Akranes ... langþráð kaffihús að koma

Picture 406Átti skemmtilegan fund undir hádegi í morgun. Já, ég veit, hrikaleg tímasetning. En ég fór og sá nýja kaffihúsið sem mun opna hér á Skaganum, á besta stað í bænum (Kirkjubraut), á föstudaginn kemur. Hún María, sem er eigandinn, vildi bjóða mér upp á latte og sýna mér staðinn.

 
Mikill heiður og mikil opinberun. Þvílíkur metnaður sem hefur verið settur í þetta. Glæsilegur staður en samt heimilislegur. Sófar, borð og ýmis skot, bókahilla, full af bókum. Meira að segja sætt barnaskot með bókum og púsluspilum.

 

Picture 407Og svo er hægt að komast út í gamla skrúðgarðinn, Suðurgötumegin. Styttan sem var í gosbrunninum, strákurinn með fiskinn (eftir Guðmund frá Miðdal) fer aftur upp og geta þá þeir gestir sem vilja vera úti í sólinni í sumar notið styttunnar og blómanna. Þegar ég var lítil fannst mér alltaf gaman að fara í skrúðgarðinn, hann hefur nú minnkað helling síðan þá ... en ég hef kannski stækkað.

 Opnað verður klukkan sex á morgnana fyrir þá sem vilja góðan kaffisopa áður en strætó til Reykjavíkur leggur af stað korter fyrir sjö frá Suðurgötunni, hinum megin við skrúðgarðinn. Mikið vona ég að við Skagamenn tökum höndum saman og verðum dugleg að fá okkur latte eða bara venjulegt kaffi þarna, allar mömmurnar með barnavagnana hittist og monti sig af sætu ormunum sínum ...

Picture 410Bærinn verður með upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í einum salnum þarna þannig að við komumst kannski á kortið aftur. Eftir að Akraborgin hætti að ganga hefur bærinn lagst í hálfgert dá, að sumra mati. Ég verð ekki svo vör við það, enda vinn ég í höfuðborginni.  

Ég spurði Maríu um verðlagið og hún verður með sama verð á kaffinu og er hjá Te og kaffi, þaðan sem hún kaupir kaffið.

Ég tók nokkrar myndir ... en veit að mikið á samt eftir að gera, t.d. setja upp fleiri myndir á veggina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þetta elsku Gurrí og aðrir Akurnesingar. Mér líst einkar vel á þetta alltsaman. Verður ekki bara að fara hópferð á Skagann úr þessu...? Það fer kannski að líða að bloggvinamóti?

Guðný Anna (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 15:10

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki galið að hittast þarna, frekar rúmur afgreiðslutími, held ég! Og afar kósí umhverfi þótt það sjáist kannski ekki nógu vel á myndunum. Jú, það fer að líða að bloggvinamóti!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 15:19

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skrambi líst mér vel á þetta!!! Við þurfum enga aukarútu, stórir og góðir langferðabílar fyrir hátt í 70 manns keyra þessa leið sem strætó! Spurning bara um að komast á safnasvæðið! Svo veit ég ekki hvenær Rvíkurstrætó fer að stoppa við kaffihúsið en það líður vonandi að því. Það væri munur að geta staðið upp frá góða kaffinu og gengið út í vagninn! Ég skal fara að njósna! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 15:32

4 Smámynd: www.zordis.com

Bær án kaffihúss er eins og maður án . Til hamingju með þetta frábæra framtak......

www.zordis.com, 4.2.2007 kl. 17:56

5 identicon

Þakka fyrir heimsókn þína í gær.  Góður Latte og spjall er kærkomin endir á góðri helgi á besta stað á landinu...AKRANESI.  Við ættum að taka okkur slagorðið hans Gunnars úr Kópavogi.  Gott er að búa á Akranesi!!!!

María (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 50
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 582
  • Frá upphafi: 1529555

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 492
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband