Er himnaríki að hrynja?

Picture 389Loftljósið í bókaherberginu virkar ekki, peran virðist vera farin ... eftir aðeins tæpt ár, ég flutti inn í himnaríki 10. febrúar í fyrra og peran virkaði traust!

Og ég kann ekki að skipta, skrýtinn, skrúfaður kúpull, flókið og ógnvekjandi dæmi, sýnist mér. Hverjum dettur líka í hug að setja upp svona ljós, hvorki fallegt né einfalt?

Samkvæmt venjum himnaríkis mun lömpum bara fjölga í herberginu þar til einhver snjall kemur í heimsókn og bjargar málum. Þótt það taki vikur.

 

 

 
AlþýðanÉg fékk uppþvottavél í þrítugsafmælisgjöf frá nánustu fjölskyldu. Það liðu 11 mánuðir þangað til hún var tengd. Tveir píparar mættu eftir að ég hringdi í þá (með c.a. þriggja mánaða millibili) könnuðu aðstæður, lofuðu að koma fljótlega en sáust aldrei aftur. Sá þriðji hringdi óvart á dyrabjöllunni hjá mér í júlí, það var leki í íbúð á neðri hæðinni. Ég greip hann glóðvolgan og hviss, bang, vélin var komin í gang samdægurs! Svona eiga iðnaðarmenn að vera!

Hann var í vinnu fyrir Húsfélag Alþýðu (já, ég tilheyrði einu sinni alþýðunni) og fannst lítið mál að tengja eina, litla uppþvottavél sem stóð uppi á eldhúsbekk. Hann tryggði mér mörg þægileg ár, þessi elska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já frú Guðríður. Einhversstaðr segir..Svo á jörðu sem og himni. Himnaríki er ekki undanskilið röskunum sem eru að ganga yfir jörðina og terrorisma. Þú ert bara að verða eins og sumir stjórnmálamenn. Ekki í neinni tengingu við það sem er að gerast á jörðinni..hehe.

"Komdu niður kvað hún Kata..Komdu niður kvað hún amma kata..komdu niður, komdu niður komdu niður sungu þau öll í kór..á stoppistöðinni í Mosó.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.2.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Snilld að kalla hana Friðbjörgu. Skil ekki hvers vegna þvottavélin á heimilinu í London sem ég var sem au pair var látin heita Sigurhjörtur! Fannst það fyndið. En ég er afar þakklát fyrri íbúum hér að hafa skilið gömlu uppþvottavélina eftir.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.2.2007 kl. 17:52

3 Smámynd: www.zordis.com

Eiginmaður minn afþakkaði uppþvottavél að gjöf frá foreldrum mínum.  Nú sér hann alfarið um allt sem heitir uppvask, nema ég þurfi að svala geðinu!

www.zordis.com, 3.2.2007 kl. 19:02

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Elsku besta! Þú verður bara að hella þér út í djúpu laugina! Við prinsessurnar, sem erum of góðar fyrir alla plat-prinsanna, verðum að kunna svona hluti sjálfar!!

Heiða B. Heiðars, 3.2.2007 kl. 19:05

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elllllsssgggan mín, ég kann sko allt, nema á svona tæki ... ljósakúpla, ætla sko ekkert að biðja einhvern karl um að hjálpa mér við þetta. Fæddist með ofsahræðslu gagnvart rafmagni! Rafvirkjar eru í guðatölu hjá mér, bara fyrir að þora!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.2.2007 kl. 19:18

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

....og ekki gleyma óguðlega reikningnum! 

Þoli ekki svona ljósakúppla! Man eftir einhverju svona dæmi þar sem ég ákvað bara að brjóta helv... niður

Heiða B. Heiðars, 3.2.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 586
  • Frá upphafi: 1529581

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 496
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband