðu reynt að nota Guðmund sem þeytara? Hreyfir hann þá lappirnar hratt ofan í rjómanum?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 14:08

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sorrí, Anna mín. En mig langaði að vita hvað hún Steingerður meinar með þessu. Ég gantast örlítið hérna á síðunni minni og þetta er komið út í leikföng dauðans!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 1529769

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband