3.2.2007 | 14:53
Fréttaritari með blátt blóð
Bestu vinirnir í æsku voru frábærir en þeir voru ekki síðri þessir sem ég fann í bókunum. Skil varla hvernig ég gat verið í útileikjum fram á kvöld og tekist jafnframt að klára barnadeild Bókasafnsins á Akranesi. Vond veður hafa kannski bjargað einhverju. Í bókasafninu fann ég vini á borð við Percival Keene, Bob Moran, Kim, krakkana úr Enid Blyton-bókunum og fjölmarga aðra.
Ég var ansi ung, kannski níu ára, þegar ég varð fyrir fyrstu alvarlegu vonbrigðunum með fullorðna fólkið. Þá hafði ég staðið í biðröð við bókasafnið þegar það opnaði klukkan fjögur, þaut svo inn og náði mér í Kim og frímerkjaþjófana og Dularfulla húsbrunann. Ég flýtti mér með fenginn heim og var búin með báðar bækurnar eftir tvo tíma, alla vega. Ákvað að kvöldið yrði óbærilegt án bóka og dreif mig aftur í bókasafnið fyrir lokun. Þar var kona að vinna, ekki Ásta mín, sem sagði það bannað að taka fleiri en tvær bækur á sólarhring ... þótt ég væri að skila þeim sem ég hafði tekið. Mig minnir að þá hafi ég horft á bækurnar hennar mömmu og uppgötvað ýmsa gimsteina. Þar leyndist m.a. Ráðskonan á Grund, Gestir í Miklagarði, Beverly Grey, Rósa Bennett og annað sem ég gleypti í mig.
Góð tilfinning að vera ekki lengur háður vondu konunni í bókasafninu sem vann reyndar ekki nema mjög stuttan tíma þar. Ásta hjálpaði mér aftur á móti inn í heim fullorðinsbókanna og sýndi mér Kapítólu, Systir Angelu, bækur Theresu Charles og Barböru Cartland.
Meðfram því að lesa þurfti ég svo að ákveða hvað ég ætlaði að verða í framtíðinni. Mig langaði að verða fréttaritari eins og Beverly Grey, hjúkka eins og Rósa Bennett og mamma, eða jafnvel sjómaður eins og Percival Keene en áttaði mig þó á því að stelpur gætu aldrei orðið sjómenn (innræting bókanna) og margt fleira. Í fullorðinsdeildinni féll ég fyrir prinsessubókunum hennar Cartland og ákvað að þannig lífi vildi ég lifa.
Skelfileg vonbrigði mættu mér næstu áratugina á eftir. Það var ekki fyrr en ég endurlas Beverly Grey að ég kom til sjálfrar mín. Nú er ég fréttaritari eins og hún og alsæl með lífið.
Svo er ekki verra að vera prinsessa inn við beinið.
Það kemur alla vega blátt blóð í sprautuna þegar mér er tekið blóð!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 29
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 590
- Frá upphafi: 1529585
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 500
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Dúddamía, ég fæ barasta nostralgíukast yfir þessari færslu þinni. Við höfum orðið "kindred spirits" löngu áður en við kynntumst Gurrí mín. Barnabókadeildin á bókasafninu kláraðist flótt og ég er ennþá alveg hissa á því að ég komst alltaf klakklaust heim af bókasafninu, þar sem ég byrjaði að lesa bækurnar um leið og ég fékk þær í hendur og las alla leiðina heim. Bílstjórarnir hafa líklega verið með augu allan hringinn og ég er þeim innilega þakklát fyrir það.
Beverly Grey fannst mér ægilega klár
Guðrún Eggertsdóttir, 3.2.2007 kl. 15:27
Enid Blyton fanst mér skemmtileg og gat ekki lagt frá mér bækurnar fyrr en ég gat lokað þeim fulllesnum!
Þar sem ég er ekki mikill lestrarhestur hvet ég dóttir mína sem rúllar upp hverri bókinni af fætur annari og var stolltust þegar hún kom heim og hafði gerst meðlimur á bókasafninu í bænum okkur. Ég er stollt af henni
www.zordis.com, 3.2.2007 kl. 16:02
'Eg elskaði Nancy Drew. Hún var ekki einkaritari heldur einkaspæjari. Las ekki minna en 4 bækur á dag frá því að ég var agnarlítil og flý enn inn í draumaheim bókanna. Nema nú nenni ég ekki að lesa skáldsögur, og ástarsögur eru löngu farnar á bálið. Ætli ég sé ekki bara enn húkkt á einhverjum dularfullum og ævintýralegum leyndardómum og földum fjársjóðum?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.2.2007 kl. 16:18
Nancy var sko ein af vinkonunum, ég hefði alveg eins getað endað sem einkaspæjari eða málafærslumaður, eins og pabbi hennar (og pabbi)... hehehhe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.2.2007 kl. 16:29
Las þetta allt saman upp til agna...Nema Theresu Charles og Barböru Cartland, fékk hnút í magann yfir ósjálfbjarga konunum. Fyrstu fullorðinsbækurnar sem ég las voru Greifinn af Monte Christo og Olnbogabarn nr.3xx og eitthvað. Las þær sömu helgina og sveiflaðist á milli aðdáunar á hetjutilburðum og gráturs. Líklega öll kvenlægu genin mín kvikknað þessa helgi
Heiða B. Heiðars, 3.2.2007 kl. 16:31
Óskilabarn 312! Láttu mig vita það, það væri nú gaman að lesa hana aftur, hvernig allir foreldrarnir sem reyndu að sanna að þeir ættu hana, án DNA-rannsókna, ... og ég þjáðist líka með greifanum góða í fangelsinu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.2.2007 kl. 16:40
Aha! Óskilabarn 312!! Fyrsta manneskjan sem þekkir hana nógu vel til að minna mig á hvað bókin heitir
Ég grét söltum tárum yfir þeirri bók.... man að pabbi kom inn til mín um hánótt alveg eyðilagður yfir ekkasogunum frá herberginu mínu. Gleymi aldrei svipnum þegar hann áttaði sig yfir hverju ég grét hehe
Heiða B. Heiðars, 3.2.2007 kl. 16:46
Hahhahahahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.2.2007 kl. 16:50
Maður mátti taka 10 bækur vikulega í Bókabílnum þegar ég var lítil og mér fannst það allt of lítið. Var búin með barnabækurnar níu ára og flutti mig þá í fullorðinsdeildina og kynntist Alistair McLean :-) Ég las allar Nancy, Ævintýrabækurnar, Dularfullu bækurnar, Sjö saman, Tom Swift, Frank og Jóa, Rósu Bennett, Viku flugfreyju, Bob Moran, Beverly Gray og ég veit ekki hvað. Skil ekki hvaða nasistastælar það voru að takmarka hvað maður taka mikið hvern dag eða viku. Í dag væru menn ofsakátir ef tækist að láta börn lesa meira en eina bók á mánuði.
Svava S. Steinars, 3.2.2007 kl. 22:40
Já, nú eru engar hömlur en það er bara of seint ... ehehhehe, Það var gaman að flytja í bæinn 13 ára og mega fá ótakmarkað af bókum. Ég burðaðist með tvo kúfaða bókapoka minnst tvisvar í viku frá Þingholtsstræti á Bollagötuna ... en það var þess virði.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.