Bloggvinir í framboð - Femínismi fótum troðinn

Mikið var gott að þurfa ekki að rífa sig upp um miðja nótt til að hlaupa í strætó og hræða blaðburðardrenginn á Höfðabrautinni á leiðinni með því að rífa Moggann minn af honum í skjóli myrkurs. Mikið dáist ég annars að blaðberum sem þjóta á milli húsa með skammtinn handa fréttaþyrstum blaðasjúklingum í kulda, trekki og enn niðamyrkri.

Við tölvunaÞað var svo ótrúlega fallegt að horfa yfir sjóinn fyrr í morgun og sjá höfuðborgina í appelsínugulum bjarma sem nú er óðum að hverfa.

Nú skal unnið af krafti í dag. Gjörsamlega ódauðlegar greinar skulu skrifaðar af krafti og snilld. Ég hætti ekki fyrr en Pulitzer-verðlaunin eru í höfn.

Kíkti á stöðu mína áðan á Moggablogginu. Með hjálp þessara hugmyndaríku bloggvina (sumir kalla mig reyndar sjónvarpssjúkling en ég kýs að líta fram hjá því) tókst mér að stökkva upp listann ... um heil fimm sæti sem er algjör snilld!  Kannski fer ég að dissa Útvarp Sögu í fyrirsögnum til að fá t.d. Björn Bjarnason inn á bloggið mitt, það er nú þungavigtarmaður  ... efast þó um að hann kommenti þótt ég hafi jafngaman af Svartseneggermyndum og hann!

Þetta sem ég sagði um að ná vélstýrunni klukkan fjögur og Topp-tríóinu hálftíma síðar ... ja, ég nefndi aldrei hvaða ár ég ætlaði að gera það, svo það sé á hreinu!  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Rokgengur hjá þér þokkaleg talning hjá þér akkúrat núna!  Go girl!

www.zordis.com, 6.2.2007 kl. 11:18

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ætlar þú ekki að taka þátt í svívirðilegu getrauninni mini? Bara gúggla, 'skan!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 592
  • Frá upphafi: 1529628

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 497
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband