Óbærileg lyktarreynsla og möguleg viðreynsla í framhaldinu!

Ég vil byrja á því að segja að ég er enn öskureið út í Pétur Blöndal alþingismann en ég ætla að halda áfram mínu striki ... og reyna að lifa lífinu í hamingju þrátt fyrir þessar blammeringar frá honum!!! LoL

Kona í strætó

Annað hvort hafði Ásta elst um 30 ár og þekkti mig ekki lengur eða það var einhver önnur í sætinu hennar í strætó í morgun. Ég muldraði góðan daginn og hlammaði mér hjá henni. Gat því miður ekki þrýst mér að henni til að fá hita, eins og ég geri við Ástu (með leyfi Ástu) vegna ókunnugleika. Eitthvað er ég fáránlega viðkvæm á morgnana en ég þjáðist heilmikið á leiðinni því að það var svo sterk snyrtivörulykt af konunni, svona gömul lykt sem maður fann stundum í æsku af konum sem höfðu puntað sig. Annað hvort var þetta gamalt meik eða ódýrt kölnarvatn. Ég sneri höfðinu í hálfhring, eða næstum því, til að nef mitt þyfti ekki að þola þessar pyntingar. Það sem bjargaði mér var rúðupissið sem bílstjórinn þurfti að sprauta á framrúðuna í Kollafirðinum. Lyktin af því varð um stund yfirsterkari hinni og gat um frjálst nef strokið um stund.  

Pólverji með skegg

Hoppaði léttfætt út á Vesturlandsvegi og náði auðveldlega leið 18. Elsku Pólverjarnir mínir voru þar allir með tölu og þessi elsti, kannski 40+, horfir alltaf soldið sætt á mig. Kinkar kolli kunnuglega. Mér fannst ég greina samúð í augnaráði hans í morgun. Aðeins tvennt kemur til greina. Fína jólaklippingin mín er vaxin úr sér og ég orðin eins og herfa aftur eða hann hann heldur að ég sé mjög fátæk fyrst ég er Íslendingur og þarf að taka strætó! Ég kann ekki að segja á pólsku að ég vilji ekki eiga bíl og ... En kannski talar hann íslensku. Ég hef bara heyrt hann tala við samferðafólk sitt á pólsku.

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er hann bæði allt of gamall fyrir mig og alls ekki sætur. Ég fer ekki ofar í aldri en 38 ára ... eins og Madonna, jafnaldra mín og fyrirmynd í lífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

ég er bara 25

Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 08:40

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Daðr, daðr!!! Nei, það er of ungt, sorrí Óli minn ... kannski 38 plús ... það er fínt. Djók.

Hef hitt eldgamla, geðvonda karlskrögga á fertugsaldri og stráklinga á sextugsaldri ... þetta fer allt eftir hugarfarinu. Þegar ég segi að ég hafi hitt þá á ég við kynnst á lífsleiðinni, ekki deitað!!!

Ég verð að hætta að ýkja svona á blogginu þegar kemur að strákum. Heheheheheh!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 08:50

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Ojojoj, það er ástæða fyrir því að ég get ekki notað strætó...var bara búin að gleyma henni...takk fyrir að minn mig á hana!!  Ilmefnaofnæmi er hvimleitt ofnæmi því það er MJÖG erfitt að forðast að verða fyrir áreiti sem getur framkallað ofnæmisviðbrögð.  Og maður veit aldrei hvenær maður hittir svona gamlar ilmefnakonur í strætó...eða úti í búð...eða hvar sem er...!!!

SigrúnSveitó, 31.1.2007 kl. 08:55

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er þetta sem sagt bara ilmvatnið? Mikið er ég þá fegin að hún marineraði sig ekki í því! Þá hefði ég þurft að færa mig!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 08:58

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvernig eru lærin á honum?

Heiða B. Heiðars, 31.1.2007 kl. 10:06

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Lærin á Pólverjanum? Hélt að þú værir farin að þekkja mig það náið að þú vissir að ég lít á karlmenn sem lifandi  manneskjur ... ekki læri (tíhíhíhíhí). Veit ekki hvernig lærin eru, só sorrí.

Guðmundur. Þetta er hræðilegt, enn ein ástæðan sem ég veit fyrir því að fara aldrei í sund ... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 10:44

7 Smámynd: www.zordis.com

Fékk höfuðverk af lesningunni, og ég spyr fyrir forvitnissakir, er ekki SKYLDA að þvo vel undir höndum og milli fóta og það sem eftir er af búk áður en maður dippar sér í heita pottinn!  Lífið situr á andlitinu á sumum og tilverukreppan leynir sér ekki, liklega finst honum þú æði og þorir ekki að stiga á þín fögru vængi.  Mér finst skeggið á honum flott og það má væntanlega grufla vel í því með poppskál og góða mynd á dvd inu. 

www.zordis.com, 31.1.2007 kl. 14:57

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójú, það er sko skylda að þvo sér vel og vandlega áður en maður fer í heita pottinn eða laugina. Man það þótt ég hafi ekki farið í sund í 20 ár ...

Pólverjinn minn er eflaust hamingjusamlega kvæntur karl. Vingjarnlegur við fögru konuna af Skaganum sem tekur öllu sem daðri!!! heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 15:26

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það léttir alltaf lundina að kíkja við í kaffi hjá þér Gurrí mín. Hérna í englandi er engin skylda að þvo sér áður en maður fer í laugina. Hérna synda kellingarnar með varalitinn á sér, maskarann og gleraugun. Hárið blotnar ekki eða neitt enda ekkert skolaður af skíturinn sko. Ógeð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 611
  • Frá upphafi: 1529669

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband