Upprisa geðlæknis, handklæðavakt og fleira

BRU-artunsbrekkaMikið var ég létt á fæti þegar ég hljóp niður milljóntröppurnar í Ártúni, undir brúna og upp lúmsku brekkuna. Það munaði mikið um að vera ekki í sokkabuxum og með einn trefill í stað þriggja eins og undanfarið. Karitas í brekkunni var samferða og náðum við smáspjalli áður en fullur strætó aðskildi okkur. Ég hoppaði í sæti við hlið myndarlegs Skagamanns en hún neyddist til að setjast hjá Mosfellingi.

 

 

Kannan mínBesta vinkona mannsins malaði og útbjó gott kaffi handa mér þegar heim var komið. Sjórinn var úfinn og eiginlega guðdómlega flottur. Svo hófst handklæðavaktin, enda hvasst og regnið lemur rúðurnar á köflum. Á húsfundinum um daginn var ákveðið að gluggar himnaríkis yrðu þéttaðir þannig að ég nota bara hugarorkuna til að láta rigna minna og þá af annarri átt en sunnan þangað til! Hlakka til að vinna heima á morgun og geta notið þess að skotra augum á sjóinn frá birtu til myrkurs. Spáð er suðvestanátt sem ég þakka veðurfræðingum innilega fyrir en ég er ósátt við rigninguna, bara svo það sé á hreinu.  

 

Þá er Taylor lifnuð við, geðlæknirinn geðþekki úr Boldinu. Því miður missti ég af því hvernig stóð á því að Ridge grét yfir opinni kistu hennar (sýnt var frá því) en samt er hún á lífi og með miklu stærri collagen-varir en áður. Geðlæknirinn geðþekkiBíddu, jú, einhver Omar stal henni í höllina sína ... Barbara Cartland hefur greinilega haft hönd í bagga með handritsgerðinni. Mergjaðir þættir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

eru þetta eldgamlir þættir?  Ég hef ekki séð þessa þætti í MÖRG ár en man samt eftir Taylor hjá einhverjum Omar, svona þegar þú segir það...

SigrúnSveitó, 29.1.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Líklega hefur það verið í þáttunum sem ekki voru sýndir hér. Í fyrra urðu aðdáendur þáttanna alveg vitlausir yfir því að rúmum tveimur árum var sleppt til að komast nær nútíðinni ... Prentaði út söguþráðinn af Stöð2.is fyrir Eddu frænku, eða það sem gerðist þessi ár. En mig minnir að þar hafi bara staðið að hún hefði dáið! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Þetta er ótrúlegt bull.  En ég man að ég datt í þessa þætti einu sinni fyrir langa löngu og átti erfitt með að slíta mig frá þeim.  Held það séu 7 ár síðan...held ekki að ég hafi haft stöð sem sýnir þetta síðan...sem er gott og blessað.

SigrúnSveitó, 29.1.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Meiri skepnan þessi Omar!! Eins og það sé ekki nóg að stela konunni heldur sprautar hann collageni í varirnar á henni líka! Týpísk karlremba...  gat hann ekki bara stolið konu með útblásnar varir!!??

Heiða B. Heiðars, 30.1.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 179
  • Frá upphafi: 1529765

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 156
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband