Fyrstu túristarnir, brim og leiser sem leikfang

Fyrstu túristarnirNáði 15.50 ferðinni heim í dag. Rosalega lengir það daginn að koma heim í björtu.
Fyrsti túristinn er kominn til landsins og mætti hann í strætó, ásamt vinkonu sinni. Ég túlkaði á milli stúlknanna og bílstjórans en áfangastaður þeirra var Esjan. Næstfallegasta fjall landsins á eftir Akrafjalli. Þær ætluðu ekki í fjallgöngu, heldur að kíkja á aðstæður og taka svo vagninn klukkutíma seinna til Reykjavíkur aftur. Bjartar! Ég sagði þeim að bílstjórinn myndi kíkka eftir þeim ... if you are still alive! gat ég ekki stillt mig um að bæta við. Það er aldrei of illa farið með góða túrista. Ég man hvað við Hilda systir skemmtum okkur konunglega þegar við hræddum tvo puttalinga, ungar stelpur frá Frakklandi, í Húnavatnssýslunni um árið. Þegar við vorum farnar að tala um serial road killers áttuðu þær sig á því að við vorum að grínast og hlógu dátt. Þær hafa því getað talað um fagrar en skrýtnar konur á Íslandi eftir að heim var komið.

 

 

Picture 376Brimið mitt er ekki alveg byrjað, hlakkaði til að deila því með ykkur hér á blogginu en háflæði verður ekki fyrr en kl. 17-18 í dag. Er orðin svo mikill nörd að ég hef keypt mér Almanak Háskólans núna tvö ár í röð, sem er reyndar metsölubók sem táknar að til eru ansi margir nördar á Íslandi. Þar má finna flóðatöflur og önnur skemmtilegheit.

Tómas köttur vælir af alefli núna, kvartar kannski yfir því að fá ekki hollari mat hjá mér. Ég neyðist til að kaupa Whiskas-þurrmat sem er eins og hamborgari og franskar á mannlegan mælikvarða, segir dýralæknirinn þeirra. Það er svo erfitt að burðast með hollan kattamat á milli póstnúmera. Whiskas er auðvitað ekkert óhollur, hann er bara fitandi fyrir inniketti, held ég.

Picture 378Ég kann ráð við því. Ég á leiser-lyklakippu sem gömlu hróin elska. Við lyklahljóðið koma þeir báðir skoppandi og heimta að fá að elta leiser-punkt! Mikið fjör. Þarf að skella þeim í daglegar æfingar.

Mikið vildi ég að það væri svona mikill leikur í mér ... Ég er í hálfgerðum vítahring, oft illt í fótunum eftir hroðalega slysið á ógæfumölinni í september sl. og læknirinn saumaði NÍU spor í annað hnéð á mér og setti teygjubindi um hitt. Ég myndi jafna mig miklu fyrr ef ég væri styrkari og eitthvað um tveimur kílóum léttari en ég þarf soldið meira en leiserlyklakippu til að koma mér í stuð ... heheheh!

 

Tvær samstarfskonur byrluðu mér inn ógeðsdrykk í morgun, hann var kannski ekki vondur en ... ekki mjög góður heldur. Rosalega hollur og ég er að springa úr klikkaðri orku núna. Þær eru í heilsuátaki og fara ekki lengur saman í smók, heldur til að útbúa hollustudrykki í eldhúsi Gestgjafans. Ég er alveg til í að ganga í klúbbinn þeirra á morgnana, fá eitt glas af drykk fyrst hann hefur svona góð áhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég tók strætó heim á miðvikudaginn í síðustu viku og þá voru þýskir túristar í strætó, spurðu mig kurteislega þegar á Skagann kom; "Where do we go?".  Ég spurði á móti hvað þau vildu sjá, þau langaði að sjá höfnina...ég gat vísað þeim leiðina!!!

SigrúnSveitó, 1.2.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, Flórens mín, hittir þú FYRSTU ferðamennina? Og allir koma þeir á Skagann. Þetta ætti að segja fólki ýmislegt ...

Guðmundur! Þessir dekurkettir mínir vilja ekkert nema kattamat og mannatúnfisk. Ég hef soðið fisk ofan í þá en þeim finnst það ekkert sérstakt ... borða hann með semingi bara af því að þeir vita að kettir EIGA að borða fisk. Heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Auðvitað koma túristar beint á skagann. Eftir að greinin birtist í útlenska dagblaðinu hérna um lauslátu blaðakonuna sem daðrar daglega við íslenskan öldugang lögðu margir saman tvo og tvo og leggja nú  í langferð til eyjunnar í norðri í leit að....????

I don´t know. Skildi ekki öll orðin.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 23
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 609
  • Frá upphafi: 1529645

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband