1.2.2007 | 19:10
Jennifer og Gurrifer
Við Jennifer Lopez erum ekkert svo ólíkar, hún er kannski með aðeins feitari rass en ég, miðað við annað umfang, en kröfur okkar í lífinu eru næstum þær sömu.
Báðar krefjumst við þess að skipt sé um ljósaperur á vinnustað okkar til að tryggja að við séum aðlaðandi í daufri birtunni. Ég fór reyndar fram á kertaljós en samstarfsmenn mínir samþykktu það ekki vegna hættu á augnskaða við að rýna í pappíra og svona. Sæst var á 25 kerta perur og vasaljós við hverja tölvu sem má þó aldrei beina að mér eða koma í þriggja metra fjarlægð frá mér. Þetta virkar. Enginn í vinnunni minni heldur að ég sé degi eldri en 25 ára. Ég gæti þess að flissa reglulega til að hnykkja á þessu.
Jennifer vill sjóðheitt, kúbverskt brauð, ég vil volgt normalbrauð með osti.
Jennifer vill pakka af Skittles, ég vil pakka af Extratyggjói í silfurlitum umbúðum.
Jennifer vill úrval af áleggi og ostabakka, ég vil Óðalsost og svo snittur á föstudögum.
Jennifer vill ilmkerti, ég vil að samstarfsmennirnir fari í baðbombubað á morgnana.
Jennifer vill liljur, ég vil rauðar rósir, nýtíndar og að flogið sé með þær frá Bandaríkjunum.
Jennifer er með fylgdarlið, ég hef heila rútu af fólki með mér á morgnana.
Svona gæti ég lengi haldið áfram. Ég hef sungið, dansað og leikið í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Sungið m.a. með Kór Langholtskirkju, Fílhamóníu og Mótettukórnum. Ég lék á sannfærandi hátt tónleikagest í Húsinu (fræg kvikmynd) og einnig sjúkling, hjúkrunarfræðing og brúðkaupsgest í Heilsubælinu í Hveragerði(frægur sjónvarpsþáttur).
Það er því ekkert skrýtið að ég gangi undir nafninu Gurrifer í vinnunni.Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 3
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 589
- Frá upphafi: 1529625
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 494
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Það er nefnilega það sem ég held! Sumar stjörnur eru bara ríkari en við, sá er eini munurinn ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 19:42
Vá, þið eruð þvílíktir tvífarar, þið Jennifer. Reyndar finnst mér þú miklu sætari, og svo ert þú afskaplega fim með pennann - og mun fimari en hún - allavega á íslensku.
Guðný Anna Arnþórsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:28
Ekki leiðum að líkjast ´- það er að segja fyrir Jennifer ;-)
Anna (www,blog.central.is/annabjo) (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:40
Já ég sé það núna þegar þú segir það. Var allltaf að spá á hvern þú minntir mig. Tantrumin ykkar eru líka jafnfræg. Gleymi ekki hvernig þÞ gast stundum látið þormóð skjálfa af hræðslu og gera allt sem þú vildir þegar þú tókst dívuköstin þín. Þið eruð næstum eins og systur svei mér þá.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.2.2007 kl. 22:43
Hahahhahahahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 22:53
hija,var lengi að fatta að þú værir flutt ! En já, þú og Jenny eruð tvíbbar, það er enginn vafi. Nú þarftu bara að finna þér eiginmann með anorexíu til að verða eins :-)
Svava (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 00:52
Mér fannst þú alltaf minna mig á einhvern frægan...nú fatta ég. Vasaljóstrikkið alveg að gera sig Gennifer ofurskutla
Silja Dögg (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 01:50
Sorrý, Gurrifer...
Silja Dögg (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 01:51
Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 08:20
Elsku Gurrifer. Þú er náttúrulega miklu flottari en Jennifer. Jennifer - who?
Við hinar þurfum að læra taktana hjá þér, til að komast með tærnar eitthvað nær hælunum þínum. Verðurðu kannski með námskeið?
Guðrún Eggertsdóttir, 2.2.2007 kl. 08:35
Og ég sem hafði ekki hugmynd! Er sem sagt "in the presence of greatness"
Heiða B. Heiðars, 2.2.2007 kl. 09:43
Sko, Jennifer er heimtufrek gella sem kann ekki að meta það sem hún fær. Ég græt af gleði yfir deyfðum ljósum í vinnunni og það er ekki rétt að mér sé bara illt í augunum vegna of lítillar lýsingar. Ég græt af því að ég er svo humble manneskja ... stórmenni þótt ég sé svona falleg og fræg fyrir leik minn í Heilsubælinu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 09:48
bara Maja..., 2.2.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.