Skemmtilegt ...

HúsmóðirGóður matur í hádeginu í dag, sér í lagi grænmetisrétturinn. Við fórum að spjalla saman nokkur, eins og svo oft áður. Einn samstarfsmaður minn er heima núna að passa fyrir konuna sína, litlu börnin þrjú. Hann sagði við annan samstarfsmann okkar um daginn: „Nú verður konan mín að fara að skila einhverju til heimilisins. Hún hefur verið heimavinnandi í mörg ár og hún er ekki að fokking brillera þar!“Við orguðum úr hlátri. Annar lenti í skrýtnu atviki í gær. Hann fann peningaveski í drullupolli, sá ökuskírteini og fékk upplýsingar um símanúmerið hjá 118. Hann hringdi og sagði veskiseigandanum frá fundi sínum. Unga stúlkan varð ofsaglöð og sagði: „Æði, værir þú til í að skutla því til mín?“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fyrir nokkrum vikum fann ég veski með gommu af peningum, síma, snyrtibuddu og öllum skilríkjum. Hringdi í eigandann sem sagði "Ó fokking greit, kem eftir tíu" Sagði henni að ég yrði ekki heima fyrr en tveimur tímum seinna og það kostaði stapp að fá hana til að sætta sig við að hún gæti ekki fengið mig til að samþykkja að breyta planinu. Fannst frekar fúlt að afhenda henni veskið. Mér fannst ég svo óóóóóógeðslega næs :)

Heiða B. Heiðars, 1.2.2007 kl. 14:49

2 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Einu sinni var bankað á dyrnar hjá mér. Fyrir utan stóð maður sem ég hafði aldrei augum litið. Hann otaði VISA-korti að mér og sagði: „Er þetta ekki kortið þitt?“. Það reyndist vera rétt hjá honum. Hann hafði ætlað að kaupa bensín í sjálfsala og þegar hann kom að græjunni sem tekur við peningum, sá hann einmana VISA-kort standa út úr raufinni. Hann gerði sér lítið fyrir, hringdi í VISA til að fá að vita heimilisfangið (ekki nóg að fletta mér upp í símaskrá, of margar Guðrúnar þar) og ók heim til mín, til að skila kortinu, - keypti bensín fyrir sig fyrst. Þetta gerði hann á örskotsstundu, þar sem ég var nýkomin heim eftir bensínkaupin, þegar hann var kominn til að skila kortinu. Svo var hann farinn og þó ég ætti að bjarga lífi mínu, myndi ég ekki þekkja hann á götu. Heiðarlegur maður það, ég held hreinlega að hann hafi vinninginn. - Sorrí -

Guðrún Eggertsdóttir, 1.2.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekki spurning! VISA-kallinn vinnur :)

Heiða B. Heiðars, 1.2.2007 kl. 16:20

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Visa-kallinn vinnur. En Guðmundur, þetta var vinnufélagi minn sem fann veskið, ekki ég. Mér hefði fundist mikið kurteislegra hjá henni að spyrja þakklát hvar hún gæti nálgast það ... og vinnufélaga míns þá að bjóðast til að skutla því til hennar! Það hefði getað orðið hjónaband út úr því, gaurinn er á lausu, ungur og sætur! Ég veit ekki hvernig þetta fór ... en hann skutlaði því alla vega ekki til hennar.

Fólk!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 16:49

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, spoiled brat þarna á ferð, greinilega :-D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.2.2007 kl. 17:02

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, einhver sem hefur fengið allt upp í hendurnar ... nema kurteisi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 615
  • Frá upphafi: 1529651

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 517
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband