Vélstýran lék sér að þessu ... eða gaf ég of mikið upp

Eftir að ég setti aðra vísbendingu inn brá mér heldur í brún þegar ég sá Moggabloggforsíðuna. Beint fyrir neðan mig var kona að lýsa yfir velþóknun sinni á "SVARINU"!

Heppin var ég að enginn tók eftir þessu eða fattaði! Múahahhaha en svona leit þetta út, eins og hér kemur fram fyrir neðan, vantar að vísu myndirnar af okkur konunni sem leysti óafvitandi gátuna góðu ... 

2. vísbending ... nú hlýtur þetta að koma! 

Guðríður HaraldsdóttirSpurt er um konu sem á sama afmælisdag og ritstjóri Vikunnar og þekktur hryllingssagnahöfundur og hér kemur önnur vísbending! Ekki kannski mjög femínísk vísbending ... sorrí ... en hún þarf að koma! 2. vísbending Gunnar Dal heimspekingur sagði eiginmann... Meira

Heyr Heyr Bryndís Schram !! 

Ragnheiður Magnúsdóttir  Kjósum Bryndísi Schram í stjórnmál!! Gott viðtal við hana hér!! ... Meira

 

Bryndís SchramGunnar Dal skrifaði eitt sinn að Jón Baldvin væri mesti stjórnmálamaður sem Ísland hefði átt. Hann kom í viðtal til mín vegna bókarinnar og spurði hann einmitt hvort honum fyndist við hæfi að skrifa svona beinhart hrós um stjórnmálamann. Bætti því við að fólk setti hann (Gunnar) á stall og liti á bækur hans sem sjálfsræktarbækur og bla bla bla ... man ekki hvað ég sagði. En Gunnar lét sér fátt um finnast og sagði að það ætti enginn að setja hann á stall! Og hana nú!

Bryndís er nú alltaf flott!

En nú hringi ég beint í Glugga- og glerhöllina og fæ einhver til að setja upp hurðina fyrir mig svo að ég geti notað svalirnar!!! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Til hamingju með svalirnar!

Guðrún Eggertsdóttir, 6.2.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

takkkkkkkk

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 15:27

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ææææ, ég snarmisskildi þetta, hélt að konan væri sjálf hryllingssagnahöfundur, sem getur alveg passað (drullusokkasagan m.m.) en samt leikur mér enn forvitni á að vita hvaða höfundur á afmæli þennan dag, hmmm, karlmaður, hljómar eins og Stephen King en nenni ekki að googla meira, þú veist þetta og afléttir þá leyndinni fyrir fleiri spennta lesendur í leiðinni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.2.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, þetta er 9. júlí, afmælisdagur uppáhaldsins míns, Dean Koontz. Honum hefur verið líkt við Stephen King! Þetta er reyndar líka dánardagur pabba.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 15:46

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einhver hélt að manneskjan sem ég spurði um ætti ekki bara sama afmælisdag, heldur væri fædd sama ár og ritstýran mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 15:46

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skammastu þín að koma með þessa getraun þegar ég var ekki við skjáinn

Heiða B. Heiðars, 7.2.2007 kl. 10:11

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, já, ég dauðskammast mín! Þú hefðir rústað þessu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 10:50

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Bryndís Schram hryllingssagnahöfundur? Ég get samþykkt að hún segi hryllingssögur en höfundur er hún ekki. Það er meira segja ekki hægt að kalla hana leirskáld á góðum degi. Hafðu vísbendingarnar skýrari í næstu getraun.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.2.2007 kl. 11:34

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þér, frú Steingerður! Lesið fyrstu vísbendinu!!! Hahahhaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:24

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bryndís á SAMA AFMÆLISDAG og hryllingssagnahöfundur. Ó, ég dey úr hlátri! Ekki skrýtið að þér hafi fundist þetta furðulegt! Hahhahahahahahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:25

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Úps sumir eru greinilega lesblindari en aðrir. Ég var viss um að þarna stæði: Spurt er um konu sem á sama afmælisdag og ritstjóri Vikunnar og er þekktur hryllingssagnahöfundur. Les hægar næst.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.2.2007 kl. 14:22

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert nú samt snillingur ... hef næstu getraun skiljanlegri!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 600
  • Frá upphafi: 1529658

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 503
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband