Rómeó og ... mamma hennar Júlíu - stuð í vinnunni

Vinnunni í morgunNú sit ég í myrkrinu í vinnunni og bíð eftir að prófarkalesararnir komi og kveiki ljósin. Gullfallegur Sekjúrítas-gæi var frammi að reyna að eiga við kerfið sem ég setti af stað án þess að vita að ég væri nokkuð of snemma á ferðinni. Þetta er tímastillt kerfi og flestir eru seinni á ferðinni á mánudögum. Nema ég! Skagastrætó sko, hann er eins og Akraborgin ... stundvís og lætur ekki öryggisfyrirtæki kúga sig.  Ákvað að fá ekki öryggisnúmer hjá Karen á símanum, enda þarf ég muna fáránlega mörg númer og hætta á ofhleðslu. T.d. man ég öll símanúmer sem ég hef haft síðan númerið heima á Akranesi var 1709. Síðan fluttum við í bæinn og þá varð það 24103 osfrv. Ég þarf að muna 14 tölur hjá heimabankanum (óbreyttar síðan bankinn lét mig fá þær), ýmis lykilorð og fáránlega margt fleira ... Póstnúmer man ég vel líka ...Kannski ég hendi út fáeinum símanúmerum sem fólk er löngu hætt að nota. En nú veit ég hvað ég á að gera til að fá athygli fallegra manna í morgunsárið. Úps, hann var að banka í gluggann hjá mér enn einu sinni, núna gleymdi hann gemsanum sínum inni. Þetta er að verða eins og atriði úr Rómeó og ... mömmu hennar Júlíu!  

 

KjalarnesStrætó var yfirfullur í morgun og þurftu sex manns að standa frá Kjalarnesi upp í Mosó. Stelpa og strákur þaðan  komu sér vel fyrir fremst í rútunni, stóðu þétt við hlið mér, flissuðu hátt og töluðu alveg upp í eyrað á mér ... og ég sem ætlaði að reyna að blunda.

Ekki nóg með það, heldur var Bylgjan á hæsta þrátt fyrir bráðaofnæmi flestra í strætó fyrir henni. Nú veit ég allt um djúpt far/marblett sem kom á fótinn á stelpunni undan hæl á skóm. Og ég veit núna að strákar hafa alveg áhuga á svona djammsögum þegar þeir halda að fótboltavinur sé ekki að hlusta. Mig langaði samt að fleygja þessum krökkum út. Það gengur ekki að vera svona allt of hress á morgnana. Hvar er fýlusvipurinn, krakkar? Heheheheh!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viltu rétta mér sæta securitas gæjann... er nefnilega með hálfgerðan fýlusvip hérna

Heiða B. Heiðars, 5.2.2007 kl. 10:04

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Okei, gjörsö-vel, skan! Hér kemur hann, ljóshærður, ungur og gullfallegur ... en samt ágætur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 10:06

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Kominn oní skúffu

Heiða B. Heiðars, 5.2.2007 kl. 10:36

5 Smámynd: Ester Júlía

Kvitt kvitt .  Er alltaf sami strætóbílstjórinn eða hlusta þeir allir á Bylgjuna ? 

Ester Júlía, 5.2.2007 kl. 12:03

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ester J: Held að Bylgjan hafi verið logsoðin í tækið ...

Anna: Ég sendi þér öll númerin mín í dulkóðuðum pósti!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 30
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 591
  • Frá upphafi: 1529586

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 501
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband