Ekki að spyrja að þessum körlum ...

Ákvað í morgun kl. 6.10 að það væri enn mið nótt, stillti klukkuna á 7.10. Er því klukkutíma seinna á ferð en vanalega. Himinn og jörð hafa ekki farist ... en ég og prófarkalesararnir getum ekki ólátast núna eins og við gætum gert fyrir klukkan átta ef það væri meiri leikur í okkur.

Andrúmsloftið á gáfustoppistöðinni á Skaganum var fremur fjölþjóðlegt. Með mér biðu tvær konur; önnur er indverskur vísindamaður og hin er króatísk og vinnur í skóla.

Þetta ætlaði að verða dásamlegur dagur!   

EngladagurÞegar ég tek strætó svona "seint" frá Akranesi er mér hent út, eins og hverju öðru rusli, í Mosfellsbæ og má húka þar í heilar þrjár mínútur. Heppni mín hófst eiginlega með því að André Bachman gleðigjafi (André og Gleðigjafarnir er danshljómsveit, fyrir þá sem ekki vita) var undir stýri á leið 15. Þegar við lentum á stoppistöðinni næst á undan Ártúni var klukkan nú orðin frekar margt, c.a. 8.37 ... en kl. 8.34 átti leið 18 að vera í Ártúni ... Nú voru góð ráð dýr. 

Ég skrúfaði frá sjarmanum og notaði bæði skagfirska og þingeyska þokkann þegar ég fór og talaði við André. Nú, það var eins og við manninn mælt, André gerði allt vitlaust hjá stjórnstöð Strætó og ég hefði ekkert þurft að hlaupa nema bara upp á að fá flottan rass. Lúpulegur 18 kom og ég tilkynnti honum að ég og sú króatíska værum "kerlingarnar" sem hann átti að hafa augun með. Hann flissaði bara. Nú, svo gekk myndarmaður út úr strætó með mér ... sjálfur eiginmaður fyrrum borgarstjóra, ISG. Ég horfði bænaraugum á hann, nýtti þriðja þokkann, eða þann sem ég hef frá Helluvaði á Rangárvöllum þar sem afi minn fæddist. (Hann hét Jónas Jónasson, alnafni hins afa míns í föðurætt nema sá var frá Flatey á Skjálfanda og auðvitað hét langalangafinn Jónas líka, þessi frá Hróarsdal í Skagafirði. Skil ekki hvers vegna ég var ekki látin heita Jónas! Ástæðuna má víst finna í Sérstæðum sakamálum 3. tbl. 8. árg.)

Nú, þetta dugði á Hjörleif (sem héðan í frá verður kallaður Hjörleifur almáttugur) og hann leyfði mér að koma með sér inn um dyrnar Sögu-film megin en þar þarf kort og augnlestur og fingrafaraskann og líkamsleit til að komast inn ... þ.e.a.s. ef maður kemst heill yfir krókódílasíkið og síðan jarðsprengjubeltið næst húsinu 

... not, það þarf bara starfsmannakort sem ég hef ekki, enda á ég að fara inn Birtíngsmegin sem er mun lengri leið. Tveir karlar búin að gera sitt til að bjarga deginum ... hver verður sá þriðji?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ok.. komin með sætukarlastoppistöðina á hreint... en gáfustoppistöð

Heiða B. Heiðars, 2.2.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gáfumannastoppistöðin er stoppistöðin mín þegar ég nenni ekki út í Skútu, the aðalsteisjon. Viðvera mín þarna í heilt ár hefur hækkað greindarvísitöluna mikið (líka á sjálfu Akranesi) en ég verð líka að telja indversku vísindakonuna með. Hún finnur lækningu við ýmsum sjúkdómum með honum Kára. Þetta er gáfumannastoppustöðin.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég skil

Heiða B. Heiðars, 2.2.2007 kl. 10:04

4 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er greinilega lukkudagur ....  Svífur um eins og engill um helgina.  Svo verður það fullkomið í fjórða   Þú átt 2 eftir áður en kvöldið kitlar þig.

www.zordis.com, 2.2.2007 kl. 10:06

5 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Gaman þegar dagarnir byrja svona sexí og gáfumannslega - og enn ekki komið hádegi.  Það verður spennandi að frétta hvernig dagurinn þróast

Guðrún Eggertsdóttir, 2.2.2007 kl. 11:18

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðmundur!!! Arrrggg! Nei, ég hætti að þora að blogga um bílstjórana mína ef ég held að einhver þeirra lesi þetta bull. Það þvingaði mig ógurlega þegar Harpa mín á Skaganum gaf einum bílstjóranum þar upp bloggfangið mitt ... sem var ekki alveg rétt, sjúkk, en svo klúðraði Ásta því endanlega og skrifaði það niður fyrir hann.

Skilaðu frekar kveðju ... æ, þú ræður þessu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 13:20

7 identicon

skvísa-enn einu sinni hefur þú bjargað hjá mér deginum. Ætla að skrifa Árna Sigfússyni og heimta almennilega strætó, segja honum hvað þið hafið það æðislegt á Skaganum, sætakalla- og gáfumannastoppistöðvar og allt... Þú lifir svo spennandi lífi-er ekki kominn tími til að setja þetta niður á bók? Svona Bridget Jones stíl Ég mundi allavega kaupa hana.

kikka (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 13:58

8 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 588
  • Frá upphafi: 1529624

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 493
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband