Nýtum nísku þeirra okkur til framdráttar!

MontrassarDanir hófu sálfræðistríð gegn okkur í morgun með aðstoð nágranna sinna, Þjóðverja. Ég veit hvar Danir eru viðkvæmastir fyrir og er hér með magnaða aðferð til að rústa þeim okkur í hag. Fyrst kemur lítil forsaga:

Ættingi minn, ung og falleg kona (auðvitað) fór í framhaldsnám til Danmerkur fyrir nokkrum árum. Hún kynntist nokkrum yndislegum Dönum og líka nokkrum sem voru miður skemmtilegir. Sparsemi þeirra síðarnefndu, eða öllu heldur nískan, var yfirgengileg.

 

Fyrstu íbúðina sína leigði hún af vel stæðum lækni sem bjó á efri hæðinni. Þegar konan, við skulum kalla hana Fríðu, kom heim úr skólanum var læknirinn iðulega búinn að lækka hitann í íbúðinni þannig að mjög kalt var í henni. Fríða bjó ekki lengi þar, enda útungunarstöð fyrir kóngulær í þessu kalda kjallararæksni.

Fríða eignaðist vini úr hópi skólafélaganna og fór í afmæli til eins þeirra. Hann bauð upp á heimabakaðar bollur og Fríða var að hugsa um að taka tvær, hún var svo glorhungruð, en sem betur fer gerði hún það ekki því að aðeins höfðu verið bakaðar 12, fyrir afmælisbarnið og 11 gesti hans ... Svona gekk þetta allt afmælið. Hún var þó næstum viss um að vínberin hefðu ekki verið talin og taldi sér óhætt að fá sér þrjú.

Ekki sturta niðurAfmælisbarnið bað gesti sína um að sturta ekki niður nema þeir væru að gera númer tvö, enda vatn dýrt í Danmörku.

Okkar kona reykti á þessum tíma og ef hún fékk lánaða sígarettu brást ekki að viðkomandi lánardrottinn kom daginn eftir með örvæntingarnískusvip á andlitinu og spurði hvort hún ætlaði ekki að borga til baka ... núna!

 
Ég vona innilega að strákarnir okkar reyni að fá eitthvað lánað, helst peninga, hjá dönsku leikmönnunum fyrir leikinn í dag til að trufla einbeitingu þeirra. Þá held ég að við getum bókað sætan sigur á þeim dönsku!

 

Íslendingar eiga vissulega til heilmikla nísku líka og ég man eftir gamalli vinkonu sem fór á deit með gullfallegum manni. Þau hittust á blúskvöldi á Púlsinum. Vinkonan drakk einn kaffibolla með ábót af og til allt kvöldið en fallegi maðurinn drakk 4-5 bjóra. Í lok kvöldsins sagði hann ekki: „Leyfðu mér að bjóða upp á kaffið!“ heldur: „Eigum við ekki að skipta reikningum?“ Og meinti fiftí-fiftí!!! Hún missti allan áhuga á honum. Það hefði ég líka gert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

HAHAHA!!!  Í Danmörku biður þú ekki um að fá lánaða sígarettu!!  Þú spyrð kurteislega hvort þú megir kaupa eina af viðkomandi!!  Og ég er EKKI að ýkja eða grínast eða neitt slíkt, það myndi mér aldrei detta í hug þegar við erum að tala um svona háalvarlegt mál!!  

SigrúnSveitó, 30.1.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hún "Fríða" mín eignaðist líka fína danska vini sem gengu þó aldrei lengi en svo að spyrja hana hversu margar kartöflur hún ætlaði sér að borða áður en kom í matarboð ... og hve marga kaffibolla hún ætlaði að drekka til að ekki yrði búið til of mikið. Ég er líka á móti brjálaðri eyðslusemi ... hún er lítið skárri. Millivegurinn hentar mér, stundum greifi, stundum nánös! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 14:44

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég fann aldrei fyrir þessari nísku í Dönunum, en Hollendingar eru frægir fyrir svona.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.1.2007 kl. 19:15

4 identicon

Hollendingar líka? Vá, ég hef aldrei heyrt það. Enda þekki ég bara eina manneskju sem var í framhaldsnámi þar, hún lærði að bakka bíl í stæði þannig að aðeins munaði sentimetrum milli bíla ... Hún varð! Enginn Íslendingur sem sagði henni að hún gæti það ekki því hún væri stelpa!!! Hún minnist ekkert á nískuna, hefur eflaust verið nísk sjálf í fátæktinni sinni sem listamaður í námi!!! Hehehhe

Gurrí (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 1529691

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 223
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband