30.1.2007 | 20:39
Pétur Blöndal vs Oliver Twist
Las athyglisverða færslu á Kratablogginu í dag. Þar segir að Pétur Blöndal hafi enn einu sinni orðið flokki sínum til skammar fyrir ummæli sín um fátækt barna og hag þeirra.
Pétri er vorkunn ef hann heldur að fátækt heimilanna sé vegna óreglu. Slæmt ef fólk trúir orðum hans og tekur undir þetta.
Fyrir 25 árum var ég sko fátæk! Nýskilin með barn í farteskinu og þurfti að fara beint út á viðurstyggilegan leigumarkaðinn. Ég var í skrifstofuvinnu á lágum launum og sveið sárt að vita að karlarnir sem unnu með mér fengu mun hærri laun og sporslur, þeir voru nefnilega fyrirvinnur ... annað en ég?
Staða mín var svo slæm á köflum að ef ég hefði týnt strætómiðakortinu mínu hefði ég orðið að ljúga mig veika ... út mánuðinn. Lúxus, eins og að eiga bíl, kaupa hrygg eða læri í sunnudagsmatinn, djamma um helgar eða fara í ferðalög ... innanlands hefði farið ansi illa með fjárhaginn! Þó fékk ég að heyra frá ólíklegasta fólki að þessar einstæðu mæður hefðu það svo gott með öll þessi meðlög og mæðralaun. Ég þótti svo tekjuhá (!!!) að ég fékk mjög lág mæðralaun, enda bara með eitt barn. Óréttlátt því að m.a. er hægt er að samnýta fatnað barna sinna og ódýrara er að kaupa mat handa t.d. fjórum en tveimur.
Mér tókst að kaupa mér pínulitla íbúð hjá Verkó eftir nokkur ár og þá fór hagur minn aðeins að vænkast en afar hægt.
Sendi erfðaprinsinn í sveit og það kostaði 40 þúsund yfir mánuðinn. Meðlag var þá 10 þúsund og mæðralaun 5 þúsund á mánuði. Ég skildi ekki hvers vegna það kostaði svona mikið, ekki þurfti fólkið þar að kaupa föt á drenginn eða gefa honum hjól og slíkt. Ég var svo heppin að Félagsmálastofnun hjálpaði mér að finna sveitaplássið en ég þurfti að borga dvalargjaldið úr eigin vasa vegna hárra tekna (ég var nokkur þúsund krónum yfir viðmiðunarmörkum). Ég fékk lán hjá stofnuninni og meðlagið var tekið af mér í nokkra mánuði þar til dvalargjaldið var greitt. Það var samt mikil hjálp, annars hefði ég ekki getað þetta.
Ég vil taka fram að ég er ekki að væla neitt, þetta var bara svona en samt var svo gaman að vera til. Ég vissi líka að þetta yrði ekki svona til eilífðar og það reyndist rétt.
Þótt ég sé ekki efnuð manneskja í dag eru aðstæður mínar ekki í nokkurri líkingu við það sem var hérna í denn! Þetta var ekki alltaf Oliver Twist-dæmi, síður en svo.
Einu sinni leigði ég hjá góðri konu sem lækkaði leiguna þegar hún komst að því að ég var ein með barn. Á Þorláksmessu, þegar ég var nýflutt frá henni í eigin íbúð, kom hún til mín með 25 þúsund kall, rúmlega fjórðung mánaðarlauna minna, og gaf mér í jólagjöf. Ég fór beint niður í bæ og keypti almennilega jólagjöf fyrir barnið mitt og veglegri jólamat. Ætlaði okkur erfðaprinsinum hálfan lambahrygg með meðlæti og var alveg sátt við það, enda herramannsmatur. Fjölskylda mín var dreifð um landið og ég var líka of stolt til að biðja um peninga á meðan ég gat staðið með reikningana mína.
Þetta rifjaðist allt upp, baslið og erfiðleikarnir, fyrirlitning sumra og dómharka, þegar ég las um þessi ummæli Péturs Blöndal.
Kannski á maður ekki að skrifa svona persónulega hluti á bloggið sitt, geri það bara samt, enda sýður í mér reiðin.
Ég vildi óska þess að Pétur vaknaði til vitundar um það í hvernig þjóðfélagi hann býr. Það er vissulega til óreglufólk sem rýrir lífsgæði barna sinna en þeir eru án efa fleiri sem eru fátækir vegna annarra hluta, eins og t.d. veikinda, sinna eigin eða barnanna. Lífið er ekki bara svart og hvítt. Þeir ríku og heilögu gegn hinum fátæku og óreglusömu eyðsluklóm.
Ég skora á Pétur Blöndal að kynna sér betur málin áður en hann særir fleiri, stíga niður úr hásætinu og opna augun. Ég er virkilega sár og finnst slæmt að Pétur skuli vera í sama flokki og margir af uppáhaldsstjórnmálamönnum mínum.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 15
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 614
- Frá upphafi: 1529672
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 517
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Heyr, heyr!!!
Og ef það er einhver regla um hversu persónulegt bloggið má vera...þá ætti að vera búið að loka mínum bloggi fyrir löngu!!!
SigrúnSveitó, 30.1.2007 kl. 20:45
Veistu að sögurnar okkar sem urðum undir um tíma og lentum í fátæktargildrunni eiga að heyrast upp, alla leið upp í fílabeinsturna þeirra sem ætla að gera þetta að mannsæmandi þjóðfélagi. Öðruvisi verður ekki hægt að breyta. Og þessi mýta að fæatktin og erfiðleikar fólks séu of "persónulegir" verður að hverfa. Misskilningurinn sem við erum haldinn er að þetta ástand sé persónulegt og að það hljóti bara "eitthvað að vera að okkur" að geta þetta ekki er rugl. Þetta er þjóðfélagslegt mein og verður að uppræta. Það verður hins vegar ekki upprætt meðan við leitum ekki réttar okkar og eignumst rödd sem heyrist og skilst. Alla leið upp í fílabeinsturninn. Stöndum uppi á öxlum hvers annars og byggjum stiga þangað upp og krefjumst réttar okkar um mannsamandi þjóðfélag og fólk við völd sem veit og skilur um hvað barátta venjulegs fólks er.
Gurrí ég tek ofan fyrir þér.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2007 kl. 20:54
Ojojojoj, litlu baunirnar unnu!!
Dóttir mín er bara ánægð, hún hélt með báðum...enda óttalega blönduð...!! 
SigrúnSveitó, 30.1.2007 kl. 21:04
...og núna skammar hún mig fyrir að tala svona illa um baun....ég meina danina...!! Hvað er svona ljótt við baunir...bauna...
SigrúnSveitó, 30.1.2007 kl. 21:07
Hún mamma mín talar alltaf svona illa um dani.....
ólöf ósk , 30.1.2007 kl. 21:09
Andlegt ríkidæmi og blessun er allstaðar í kring um okkur en því miður munu sárþjáðar og fátækar sálir álykta og staðhæfa út í bláinn. það eru varla margir sem flagga orðum þessa ágæta manns sem hann væntanlega er. Svolítið kjánalegt, ekki satt!
Það er ánægjulegt að geta veitt vel og þegar buddan leifir ekki mjólk í miðjum mánuði birtust oft englar með gjafir .... ekki var fátækt mín tengd óreglu heldur álit ég það sem slípun sálarinnar! Vona að ég eigi eftir að geta veitt lið eins og góða konan í þinni sögu.
www.zordis.com, 30.1.2007 kl. 21:33
Sem betur fer skrapar alls konar reynsla okkar sálina og breytir henni í perlu. Gerir mann betri og sterkari. Breytir því samt ekki að það er fólk í stjórnunarstöðum sem hefur ákvarðanir í hendi í sem snertir líf og afkomu fjölda fólks, sem á eftir að skrapast svolítið í viðbót til að skilja um hvað málið snýst. Eins merkilegt og það er ..virðist það helst gerast í gegnum persónulega reynslu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2007 kl. 21:39
Elsku Gurrí. Þú ert hetja, ég vissi það alltaf. Erfitt að lesa að aðstæður þínar hafi verið erfiðar, en frábært að þú skulir opna þessar tilfinningar í þessu samhengi núna. Pétur Blöndal hefur áður sýnt fordóma sína, ferkanntað hugarfar, tillitsleysi og vanþekkingu. Hann dæmist af verkum sínum. Megi hann lesa meira eftir þig og þína líka. Hann þyrfti að fara í andlega yfirhalningu.
GAA (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:40
Og hún Gurrí má líka eiga það að standa með vinum ´sinum í gegnum surt og sætt
Gurrí má líka eiga það að hún stendur með vinum sínum í gegnum súrt og sætt. Segi það og skrifa.
Og svo er engin svikinn af alvöru kaffi og kaffirjóma sem hana sækja heim ásamt kæti og kattafansi.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2007 kl. 21:50
Þið eruð svo yndislegar, ég sit bara með tárin í augunum ... þegar ég á að vera að skrifa lífsreynslusögu fyrir Vikuna. Hringdi í eina gamla og góða vinkonu sem sagði mér frá saumaklúbbsferð frá helvíti. Ég get þakkað fyrir að hafa aldrei verið í saumaklúbbi ... eins og svo margt annað sem ég er þakklát fyrir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 21:53
Engin tilviljun að þessi færsla vekur svona mikil viðbrögð. Ég þekkti þig á þessum frábæru árum og þú varst töffari fram í fingurgóma, en það er ansi nöturlegt að rifja upp sumt af því sem þú mættir á þessari leið. Þú ert búin að gera orð Péturs ómerk hundrað sinnum og hann er bara hreinlega ósvífinn í fáfræði sinni.
Anna (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:44
Það er nú ekki síst vegna þín og annarra góðra vina sem maður komst með stæl í gegnum þetta, óskemmdur og hamingjusamur ... Mér fannst þetta aldrei svo erfitt á meðan á því stóð en ég myndi ekki treysta mér út í þetta aftur nema kannski með alla reynsluna í farteskinu. Ef ég hefði t.d. vitað að námslánin væru hærri en launin mín hefði ég drifið mig miklu fyrr í framhaldsnám en ég held að þetta hafi bara farið eins og það átti að fara. Ég er alla vega sátt á meðan Pétur og kónar hans saka mig ekki um óreglu og óráðsíu (hann má tala við bankann minn hvenær sem er) ... vá, ég hefði ekki einu sinni getað orðið fyllibytta eða dópisti á þessum launum ... hehehehehhe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 22:53
Hvunndagshetja!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.1.2007 kl. 23:32
Skjúsmí, ég er ofurhetja!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 23:41
Afsakaðu hógværðina. Fannst hún bara hæfa þér svo vel.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 00:03
heyr heyr
Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 08:37
Hæ strákar mínir, takk, takk!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 09:10
Ég tek undir með þeim sem hér skrifa að ofan, færslan þín gerir Pétur Blöndal að ómerkingi, og ekki var hann merkur fyrir.
Brynja B (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 09:54
Pétur er jafn mikið fífl og þú ert einlæg! Bjáninn sagði að við ætturm að gleðjast yfir því hvað fiskur væri dýr af því að hann er okkar helsta útflutningsvara!! Viss um að þeir sem þurfa að velja pylsur í staðinn fyrir fisk í kvöldmat eru ekki alveg sammála
Heiða B. Heiðars, 31.1.2007 kl. 10:03
Já, elsku Gurrí mín. Hann Pétur Blöndal gerir það ekki endasleppt. Ég hef aldrei getað fyrirgefið honum orð hans um ellilífeyrisþega. Hann sagði að þeir sem ekki ættu eitthvað í handraðanum þegar komið væri fram á elliár væru óregu- og óreiðufólk. Pabbi minn og mamma áttu engan sparnað þegar elliárin tóku að færast yfir en þau höfðu líka skilað fimm dætrum á legg og kostað þær gegnum langskólanám á verkamannalaunum og það lengst af einum verkamannalaunum. Kannski var það óreiðan í lífi þeirra að eignast allar þessar dætur en ég var svo barnaleg (allt þar til Pétur Blöndal upplýsti mig) að ég taldi að það lægju þjóðfélagsleg verðmæti í því að skila okkur systrunum vel menntuðum út í lífið. En ég er bara fávís kona og Pétur fjármálasnillingur.
Steingerður (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 10:14
Varla neinu við bætandi, því allt sem segja þarf hefur verið sagt hér að ofan. Ég gekk líka í gegnum frekar ,,fátækt" tímabil þegar ég skildi, en átti mjög góða að og allt gekk vel. Ég á hins vegar mjög náinn ættingja sem vinnur í verksmiðju og segi það og skrifa að ef sá ættingi ætti ekki sömu að og ég, veit ég ekki hvernig hann færi að því að lifa. Hann gæti hvorki keypt né leigt. Hann hvorki keypt né rekið bíl (gerir það reyndar ekki). Hann gæti aldrei farið í ferðalög. Hann gæti ekki séð fyrir barni. Hann mætti ekki verða veikur eða þurfa lyf. Hann gæti aldrei keypt föt nema á brunaútsölu. Hann gæti ekki keypt tækifærisgjafir fyrir meira en 1.000 krónur í hvert skipti. Hann gæti aldrei farið í leikhús og sárasjaldan í bíó. Hann gæti aldrei farið út að borða og sárasjaldan keypt sér kaffi á kaffihúsi. Svona mætti lengi telja, og nú erum við að tala um fullfrískan einstakling, sem skilar a.m.k. 40 stunda vinnuviku, hefur ALDREI verið í neinni óreglu og hefur unnið í meira en 20 ár á sama stað. Þrátt fyrir að skila öllu sínu til samfélagsins og er þessi einstaklingur FÁTÆKUR. Hann lifir mannsæmandi lífi fyrir tilstilli ættingja sinna, ekki í sveita eigin andlitis.
Ester (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 13:48
nákvæmlega.
Blöndalinn er idjót.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.1.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.