Ofsóknir í matsalnum - frelsum laxinn

Úff, lax í matinn í hádeginu. Ekki uppáhaldsmaturinn minn. Ég reyndi og fékk mér en máltíðin endaði með salatbar og bygggrjónarétti sem var bara nokkuð góður.

Hún er ekki feit hún Sigga sem vinnur með mér og því var hún auðveld bráð fyrir umhyggjusama vinnufélaga í hádeginu ... „Ætlar þú bara að borða eitt harðsoðið egg með kotasælu? Ertu í megrun?“  

Eftir að ég var búin að spyrja Siggu hvort henni fyndist þetta umhyggja eða íhlutun í innanríkismál lamdi ég hitt fólkið og fékk góða útrás við það ...fannst eins og ég væri að berja Pétur Blöndal. Heheh, djók. Þetta var farið að nálgast einelti ... má maður ekki vera matvandur í friði? Siggu finnst mötuneytismatur vondur ... borðar bara góðan mat! Mikið er búið að fara illa með mig í gegnum tíðina fyrir að ég borða ekki hnetur, möndlur, döðlur og rúsínur. Sumum finnst þetta persónuleg móðgun því að hnetur ERU svo góðar ... sure! Frjáls lax

Eitt sumarið forðum þegar erfðaprinsinn var í sveitinni var mér tvisvar boðið í mat ... og í bæði skiptin var lax á boðstólum. Ég kveinaði þegar seinni gestgjafinn, Elfa vinkona, sagði hvað var í matinn. „Þolir þú ekki bein, Gurrí mín, ég skal hreinsa fyrir þig!“ Svo hreinsaði hún fiskinn en samt fann ég þrjú bein og missti matarlystina. Frammi í matsal áðan fékk ég bein upp í mig í fyrsta matarbita. Nú hef ég tekið þá ákvörðun að mér finnst lax vondur ... þessi síðasta martröð núna í hádeginu sannaði það. Ein hugmynd! Hvernig væri að leyfa laxinum bara að vera frjálsum í náttúrunni? Eins og einn strætóbílstjórinn tautaði um hunda þegar hann sá Rottweiler-hund í bleikri peysu í Mosfellsbæ um daginn!

P.s.Reyktur lax er allt annað, hann er sjúklega góður!

P.s. 2:  Héðan í frá fá allir refsistig sem reyna að bjóða mér í lax! Svo ákveð ég einhverja skelfilega refsingu þegar stigin eru orðin nógu mörg. Hehehehe!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Mér dettur í hug: ætli það sé til Bandalag íslenskra mötuneyta?  Nokkurskonar miðstýrð stofnun sem leggur á ráðin um matseðil vikunnar.  Það var nefnilega lax í dag í mötuneytinu sem ég sæki, að vísu reyktur (gott) og svo var graflax-sósa borin með (enn betra).  Það lyftir alltaf brúninni hjá mér, þegar ég fæ góðar sósur. mmmmmmmmmmmmmmmmmm

Guðrún Eggertsdóttir, 31.1.2007 kl. 14:52

2 identicon

Má bjóða þér í lax? ;)

Kv. Dagbjört 

Dagbjört (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheh! Dagbjört komin með refsistig og Guðmundur stendur tæpt!!!

Vildi að ég hefði verið í mötuneytinu hennar Guðrúnar ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 15:23

4 identicon

Viltu ekki einu sinni grafinn eða reykta lax... Það er svo gott en ég er alveg sammála þér með eldaðan lax. Hann er ekki góður og hana nú...

Jóhanna (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 17:42

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Reyktur og grafinn lax er æði, ekki soðinn eða bakaður ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 18:35

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

mmmm, lax. Í öllum formum... Nema reyktur sem er búið að hita. Bjakk. ;-)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.1.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 606
  • Frá upphafi: 1529664

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 509
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband