Óvelkominn gestur í himnaríki

Nú er janúar bara búinn og vorið á næsta leiti. Að minnast svona á vorið minnir mig á ákaflega skemmtilegt atvik, eða hitt þó heldur, þegar við erfðaprinsinn slógumst upp á líf og dauða við skrímsli sem kom óboðið í heimsókn í himnaríki þann 15. maí síðastliðinn. Nú verður þessi hryllingssaga rifjuð upp en ég skrifaði hana á gamla bloggið mitt:

 URRANDI BÝFUGLAR OG ARFASLÆMUR KVIKMYNDASMEKKUR

Útrýming býflugna á Íslandi„Loksins,“ sagði erfðaprinsinn þegar hann sá auglýsingu í sjónvarpinu um nýja hasarmynd Van Damme. Honum hefndist skjótt fyrir það. Risastór býflugnadrottning gerði sig heimakomna í eldhúsglugganum og urraði grimmdarlega. Kettirnir þorðu ekki í kvikindið, enda mæðradagurinn, og ég sigaði prinsinum á illfyglið. Hann kom inn í stofu og þegar ég spurði hann frétta sagðist hann ekki hafa treyst sér til að veiða viðbjóðinn í glas og fleygja út á guð og gaddinn. Ég hnussaði og með glas í annarri og A4 blað í hinni ákvað ég að leysa málið. Eldhúsglugginn nær niður fyrir eldhúsbekkinn þar sem vaskurinn er og ég heyrði bara grimmdarlegt urrið þarna niðri. Svo allt í einu, eins og þyrla sem birtist upp úr gili, kom þetta líka risaskrímsli, svo stórt að stærsta glas heimilisins hefði ekki rúmað það. Ég fór fram í stofu í mikilli geðshræringu. Við það jókst hugrekki erfðaprinsins sem greip hjálm af tertudiski og hugðist nota hann. Þá fannst ekkert blað nógu stórt til að loka skrímslið inni í hjálminum. Tertudiskurinn sjálfur var of þungur og í raun ekki nógu meðfærilegur í bardaga.

Allt í einu rann morðæði á erfðaprinsinn. Hann tók stóra pönnu og réðst til atlögu. Á einhvern hátt tókst honum að kála kvikindinu án þess að brjóta eldhúsgluggann og það er í sjálfu sér hetjudáð. Eftir sátum við með óbragð í munni og leið pínulítið eins og við hefðum murkað lífið úr lóuunga.

Býflugur og geitungar, til hamingju með 20 ára innrásarafmælið!

 

                        -           -           -           -           -           -           -           -           -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

En afhverju finn ég geitung innanhúss í janúar???

Fishandchips, 31.1.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: www.zordis.com

Sultudropi á undirskál ladar ad kvik yndin.  Ef madur er í blódzyrstum ham koma samanlykkjadar gúmmi teygjur ad gódum notkun   Ég slóst vid Innbrotszjóf á sínum tíma og tímdi ekki ad brjóta kampavínsflösku á hausnum á honum.  Löggan sagdi ad zad hefdi verid besta refsingin

www.zordis.com, 31.1.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, Kristín, fannstu geitung hjá þér í janúar? Býrðu í gróðursælu hverfi? Mjög skrýtið.

Zordís, ég bý í kuldarassgati við sjóinn og ekkert þrífst hér nema ég og hrafnarnir. Hvað var býfluga, sem elskar sól og blóm, að gera heima hjá mér? Ekki mun ég reyna að lokka þá enn frekar til mín með sultu ...  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.1.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: www.zordis.com

Vale, vale .... reyndu nú ad taka mynd af einhverjum hrafninum og birta!  Zeir eru svo aedislegir   Skilzig, enn ekki til hardgerdar birkiaettadar flugur.  En samanlykkjadar gúmmí teygjur svínvirka á húsflugur og fiskiflugur ef kisurnar nenna ekki......

www.zordis.com, 31.1.2007 kl. 23:57

5 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Hahahahahahahahahaha, hryllilega fyndin saga

Guðrún Eggertsdóttir, 1.2.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 601
  • Frá upphafi: 1529659

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband