Er hik alltaf sama og tap?

Picture 322Held að ég nenni ekki að láta gera upp himnaríki. Það eru 11 ár síðan ég gerði slíkt síðast og ég er enn hvekkt þótt uppskeran hafi verið góð. Þurfti að flytja til mömmu í hálfan mánuð og setja kettina í pössun í Kattholti. Þar veiktist Keli minn svo mikið að hann var lagður inn á gjörgæsludeild Dýraspítalans í Víðidal, með næringu í æð! Kæruleysi mínu að kenna ... eða því að Dagfinnur var ekki enn kominn til skjalanna á Skólavörðustígnum ... með þjónustu heim! Keli minn rétt svo tórði en bara til að fá krabbamein í afturlöpp síðar, aðeins sex ára gamall ... og mikil sorg þegar þurfti að lóga honum.

Þá grét erfðaprinsinn út úr mér nýjan kött ... herra Tómas sem er eiginlega alveg eins í útliti og Keli heitinn. Svo miklu kelnari að hann malaði sig inn á Fjólu gömlu (10 ára) og var kominn á spena hjá henni innan tveggja vikna. Þar undi hann sér næstu þrjú árin og Fjóla elskaði hann eins og son sinn. Eins og hún hvæsti mikið á hann fyrst. Fyndið að sjá hann á spena, svona miklu stærri en “mömmuna”. Ég reyndi mikið að fá hann til að hætta þessu en það gekk ekki vel. Svo vældi hann út í eitt þegar hún hvarf (dó) ... rak upp gól eins og úlfur. En hann hefur alltaf verið viðkvæmur (væluskjóða), þessi elska!

LjóniðIðnaðarmennirnir gengu hryllilega illa um og ég þurfti að fara á hverju kvöldi (með strætó) og ganga frá eftir þá, henda rusli og þess háttar, og svo upp í Breiðholt til mömmu.

Ég veit að íbúðin verður svo miklu flottari ... en húsnæðislánið hækkar líka til muna, vá, hvað ég þarf að hugsa þetta vel.

 

Kannski ég breyti bara svefnherberginu mínu og geri það  konunglegt í stíl við smekk ljónsins!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég held að konungleg líðan falist ekki í umhverfinu.  Þú ert prinsessa, hvort sem er !  En breytingar eru oft nauðsynlegar og óhemjufórnir sem oft þarf að færa!  Þú breytir rétt fyrir þig og kisulýsnar þínar .......    

www.zordis.com, 4.2.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Himnaríki er fullkomið, þarft ekki að breyta því.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.2.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það hefði verið freistandi að brjóta vegg milli eldhúss og stofu, opna rýmið betur ... en svalirnar nýju skemma hvort eð er eiginlega útsýnið sem hefði komið í ljós við þetta. Kannski málning á baðið og fleiri hillur þar og í eldhúsinu geri bara útslagið. Og það kostar ekki formúgu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 576
  • Frá upphafi: 1529571

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband