Skyldumæting nema útvíkkun sé tíu ...

KjúklingasalatMissti af 18 niður í Skalla eða jafnvel Ártún, maður hefur alltaf val í lífinu. Ákvað að taka leigubíl upp í Mosó, get leyft mér það vegna þess hvað ég spara mikið á því að eiga ekki bíl. Bílstjórinn var yfirmáta hress, ofsaglaður að fá feitan túr ... svona í fyrsta sinn sem hann keyrir eftir átta mánaða sjúkraþjálfun og aðgerðir. Hann lenti í bílslysi en einhver ók mót rauðu ljósi og inn í bílinn hans. Þessi elska hafði átt bílinn í nokkra daga, splunkunýjan úr kassanum, bíl sem hann hafði keypt þegar hann var nýskriðinn upp úr krabbameinsmeðferð. Þetta var svo glaður og hamingjusamur maður sem á eflaust eftir að lifa lengi út á jákvæðnina.
Við vorum komin snemma upp í Mosó þannig að ég keypti mér guðdómlegt salat hjá KFC, eins og við Guðrún kaupum okkur stundum þegar hún kemur með mér á Skagann.

Óli PalliEkki var öll gleðin úti því að strætó kom beina leið frá Skaganum, beið ekki niðurfrá eftir að ein mínúta væri í brottför ... og var ekki bara elsku sparibílstjórinn, þessi sem er „hættur“, undir stýri. Rétt fyrir brottför komu tvö börn og stressuð móðir sem var að senda þau í sveitina til afa, ömmu, ömmu og afa. Þetta voru börn Stellu og Óla Palla (Rás2). Hún rauk á mig og kyssti mig og bað mig innilega afsökunar á því að hafa ekki komist í afmælið mitt í fyrra. Lofaði bót og betrun. Börnin sátu við hlið mér, hinum megin við ganginn og ég bað þau að skila kveðju til afanna og ammanna sem þau hlökkuðu greinilega til að heimsækja.

Akranes febÞegar ég bjó í annað sinn á Skaganum (18-24 ára) var eitt hús á milli mín (og fyrrverandi) og afa og ömmu krakkanna Stellu megin. Þetta var tímabilið sem ég sat inni saklaus ... í hjónabandi. Við vorum við sjóinn hinum megin á Skaganum og sú búseta gerði mig endanlega sjó- og öldusjúka! Mig dreymdi gamla húsið mig í draumi sem vöku en svo fékk ég að skoða það í fyrra og ástin á húsinu hvarf. Myndi velja himnaríki fram yfir hvenær sem er.  

Hahhaha ég á tæp sjö ár í að teljast eldri borgari (55) og geta keypt mér elliíbúð á Spáni, kannski með Madonnu. Gjörsamlega æðislegt. Það hefði verið fúlt að þurfa að bíða til 60 ára, 67 ára eða jafnvel 70 ára. Ég er byrjuð að safna! Byrjaði milli 18.30 og 19.00 í dag. Þegar ég heyrði þetta í fréttunum í strætó. Best væri ef ellilaunin yrðu færð niður til 55 ára. Þá á maður kannski hálfa öld eftir ... ef maður borðar hollan mat, reykir ekki, hreyfir sig mikið og passar að hlaupa ekki fyrir öskubíl, hlær mikið og á gæludýr (kött eða eiginmann). Ég uppfylli alla vega tvö skilyrði. Annars er stórhættulegt að verða elsta manneskja heims, það er bráðdrepandi, eins og fréttir síðustu vikurnar bera vitni um.  

Fann boðskortið frá Sigþóru. Afmælið er á morgun. Sjúkk! Fyndið boðskort. „... þeir sem ekki eiga heimangengt vegna ófærðar eða 10 í útvíkkun láti mig vita ...“  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

að vera elsta manneskja jarðkringlunar er hættulegt allir/allar sem hafa náð þessum titli deyja fljótt......

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 20:15

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, finnst þér ekki? Ekki eftirsóknarverður titill, lífshættuleg frægð!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Ólafur fannberg

ég tek aldrei strætó....siðast 12-13 ára þá fór ég mína síðustu strætóferð......

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skagastrætó er svo vinsæll að það þýðir ekki að vera með venjulegan vagn, við erum í þægilegri rútu. Vantar bara hlaðsvein með kaffi og veitingar ... og svo tollfrjálst svæði undir sjónum ... í Hvalfjarðargöngunum. Það yrði sko handagangur í öskjunni, hehehehehh! Allir að kaupa tollfrjálsan varning, 70 manns á 7 mínútum eða svo. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 20:59

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, kæri Guðmundur! Ég er líka húkkt á blogginu þínu ...  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 21:46

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hættu að vera sona skemmtileg! Hef ekki endalaust tíma í að athuga hvort þú ert búin að blogga

Heiða B. Heiðars, 2.2.2007 kl. 22:41

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skal beita áhrifum mínum þannig að nýjustu færslur birtist alltaf á mbl.is undir blogg. Hehhehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 22:43

8 identicon

Ég elskan öldufíknina þína, hún er hreinlega heillandi. En varðandi elstu konu í heimi þá viðurkenni ég aldrei að elsta manneskja í heimi deyji fyrr en sú seinasta gerir það, því þegar elsta manneskja í heimi deyr, þá er hún ekki lengur elsta manneskja í heimi heldur ein af fjölmörgum dánum manneskjum í heiminum og önnur manneskja hefur tekið hennar stað. Þetta er rökleysa.

En Hvalfjarðargöngin, ekkert smá sem ég dái þau, ekkert rok, engin hálka. Ég vil göng alla leið, var ég ekki búin að nefna það einhvern tíma áður???

Anna (www.blog.central.is/annabjo) - aðdáandi þín og bloggsins þíns (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 23:23

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er hárrétt hjá þér með elstu manneskju heims! Já, og Hvalfjarðargöngin, mikið væri gott að losna við rokið á Kjalarnesinu stundum ... þegar maður kemst ekki heim vegna þess að vindkviðurnar fara yfir 34 m/sek. Sem er ekkert ... ef maður væri á einkabíl, straumlínulaga formúlubíl, ohhh, sem minnir mig á, hlakkar þú ekki til Formúlunnar, frúAnna? Og heldur þú ekki enn með Coultard? Hann er flottur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 23:34

10 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Já er það ekki vafasamur heiður að verða elsta manneskja heims?  Einhversstaðar las ég þessa speki: Lífið er hættulegur sjúkdómur, dauðatíðnin er 100%. 

 

Guðrún Eggertsdóttir, 3.2.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 576
  • Frá upphafi: 1529592

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 486
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband