Rétt áðan sól, núna haglél ... æði!

Picture 371Hér má sjá, nánast í beinni útsendingu frá Himnaríki, þegar ógnvekjandi ský kom á fleygiferð frá Keflavík og yfir á Skagann. Augnabliki eftir að myndin var tekin skall á magnað haglél og það dimmdi yfir.

Er veður ekki spennandi fyrirbæri? Og erum við Íslendingar ekki heppnir að þurfa ekki að þola tilbreytingarleysi í veðrinu?

En ég vorkenndi fólkinu sem var í gönguferð meðfram Langasandinum.

Myndin var tekin kl. 15.15 í dag! Mögnuð heimild ... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

sól sól

Ólafur fannberg, 30.1.2007 kl. 15:56

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sjór, sjór!!! Öldur, haglél ... ummmmm

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: www.zordis.com

Það er forréttindi að búa við sýnishornaveðurfar.  Og, þó   Kona er nýkomin í bikiní og þarf að hlaupa í skjól!  Varstu komin á ströndina þegar haglið skall á?  Annars verð ég að segja að þú ert stóröflug í blogginu, næ ekki að fylgjast með!

www.zordis.com, 30.1.2007 kl. 17:07

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhe, ég var einmitt á bikiní niðri á strönd ... NOT! Voga mér ekki út í þetta veður. Enda er ég að vinna.

Ég er líklega duglegri að blogga þegar ég er heima að vinna, þá tek ég mér stöku pásu, fæ mér kaffi og blogga smá.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 17:18

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég elska vond veður svo framarlega sem þau eru fyrir utan húsið mitt. Hér er reyndar rólegt og stillt veður og ekkert mjög kalt. Best er þegar húsið nötrar ef þrumum og himininn lýsir upp af eldglæringum. Það væri nú eitthvað til að horfa á útum gluggann hjá frú Guðríði.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2007 kl. 17:44

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhhhh, ég öfunda þig af þrumum og eldingum. Allt of lítið um slíka dýrð hér á klakanum!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 17:54

7 identicon

Þessi mynd er eins og af yfirskilvitlegu fyrirbæri. En þau koma tæpast frá Keflavík? (Annars elska ég reyndar Keflavík, en það er allt önnur saga...) OG then again: Hvað eru yfirskilvitleg fyrirbæri? Er það ekki eitthvað sem við köllum svo, vegna þess að við höfum ekki haldbærar (" ... ") skýringar á þeim? Hvað hefði blogg verið kallað fyrir 30 árum? Eða e-mail?

GAA (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:44

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Segggggðu, frú GAA! Hefur þú séð myndina What the Bleep do we know? Hún er mögnuð og kemur svolítið inn á þetta. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 1529683

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 215
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband