Brimið kvatt með trega í morgun

ÖldurErfitt var að slíta sig frá gluggunum í morgun. Öldurnar voru trylltar og brimhljóðið eitt og sér ...ummmm! Verð að vera dugleg að vinna í dag til að komast snemma heim, háflæði um klukkan fimm, minnir mig. Miklar skvettur, gaman, gaman. Hljóp út í Skútu og elsku bílstjórinn okkar svaf yfir sig ... eða eitthvað. Strætó hefur hingað til verið eins og Akraborgin gamla, eða á réttum tíma, og því fannst okkur voða seint að leggja af stað c.a. þremur mínútum á eftir áætlun. Á sætukarlastoppistöðinni kom minn maður inn (hann hefur einu sinni, tvisvar setið við hliðina á mér) og settist í mitt sæti, ég var kramin í Ástu sæti. Ég sagði manninum frá andlegum sársauka mínum yfir að hafa þurft að yfirgefa brim í stuði í morgun (það var tunglskinsbjart) og þá sagði hann mér nokkuð fróðlegt. Hávaðinn mikli í sjónum sem í raun bendir til meira brims en er, táknar að kuldakafli sé í nánd, frost kannski!!! Mig minnir að Stormurinn hafi nú spáð því í gær ... sjórinn vill bara hnykkja á því! Best að fá sér kaffi og morgunmat og svo að vinna, vinna, vinna!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Dásamleg sýn sem zú hefur alla daga!  Ég sé léttklaedda vinnumenn, um1.60 + á haed, ad grafa upp göturnar hjá mér ....  Verdugur fródleiksmoli frá zínum manni!

www.zordis.com, 1.2.2007 kl. 08:29

2 Smámynd: Ólafur fannberg

brim... mæti á staðinn gaman að kafa i undiröldu hreinsar og tæmir magann

Ólafur fannberg, 1.2.2007 kl. 08:31

3 identicon

Velkominn, Óli minn. Kafaðu við Langasandinn fyrst (verst hvað það er grunnt fyrir framan hjá mér) og komdu svo í kaffi í himnaríki á eftir!  

Gurrí (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 09:41

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sætukarlastoppu....... hvað??

Nýyrði yfir strætóskýli? 

Heiða B. Heiðars, 1.2.2007 kl. 09:44

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Síðasta stoppistöðin á Skaganum er alltaf full af stórum og stæðilegum körlum á öllum aldri. Auðvitað slefa ég, hvað er annað hægt ... og réttnefni yfir þessa strætóstoppistöð er sætukarlastoppistöðin.

Ég hugsa að mín stoppistöð (þegar ég hleyp ekki út í Skútu) hafi hæstu greindarvísitöluna og mesta fríðleikann, amk stelpurnar, næsta á eftir inniheldur íþróttafrík osfrv.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 10:05

6 identicon

Hæ elsku Gurrí mín. Heimurinn er lítill en bloggheimurinn enn minn...örheimur. Ég kíkti á bloggsíðu systur minnar, fór þaðan á síðu Katrínar Snæhólm og rakst þá á lista bloggara; m.a. þig og Þórdísi, sem er nú næstum því nágranni minn hér á Spáni Anyway, nú verð ég fastagestur á síðunni þinni. Örugglega gaman að lesa allt sem þú skrifar. Bestu kveðjur frá Spáni. Silja Dögg (www.folk.is/flamengo)

p.s. Má ég bæta þér á bloggaralistann minn? 

Silja Dögg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:10

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

SILJA DÖGG! Æði, ég vissi ekki að þú byggir á Spáni ... Er þetta síðan þín, folk.is/flamengo? Set þig að sjálfsögðu inn sem bloggvin, reyndar kæmir þú undir Tenglar fyrst þú ert ekki á Moggablogginu ... Pant fara á bloggaralistann þinn.

 Já, Guðmundur, það er ekki betri leið til að vinda ofan af sér en í strætó (þægilegri rútu) og lygna aftur augunum eða spjalla ... og finna sjálfan sig!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 12:21

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Talandi um lítinn heim... Silja Dögg systir Gerðar og Gumma

Heiða B. Heiðars, 1.2.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 599
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 502
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband