4.2.2007 | 23:41
Svik vélstýrunnar, Jónína Ben kemur við sögu
Þá er erfiða gátan hjá skessunni leyst.
Einhver $/&%/$$% rúllaði þessu upp eftir að hálfur Moggabloggheimur hefur brotið heilann um þetta í allt kvöld, frestað baðferð og svona.
Svo er þetta nafnorð bara frekar algengt og víst það eina á íslensku sem endar á V-i, að sögn Aðal-Heiðu skessu.
Eftir mikið bölv og ragn lét ég annan taka af mér heiðurinn.
Sá mér til mikillar angistar áðan að ég er dottin úr 78. sæti niður í 82. sæti á vinsældalista Moggabloggsins! Hvað er eiginlega með Jónínu Ben, Þórarin Eldjárn, magaminnkun, Ómar Ragnarsson og fleiri sem byrjuðu á eftir mér og hafa rokið upp listann með hraða eldingar?
Vélstýran lofaði mér miklum frama hérna á þessu bloggi, ég yrði varla meira en vikuna að ná upp í topp 10! Nú hef ég bloggað afar gáfulega um strætóferðir, himnaríki, fallega menn, ketti og helling í viðbót í þrjár vikur en er lúser!
Á toppnum sitja Simmi, Denni og Hrafn ... reyndar skítsæmilegir bloggarar, en ég lít á þetta sem svik vélstýrunnar ... hún er sjálf á topp tíu. Ég bíð bara spennt eftir því að fyrirtæki sem hljóta að fara að blogga bráðum, t.d. Hjónabandsmiðlun Hjördísar, Brotnir handleggir hf, Bílasala Bergmundar hrekji hana úr hásætinu! Tímaritið Bílar og sport er t.d. rétt fyrir ofan mig. Af hverju getur það ekki sent speki sína út á pappír eins og önnur tímarit? Og Nýkratar? Hafa þeir ekkert annað að gera, Wake Up, það eru að koma kosssssningar!!!
Héðan í frá verður hér aðeins að finna eitthvað áhugavert um fiskeldi í Téténíu, lýs á spendýrum, ígulkerjaveiðar og slíkt sem mun hjálpa mér upp á topp þrjá á örskömmum tíma!!!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 22
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 583
- Frá upphafi: 1529578
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 493
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Flott mynd
En hvernig í ósköpunum færðu út að þú sért í 78.sæti?????
Heiða B. Heiðars, 4.2.2007 kl. 23:49
Maður fer inn á mbl.is, ýtir á blogg og þegar allt þetta gullfallega fólk (bloggarar) birtist sérðu orðið "vinsælt" með aðeins minni stöfum þarna efst. Sá að þú og Sveinn Waage, fyndnasti maður landsins, sláist um sama sætið! Hann vinnur með mér og ég skal sjá til þess að hann bloggi ekkert í bráð ... þá skýstu upp fyrir hann! Múahahahahhaha!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 23:52
Eitt klikkar ekki. Setur link á einhverja frétt á mbl og segir í fáum orðum hvað þér finnst um þessa frétt. T.d hey mér fannst þetta frekar skondið sko.......og Allir vilja vita og lesa fréttina aftur og aftur. Bara hjá mismunandi bloggurum. Ættir að komast léttilega inn á topp 50 allavega.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.2.2007 kl. 23:52
Gurrí mín.... leggðu bara gátuna góðu fyrir Sveinn Waage og hann gerir ekki annað en að brjóta heilann
Heiða B. Heiðars, 4.2.2007 kl. 23:54
Bíð eftir góðri frétt frá Téténíu svo að ég geti fjallað fjálglega um fiskeldi! Takk, elskan en ég er reyndar alsæl í 82. sæti. Finnst það eiginlega skrambi flott að vera í topp 400 þegar það blogga 4000 manns hérna!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 23:54
Já, Aðal-Heiða, það skal ég gera, strax í fyrramálið!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.2.2007 kl. 23:55
Jæja kona góð, nú hef ég opnað prufusíðu á blog.is Er maður ekki í rífandi góðu kompaníi við allífið hér?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.2.2007 kl. 00:10
hehe ég er í 226 sæti og er sko í mjög fríðu föruneyti... engin önnur en Unnur Birna alheimsfegurðardrottning í 227 sæti
bara Maja..., 5.2.2007 kl. 00:20
Þú græðir örugglega helling af lesendum fyrst þú minnist á JB í fyrirsögninni
Ég spái því að bloggið þitt verði komið í topp 50 fyrir hádegi á morgun.
Björg K. Sigurðardóttir, 5.2.2007 kl. 00:36
Talaðu um Viagra eða nakið kvenfólk, það ætti að skrapa þér nokkur sæti :-) Er farið að vanta sárlega baðbombur og heimsókn í himnaríki. Verð með stuðningsbarnið næstu helgi, við ættum kannski að kíkja á þig ?
Svava S. Steinars, 5.2.2007 kl. 01:03
Já, Svava, þú ættir að kíkja! Mig er líka farið að vanta baðbombur!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 08:24
ææææ
Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 08:26
Hehehehh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 08:58
Þú ættir að skrifa magnaða færslu um það að einhverjir ónefndir menn á netinu séu að rægja þig, a la Jónína Ben. Ef það bregst geturðu reynt að koma með eitthvað skúbb um pólitíkina, eins og það hvort að Ómar ætlar að bjóða fram eða þá hverjir fara í framboð með Margréti Sverris.
Ef það bregst, þá er bara málið að koma nakin fram.
P.S. Ég er pínu móðguð að vera ekki á listanum yfir frábæra bloggara.
Svala Jónsdóttir, 5.2.2007 kl. 11:25
Já uss uss svei svei..... fullt af fólki sem byrjaði að blogga á eftir mér er miklu ofar á vinsældarlistanum en ég..þar á meðal þú!
Reyndar getur maður ekki ætlast til þess að maður sé innan við hundrað í vinsælustu bloggunum þegar maður bloggar nánast aldrei 
Ester Júlía, 5.2.2007 kl. 11:35
Ó, elsku Svalan mín!!! Sko, ég er rétt hálfnuð að setja inn Frábæra bloggara af öðrum kerfum en Moggakerfinu ... það myndi kannski flýta fyrir að fá þig sem MOGGABLOGGVIN og þannig gæti ég farið daglega inn á alvörusíðuna þína!
Ég móðgaði Hjört Howser svo mikið að hann henti mér út af blogglistanum sínum, nema honum hafi þótt flott að hafa bara karlmenn þar ... en ég elska hann samt!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 12:45
Ofarlega á þessum vinsældalista er einnig moggablogg sem kennir sig við femínista, nema hvað að enginn vill kannast við að stýra þessari síðu og lokað á athugasemdir við færslur. Frekar plebbalegt allt saman. En þetta er vinsælt, svo ég mæli með því að þú talir um femínista og álíka sem vekur sterk viðbrögð hjá fólki.
erlahlyns.blogspot.com, 5.2.2007 kl. 14:03
Ég hef það blogg um að vera ættað frá körlum sem eru að reyna að koma okkur aftur bak við eldavélina ... Les frekar það sem er undir nafni og hef gaman af :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 14:16
Hef það blogg GRUNAÐ ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.