6.2.2007 | 16:25
Svalar svalir
Útivist mun verða í heiðri höfð í himnaríki. Nýju svalirnar verða ekki bara notaðar til að viðra reykingamenn, heldur eru þær svo stórar að ég sé fram á stórfellda kartöflurækt í atvinnuskyni á þeim, og margt fleira! Þrátt fyrir að ég verði að finna mér nýjan uppáhaldsstað til að sitja þegar ég horfi út á sjóinn eru kostirnir við svalirnar samt fleiri en gallarnir, held ég ... vona ég.
Loftnetið verður héðan í frá úti á svölum en ekki í stofuglugganum. Það var stundum slæmt þegar kettirnir fengu sér sæti milli geislans frá Sementsverksmiðjunni og loftnetsins í miðjum spennuþætti eða mynd.
Nákvæmlega núna kemur ekkert merki í sjónvarpið, svalirnar eru fyrir. Þarf að redda þessu fyrir kvöldfréttir! Það sést vel hvað hverfur mikið af útsýninu við þetta! Arg!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 2
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 601
- Frá upphafi: 1529659
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 504
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Til hamingju með fallegu svalirnar þínar, hlakka rosalega til að koma og svo átt þú líka eftir að koma til okkar og skoða okkar svalir (sem mamma kallar söngsvalir).
Anna (www.blog.central.is/annabjo) (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:03
Takkkkk, ég hlakka til að sjá þínar. Þeir voru að taka skrautlega plastfilmu utan af svölunum svo að nú eru þær bara gráar! Engir rauðir stafir lengur!
Ég á samt svolítið bágt með að sjá hvernig ég á eftir að komast út á svalirnar, það þarf mikið að vesenast, sýnist mér ... saga meira úr þakinu, bæta á hliðarnar á svölunum og svona. Nóg fram undan! Æ, ég vildi að ég væri smiður.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 17:11
Til hamingju með flottu svalirnar. Þú átt örugglega eftir að hafa það huggulegt í sólinni á Skaganum í sumar. Fjárfestir kannski í grilli og sonna...
Silja Dögg (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:25
Svalir eru góður kostur! Má grilla á svölum? Eins gott að vera tökum kunnugur! Góð lausn fyrir reyk fólkið
www.zordis.com, 6.2.2007 kl. 17:29
Já, það má grilla á svölum en ég kann það ekki svo að ég eyði peningunum mínum í eitthvað annað en grill! Það hefur alveg mátt reykja inni hjá mér, svona undir opnum gluggum, en ég held að það sé best að venja sig bara á svalirnar!
Já, og takk, Silja, ég fann þig loksins ... og líka nöfnu mína í Amman!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 17:39
var að koma inn eftir annasamann dag, missti algjörlega af getrauninni þinni.
en til hamingju með svalirnar, þú ert með geggjað útsýni 
bara Maja..., 6.2.2007 kl. 18:09
Flottar svalir, þarna er hægt að sóla sig, grilla og REYKJA, hvað hrjáir Önnu, er hún ekki bara öfundssjúk.
Pétur Þór Jónsson, 6.2.2007 kl. 19:26
Mér dettur í hug; þarftu ekki að safna hári svo elskhugarnir geti klifrað upp eftir því, þegar þú ákveður að miskunna þig yfir þá og slengir haddinum tígulega yfir svalahandriðið?
Guðrún Eggertsdóttir, 6.2.2007 kl. 19:32
Frábært útsýni, það er svo friðsælt að geta horft út á sjóinn
Karolina , 6.2.2007 kl. 20:03
Til hamingju með svalirnar!! Þar er hægt að sitja og sötra hvítvín, grilla, reykja, fara á trúnó með hafinu, vera með merkjasendingar til Reykjavíkur, bíða eftir UFOs og hvað veit ég. Sakna gamla bloggsins þíns!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.2.2007 kl. 20:35
Já, ég er sko ekkert að ýkja þegar ég tala um öldur og hafið yfir til Reykjavíkur, ég er með þetta í æð! Flutti frá 101/107Rvk (var á landamærunum) og fékk þetta líka fína útsýni. Keypti útsýni og himnaríki fylgdi!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 20:45
Stærðin, stærðin!!! Það verður án efa pláss fyrir kartöflugarð í einu horninu! Er að sleppa mér hérna af frábærum hugmyndum um svalirnar ... þyrlupallur ... harðfiskþurrkun ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 20:58
Hehhehe, Anna, ég var búin að ákveða að vera dauð áður en áhrifa þeirra fer að gæta svo illilega ... en yfirborð sjávar má hækka ansi mikið áður en ég drukkna ...
Bloggvinum er nú ansi oft (alla vega í fyrra, byrjaði að blogga í maí) boðið í afmæli ... þannig að hver veit hver sér hvað og hvenær ....
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 21:05
Ég get bara ekki orða bundist, hvað er að þjaka þessa ágætu konu Önnu, mér finnst það vera einhvernvegin svona, "ég á ekkert svona og þá átt þú ekki að eiga það", hvernig væri að samgleðjast öðrum og hætta þessari geðvonsku, hún hlýtur að vera vinafá og samfélagslega afskipt.
Pétur Þór Jónsson, 6.2.2007 kl. 21:05
Er þetta ekki öldungis dásamlegt????????????


Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.2.2007 kl. 21:36
En Gurrí, geturðu sagt mér hvað ég á að gera til að fá tenglalista með myndum svona eins og þú? Ég vil eins og þú.....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.2.2007 kl. 21:37
Hehehe, hún Anna!!! Nei, hún er svo stríðin, þessi elska. Hún veit alveg að það eru engar kartöflur hér, hvorki á stofugólfi né á framtíðarsvölunum!!!
Annars er Anna stórhættuleg. Einu sinni bloggaði ég um að ég kæmist ekki heim fyrr en seint og um síðir ... bara vældi út í eitt, þá hringdi hún og bauðst til að keyra mig heim á Skaga. Hún þáði ekki einu sinni kaffi í himnaríki, bara skutlaði mér hviss, bang! Fannst það lítið mál! Hehehheeh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 21:39
Tenglalista ... hmmm, þú þarft að fara inn í stjórnborðið og fara í að breyta útliti, ekki inn á Tengla og það, þú þarft að draga Sýnið bloggvini frá vinstri yfir að miðju ... eitthvað svoleiðis, minnir mig. Ég hjálpaði manneskju í gegnum þetta nýlega ... en í gegnum síma. Gangi þér vel mín kæra sjávarskutla Rvíkurmegin!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 21:42
Gurrí, hvað þú ert nú skilningsrík á bresti og beyglur okkar mannanna. Ég sem geðhjúkrunarfræðingur ber ómælda virðingu fyrir því, - og er ekki einusinni að djóka. Takk fyrir leiðbeininguna. Reyni á morgun, - segir sú lata.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.2.2007 kl. 21:48
til hamingju með svalirnar.....
Ólafur fannberg, 6.2.2007 kl. 22:54
Skammastín, Anna!
Það eru ekkert allir sem skilja húmorinn þinn! Ætli maður verði ekki að þekkja þig aðeins! Heheheheh! Það vita nú allir að Árbærinn er fullur af litlum lundum með pálmum og fíkjutrjám!
Sjálf hef ég sjokkerað fjölda fólks sem yfirlýsingum sem áttu að vera fyndnar ... en fólk féll í ómegin í hrönnum, liggur við. Eins og ég sagði í kvennapartíi einu sinni þar sem trúnósamræður áttu sér stað á milli 20 kvenna (skelfilegt, hræðilegt, ömurlegt) þá sagði ég í trúnaði að ég þyrði ekki að daðra við neina menn nema eiginmenn vinkvenna minna! Partíið fraus og mér var aldrei boðið aftur! Menn vinkvenna minna vita að ég lít á þá sem vini líka og vinkonurnar væru ekki svona duglegar að lána þá (sem minnir mig á, það er orðið ansi langt síðan ég fékk eiginmann síðast lánaðan, var það ekki 11. feb. 1988?) ef þær treystu mér ekki. Múahhahahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 22:58
Þetta eru flottar partísvalir. Hugsaðu þér bara næsta afmæli, þá er hægt að standa þarna úti með kokteila og njóta útsýnisins. Ég get kíkt á laugardaginn, get dregið Steinku með
Svava S. Steinars, 6.2.2007 kl. 23:51
Æði, æði, æði, æði!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.2.2007 kl. 23:52
Hehheh, en ég var samt bara að plata! Vinkonur mínar hefðu emjað úr hlátri yfir svona yfirlýsingu en ekki ókunnugar konur ... maður þarf að velja stund og stað fyrir svona undarlegan húmor sinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 00:38
Þegar ég sá allan færslufjöldan frá því ég kíkti síðast fékk ég á tilfinninguna að ég hefði ekki litið við í mánuð, eða svo. Síðan sá ég að þú ert bara svona iðin við kolann. Eins gott að ég fylgist betur með í framtíðinni.
Þessar femínísku færslur eru sannarlega að skila sínu!
erlahlyns.blogspot.com, 7.2.2007 kl. 02:07
Ég verð að biðja Önnu afsökunar, en stundum þarf maður að þekkja fólk til þess að ná því hvar það er á húmorskalanum, sorry Anna.
Pétur Þór Jónsson, 7.2.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.