RÚV ruglar öllu, er Simmi að missa það?

LostÞað fór eins og ég vissi. Besta sjónvarpskvöld vikunnar, mánudagskvöldið er nú orðið yfirfullt og engin leið að horfa á allt! Gat RÚV ekki druslast til að skella Lost á miðvikudagskvöldin þegar aðrar stöðvar eru svo kvenmiðaðar að alvörukonur geta ekki horft?

Klukkan 21.00 hefst Heroes á SkjáEinum. (e)

Klukkan 21.15 hefst Lost á RÚV. (e á fim. kl. 23.10)

Klukkan 21.35 hefst American Idol. (e)

Allt Elvis að þakka að Grey´s Anatomy ruglar þetta ekki enn meira.

Best að skella sér í bað og hugsa þetta mál!

P.s. Þetta með Simma var bara djók. Hann er kúl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er alla vega sjónvarpssjúk á mánudögum! Get alveg sleppt miðviku- og fimmtudögum, horfi bara á X-Factorinn á föstudögum, kannski Simpsons ef nýr þáttur og svo 24 á sunnudögum. OG ALLTAF FRÉTTIR, AUÐVITAÐ! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er bara pjúra dónaskapur að gera fólki þetta!  Njóttu baðsins

www.zordis.com, 5.2.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Loksins samúð!!! Takk Zordís mín!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 20:33

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Gott að Zordís skilur þig...!!  Ég skil þig nefninlega alls ekki...!!

SigrúnSveitó, 5.2.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, ég bara nenni ekki í fjallgöngur á köldum vetrarkvöldum. Þá er nú sjónvarpið betra! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 21:00

6 Smámynd: Ólafur fannberg

alltaf gaman af fjallakrifri helst i myrkri hehehehe

Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 22:47

7 Smámynd: Svava S. Steinars

Úff, ég er vön að horfa á Heroes og Lost, þetta fer alveg með mann.  Það reddar geðheilsunni að hafa ekki Stöð 2. 

Svava S. Steinars, 6.2.2007 kl. 00:26

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og til að bíta hausinn af skömminni þá er einn af 4 þáttum sem ég horfi nokkuð reglubundið á (hinir eru 24, X-factor og Prison Break) felldur niður einmitt þegar Hanna mín kemur frá Ungverjalandi. En það er einmitt hún sem vandi mig á Grey'a Anatomy (með e-i, sorrí) - og ég er svona rétt að byrja að láta mig varða ástir ög örlög þessara ágætu lækna og læknanema. En hvað gerist þegar ég hlamma mér fyrir framan sjónvarpið við hliðina á Hönnu? Fellt niður og að því er virðist vegna framhaldsþáttar í tveimur hlutum um Elvis! Elvis! Hann er old news, þótt ég hafi reyndar tekið hann í sátt á fullorðinsárum eftir að hafa hatast við hann í kjölfar allt of margra bíóferða á myndir á borð við Blue Hawaii með Ingu og Sjöfn, vinkonum mínum, sem dáðu hann og dýrkuðu, enda þremur árum eldri en ég. Þannig að við urðum bara að gráta yfir American Idol í staðinn, en mig var farið að vanta skammtinn minn af jákvæðri lágmenningu og einhvern veginn fyllti American Idol ekki skarð Grey's Anatomy.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.2.2007 kl. 00:37

9 Smámynd: bara Maja...

Hjúkk ég var á Deil í gærkvöldi ... hefði orðið æf ef að ég hefði orðið vitni af því að taka Elvis fram fyrir Grey's Anatomy... og það hefði ekki verið fögur sjón...

bara Maja..., 6.2.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 587
  • Frá upphafi: 1529623

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 492
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband