31.1.2007 | 08:37
Óbærileg lyktarreynsla og möguleg viðreynsla í framhaldinu!
Ég vil byrja á því að segja að ég er enn öskureið út í Pétur Blöndal alþingismann en ég ætla að halda áfram mínu striki ... og reyna að lifa lífinu í hamingju þrátt fyrir þessar blammeringar frá honum!!!
Annað hvort hafði Ásta elst um 30 ár og þekkti mig ekki lengur eða það var einhver önnur í sætinu hennar í strætó í morgun. Ég muldraði góðan daginn og hlammaði mér hjá henni. Gat því miður ekki þrýst mér að henni til að fá hita, eins og ég geri við Ástu (með leyfi Ástu) vegna ókunnugleika. Eitthvað er ég fáránlega viðkvæm á morgnana en ég þjáðist heilmikið á leiðinni því að það var svo sterk snyrtivörulykt af konunni, svona gömul lykt sem maður fann stundum í æsku af konum sem höfðu puntað sig. Annað hvort var þetta gamalt meik eða ódýrt kölnarvatn. Ég sneri höfðinu í hálfhring, eða næstum því, til að nef mitt þyfti ekki að þola þessar pyntingar. Það sem bjargaði mér var rúðupissið sem bílstjórinn þurfti að sprauta á framrúðuna í Kollafirðinum. Lyktin af því varð um stund yfirsterkari hinni og gat um frjálst nef strokið um stund.
Hoppaði léttfætt út á Vesturlandsvegi og náði auðveldlega leið 18. Elsku Pólverjarnir mínir voru þar allir með tölu og þessi elsti, kannski 40+, horfir alltaf soldið sætt á mig. Kinkar kolli kunnuglega. Mér fannst ég greina samúð í augnaráði hans í morgun. Aðeins tvennt kemur til greina. Fína jólaklippingin mín er vaxin úr sér og ég orðin eins og herfa aftur eða hann hann heldur að ég sé mjög fátæk fyrst ég er Íslendingur og þarf að taka strætó! Ég kann ekki að segja á pólsku að ég vilji ekki eiga bíl og ... En kannski talar hann íslensku. Ég hef bara heyrt hann tala við samferðafólk sitt á pólsku.
Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er hann bæði allt of gamall fyrir mig og alls ekki sætur. Ég fer ekki ofar í aldri en 38 ára ... eins og Madonna, jafnaldra mín og fyrirmynd í lífinu.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 12
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 611
- Frá upphafi: 1529669
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
ég er bara 25
Ólafur fannberg, 31.1.2007 kl. 08:40
Daðr, daðr!!! Nei, það er of ungt, sorrí Óli minn ... kannski 38 plús ... það er fínt. Djók.
Hef hitt eldgamla, geðvonda karlskrögga á fertugsaldri og stráklinga á sextugsaldri ... þetta fer allt eftir hugarfarinu. Þegar ég segi að ég hafi hitt þá á ég við kynnst á lífsleiðinni, ekki deitað!!!
Ég verð að hætta að ýkja svona á blogginu þegar kemur að strákum. Heheheheheh!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 08:50
Ojojoj, það er ástæða fyrir því að ég get ekki notað strætó...var bara búin að gleyma henni...takk fyrir að minn mig á hana!! Ilmefnaofnæmi er hvimleitt ofnæmi því það er MJÖG erfitt að forðast að verða fyrir áreiti sem getur framkallað ofnæmisviðbrögð. Og maður veit aldrei hvenær maður hittir svona gamlar ilmefnakonur í strætó...eða úti í búð...eða hvar sem er...!!!
SigrúnSveitó, 31.1.2007 kl. 08:55
Er þetta sem sagt bara ilmvatnið? Mikið er ég þá fegin að hún marineraði sig ekki í því! Þá hefði ég þurft að færa mig!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 08:58
Hvernig eru lærin á honum?
Heiða B. Heiðars, 31.1.2007 kl. 10:06
Lærin á Pólverjanum? Hélt að þú værir farin að þekkja mig það náið að þú vissir að ég lít á karlmenn sem lifandi manneskjur ... ekki læri (tíhíhíhíhí). Veit ekki hvernig lærin eru, só sorrí.
Guðmundur. Þetta er hræðilegt, enn ein ástæðan sem ég veit fyrir því að fara aldrei í sund ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 10:44
Fékk höfuðverk af lesningunni, og ég spyr fyrir forvitnissakir, er ekki SKYLDA að þvo vel undir höndum og milli fóta og það sem eftir er af búk áður en maður dippar sér í heita pottinn! Lífið situr á andlitinu á sumum og tilverukreppan leynir sér ekki, liklega finst honum þú æði og þorir ekki að stiga á þín fögru vængi. Mér finst skeggið á honum flott og það má væntanlega grufla vel í því með poppskál og góða mynd á dvd inu.
www.zordis.com, 31.1.2007 kl. 14:57
Ójú, það er sko skylda að þvo sér vel og vandlega áður en maður fer í heita pottinn eða laugina. Man það þótt ég hafi ekki farið í sund í 20 ár ...
Pólverjinn minn er eflaust hamingjusamlega kvæntur karl. Vingjarnlegur við fögru konuna af Skaganum sem tekur öllu sem daðri!!! heheheheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 15:26
Það léttir alltaf lundina að kíkja við í kaffi hjá þér Gurrí mín
. Hérna í englandi er engin skylda að þvo sér áður en maður fer í laugina. Hérna synda kellingarnar með varalitinn á sér, maskarann og gleraugun. Hárið blotnar ekki eða neitt enda ekkert skolaður af skíturinn sko. Ógeð.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.1.2007 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.