Sjokk í kjölfar myndagúggls

HlemmurMaður finnur ótrúlegasta fólk þegar maður gúgglar myndir. Þar sem ég fann t.d. mynd af Óla Palla áðan prófaði ég að setja nafnið mitt ... og kræst!!! Persónur úr heimildamyndinni um Hlemm birtust hver af annarri og nafnið mitt undir.

Hlemmur 2Ég skrifaði umsögn í Vikuna um myndina og hafði ÞETTA  upp úr því. Svo var villa í umsögninni, stóð eitthvað um ... „lífið á Hlemm.“ Ég sagði örugglega HlemmI.

En maður hefur sætt sig við annað eins í gegnum tíðina, t.d. myndina á debitkortinu, ég er eins og vélsagarmorðingi á henni. Þessi hryllingur er líka á kreditkortinu sem ég þarf að nota í útlöndum. Maður í bókabúð á lestarstöð í Ameríku virti myndina heillengi fyrir sér, hafði aldrei áður séð ljósmynd á Vísakorti og fannst þetta stórmerkilegt. Ég sagði kuldalega eftir smástund: „Now I will have to kill you!“ Hann hló ekki að myndinni, held að hann hafi skilið örvæntingu mína yfir henni. Svona er að gleyma að senda nýja mynd af sér fyrir endurnýjun ...

 
Ellý X-FactorÉg var ánægð með X-Factor í kvöld og létti all svakalega þegar krakkarnir hennar Ellýjar sluppu allir í gegn. Þessi Guðbjörg er algjört náttúrutalent! Hún hlýtur að komast langt. Og ef Palli heldur svona glæsilega áfram með Hara-hópinn sinn, Karíus og Baktus stelpurnar frá Hveragerði, munu þær líka verma eitt af efstu sætunum. Þjóðin elskar þær, eins og Guðbjörgu. Annars er fullt af góðu fólki þarna sem á eflaust eftir að syngja sig inn í hjartað á manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Myndin í debet/kreditkortunum mínum er alveg í lagi.  En á myndinni í vegabréfinu lít ég út eins og útjöskuð vændiskona. 

Svava S. Steinars, 3.2.2007 kl. 02:58

2 identicon

VÁ, hvað þú bloggar mikið, nú þegar ég er loksins byrjuð að lesa. En alls ekki fækka færslunum, þær eru hver annarri skemmtilegri.

Ég vona að þeir lækki "ellimörkin" svo þú getir flutt til Spánar. Kemur þá til mín í kaffi og við bullum saman:-) Sjórinn er ekki langt undan að það besta er að maður þarf ekki að vera í snjógalla og með lambhúshettu þegar maður fær sér göngutúr á ströndinni á veturna. Hér er líka heill haugur af myndarlegum, einhleypum, ríkum mönnum...hva, varstu að segja...búin að panta miða?

Silja Dögg (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: www.zordis.com

Tek undir með Silju, bönns af ríkum, fögrum og rennilegum karlmönnum.  

www.zordis.com, 3.2.2007 kl. 11:03

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hún Guðbjörg er sko að læra að syngja hjá Hallveigu systur :-D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.2.2007 kl. 15:05

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, er það ekki!!!! Sú má vera stolt af stelpunni!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.2.2007 kl. 15:08

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ekki smá! :-)

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.2.2007 kl. 15:29

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Guðbjörg er flott söngkona og á bara eftir að batna með aldrinum. Svo er hún mega krútt. Hún hlýtur að ná langt í þessari keppni. :)

Svala Jónsdóttir, 3.2.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 571
  • Frá upphafi: 1529587

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband