Fínasta afmæli og mögnuð fiskisúpa

Picture 393Afmælið reyndist ekki vera sú afplánun sem ég bjóst við, heldur hin besta skemmtun. Ég þekkti engan nema afmælisbarnið en kvíði minn var ástæðulaus. Ég gleymdi varalitnum heima en það kom ekki að sök, hef haft hálfgert ógeð á varalitum síðan ég komst að því að meðalkona borðar nokkur kíló af varalit yfir ævina ... Sigþóra var með flottan hatt, hún er fræg fyrirsæta, vinnur hjá Rekstrarvörum og sat fyrir á mottuauglýsingu fyrirtækisins, eins og sjá má!!!

Börnin hennar Sigþóru höfðu planað allt og gáfu henni veisluna í afmælisgjöf. Elsti sonurinn, Hallgrímur, er á síðasta ári í Leiklistarskólanum og fór á kostum sem veislustjóri.

Picture 397Systur Sigþóru, Vatnasystur, fluttu lag við frumsaminn texta en svo kom afmælisgjöfinn frá fyrrverandi eiginmanni sem var þarna hrókur alls fagnaðar. Hann hafði ákveðið fyrir mörgum árum hvað hann ætlaði að gefa Sigþóru og sagði að einu sinni þegar þau hefðu átt pening ætlaði hann að fá Tinu Turner til að koma. Síðan minnkaði í buddunni og þá var stefnan tekin á Diddú. Eftir að peningarnir kláruðust voru góð ráð dýr ... en hann fann unga Skagastelpu með dúndurrödd, Ylfu Flosadóttur, sem söng Summertime fyrir Sigþóru sem náttúrlega klökknaði feitt!

 
Ég tók mynd af Sigþóru uppi á stól en eins og sonur hennar lýsti henni: „Hún er bara rúmur metri á hæð og verður að standa á stól,“ og Vatnasystrum. Hallgrímur er með gítarinn.

Fiskisúpan var æði, algjört æði, enda næstelsti sonurinn kokkur hér á besta veitingastaðnum á Skaganum. Ellý kom upp úr kl. 23 og sótti mig, þá var hún háttuð en fór bara í pels yfir náttfötin. Við erum svo stilltar stelpurnar hér á Skaganum.  Ég meira að segja steingleymdi að tæta í körlunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

bara Maja..., 4.2.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Guðmundur, það var meira að segja minnst á Nonna í Koti, löggu með meiru og brandari sem hann sagði í Þorrablóti nýlega endurtekinn. Kannski hann komi í næstu færslu ... þótt hann sé pínku dónalegur! Og ég tepra.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 00:19

3 Smámynd: Svava S. Steinars

Argh, þetta með að konur éti nokkur kg af varalit yfir ævina hljómar ekki vel.  Mun aldrei sjá varalit aftur í sama ljósi.  En frábært að þú skemmtir þér vel essgan  Öfunda þig af súpunni

Svava S. Steinars, 4.2.2007 kl. 01:30

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er þá engin meðalkona...nota amk ekki varalit!!

SigrúnSveitó, 4.2.2007 kl. 09:44

5 Smámynd: www.zordis.com

Geggjað fjör hjá ykkur.  Koddu með söguna um Nonna í Koti.  Þú setur bara eitthvað fyrir augun á meðan þú hamrar á tölvuborðinu!  Spennnnnnnt

www.zordis.com, 4.2.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 573
  • Frá upphafi: 1529568

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband