Jennifer og Gurrifer

Jennifer LopezVið Jennifer Lopez erum ekkert svo ólíkar, hún er kannski með aðeins feitari rass en ég, miðað við annað umfang, en kröfur okkar í lífinu eru næstum þær sömu.
Báðar krefjumst við þess að skipt sé um ljósaperur á vinnustað okkar til að tryggja að við séum aðlaðandi í daufri birtunni. Ég fór reyndar fram á kertaljós en samstarfsmenn mínir samþykktu það ekki vegna hættu á augnskaða við að rýna í pappíra og svona. Sæst var á 25 kerta perur og vasaljós við hverja tölvu sem má þó aldrei beina að mér eða koma í þriggja metra fjarlægð frá mér. Þetta virkar. Enginn í vinnunni minni heldur að ég sé degi eldri en 25 ára. Ég gæti þess að flissa reglulega til að hnykkja á þessu.

Jennifer vill sjóðheitt, kúbverskt brauð, ég vil volgt normalbrauð með osti.

Jennifer vill pakka af Skittles, ég vil pakka af Extratyggjói í silfurlitum umbúðum.

Jennifer vill úrval af áleggi og ostabakka, ég vil Óðalsost og svo snittur á föstudögum.

Jennifer vill ilmkerti, ég vil að samstarfsmennirnir fari í baðbombubað á morgnana.

Jennifer vill liljur, ég vil rauðar rósir, nýtíndar og að flogið sé með þær frá Bandaríkjunum.

Jennifer er með fylgdarlið, ég hef heila rútu af fólki með mér á morgnana.

Svona gæti ég lengi haldið áfram. Ég hef sungið, dansað og leikið í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Sungið m.a. með Kór Langholtskirkju, Fílhamóníu og Mótettukórnum. Ég lék á sannfærandi hátt tónleikagest í Húsinu (fræg kvikmynd) og einnig sjúkling, hjúkrunarfræðing og brúðkaupsgest í Heilsubælinu í Hveragerði(frægur sjónvarpsþáttur).

Það er því ekkert skrýtið að ég gangi undir nafninu Gurrifer í vinnunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er nefnilega það sem ég held! Sumar stjörnur eru bara ríkari en við, sá er eini munurinn ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 19:42

2 identicon

Vá, þið eruð þvílíktir tvífarar, þið Jennifer. Reyndar finnst mér þú miklu sætari, og svo ert þú afskaplega fim með pennann - og mun fimari en hún - allavega á íslensku.

Guðný Anna Arnþórsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:28

3 identicon

Ekki leiðum að líkjast ´- það er að segja fyrir Jennifer ;-)

Anna (www,blog.central.is/annabjo) (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég sé það núna þegar þú segir það. Var allltaf að spá á hvern þú minntir mig. Tantrumin ykkar eru líka jafnfræg. Gleymi ekki hvernig þÞ gast stundum látið þormóð skjálfa af hræðslu og gera allt sem þú vildir þegar þú tókst dívuköstin þín. Þið eruð næstum eins og systur svei mér þá.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2007 kl. 22:43

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhahahahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 22:53

6 identicon

hija,var lengi að fatta að þú værir flutt !  En já, þú og Jenny eruð tvíbbar, það er enginn vafi.   Nú þarftu bara að finna þér eiginmann með anorexíu til að verða eins :-)

Svava (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 00:52

7 identicon

Mér fannst þú alltaf minna mig á einhvern frægan...nú fatta ég. Vasaljóstrikkið alveg að gera sig Gennifer ofurskutla

Silja Dögg (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 01:50

8 identicon

Sorrý, Gurrifer...

Silja Dögg (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 01:51

9 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 08:20

10 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Elsku Gurrifer.   Þú er náttúrulega miklu flottari en Jennifer.  Jennifer - who?

Við hinar þurfum að læra taktana hjá þér, til að komast með tærnar eitthvað nær hælunum þínum.  Verðurðu kannski með námskeið?

Guðrún Eggertsdóttir, 2.2.2007 kl. 08:35

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Og ég sem hafði ekki hugmynd! Er sem sagt "in the presence of greatness"

Heiða B. Heiðars, 2.2.2007 kl. 09:43

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko, Jennifer er heimtufrek gella sem kann ekki að meta það sem hún fær. Ég græt af gleði yfir deyfðum ljósum í vinnunni og það er ekki rétt að mér sé bara illt í augunum vegna of lítillar lýsingar. Ég græt af því að ég er svo humble manneskja ... stórmenni þótt ég sé svona falleg og fræg fyrir leik minn í Heilsubælinu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 09:48

13 Smámynd: bara Maja...

 VÁ ! ótrúlegt.

bara Maja..., 2.2.2007 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 589
  • Frá upphafi: 1529625

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 494
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband