Mamma og Pólverjarnir

Picture 450Ég er ekki ein um að hafa menn í vinnu fyrir utan húsið mitt, heldur er mamma svo heppin vera með unga, fallega pólska menn hangandi utan á gluggunum sínum uppi á áttundu hæð.

Mömmu finnst þetta reyndar óþægilegt og heldur sig mestmegnis inni í svefnherberginu.

Henni varð svo allri lokið þegar hún sá smiðina góna á handboltaleik með henni í sjónvarpinu.

 

Ég brosti bara til Pólverjanna minna þegar þeir sáu mig kíkja á þá í gær. Sneri vörn í sókn!

Smá-klag, vantar samúð: Vaknaði hnerrandi fyrir allar aldir með hálsbólgu, frunsu og hnerrrr ... en að leggja svona á frúna. Ætla að slaka á til hádegis og fara svo í vinnuna. Lasleikinn virkar oft hræðilega mikill ... eins og maður sé að veikjast ógurlega. Hef hringt mig veika með svona pest og fengið svo samviskubit því að ég er jafnvel orðin alveg fullfrísk á hádegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ hvað þið eruð óheppnar með að það sé vetur og kalt úti. Útsýnið hjá þér yrði enn stórfenglegra ef fallegu mennirnir væru fáklæddir þarna fyrir utan gluggan hjá þér. En þekkjandi þig er það líklega bara betra að þeir eru velgallaðir og klæddir. Enda ertu ekki bara kattakelling........

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.2.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, ég vil hafa þá kappklædda, þá fær ímyndunaraflið betur notið sín!!! Hehehehhe, mín þekkir sína. 

En þetta með sól, sumar og léttklædda menn (siðsamlega) hljómar eitthvað svo ... æðislega. Ég hlakka til sumarsins (ekki út af körlum á stuttbuxum, Katrín).

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 09:51

3 identicon

Sniðugt að þú sért flutt aftur uppá Skaga, nú er þetta eithvað svo auðvelt bara taka strætó. Og ekki skemmir útsýnið hjá þér fyrir. Ég er að flytja í 101 svo ef þú verður einhvertíman föst í borginni getur þú alveg komið og fengið kaffi uppá gamla móðin og við rifjað upp gamla daga.

kveðja Díana

es. eins og þú sérð þá er ég komin með bakteríuna !!

Díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 10:03

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hæ Díana!!! Já, ég yfirgaf 107/101 fyrir sjávarútsýni. Var hvort eð er alltaf hálftíma í strætó á morgnana, eins gott að bæta 10 mín. við. Ert þú byrjuð að blogga sjálf? Og hvert er þá veffangið þitt? Knús til allra!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 10:09

5 identicon

Ég er að reyna með allri þeirri miklu tölvukunnátu sem ég hef að stofna blogg kannski gengur það með vorinu veit ekki, ha... þú ert sem sagt ekki þeim megin sem við vorum í gamla daga þ.e með Snæfellsjökul útum eldhúsgluggann ?? bara pólverja veit ekki hvort er betra, kannski pólverjaútsýnið sé bara Ísland í dag ha...ha..

Díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 10:17

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er hinum megin og bara voða ánægð með það! Meiri sól og sandur ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 10:25

7 Smámynd: Ester Júlía

Vonandi ertu ekki að fá flensuna, er nýstigin upp úr henni og óska hana ekki nokkrum manni... Annars hellist flensan yfir mann af miklum þunga ..1..2 og 3! Fer ekki á milli mála.

Varðandi pólverjana.. mætti ég þá heldur biðja um þa´bera að ofan ??  Alvöru karlmenn í íslenskri alvöru veðráttu.. grrrrrrrrr  nei kannski aðeins of gróft í sjö stiga frosti

Ester Júlía, 7.2.2007 kl. 10:38

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Ester, þeir eru nú ekki sexí með lungnabólgu, þessar elskur, frekar en aðrir!

Annars er ég svo skrýtin að sætt bros virkar miklu betur á mig en að bera bringuna! Heyrið það strákar! Hehehhehe 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 10:42

9 Smámynd: bara Maja...

Ohh Gurrí þú átt sko alla mína samúð, vaknaði sjálf í morgun svona eins og heimurinn væri að hellast yfir hausinn á mér (aumingja við) En ég mætti samt í vinnu, en bara til að láta vinnufélagana vorkenna mér... hósta og hósta og snýti mér og þá heyrist í þeim >æj aumingja þú<...hehe

bara Maja..., 7.2.2007 kl. 11:18

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhe, þess vegna ætla ég að mæta! Líður betur en þegar ég vaknaði en nú er hausverkur að hellast yfir mig ... kannski maður ætti ekkert að fara!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 11:20

11 Smámynd: Karolina

oj oj oj það versta sem að ég veit (fyrir utan gubbupest) er að vakna með frunsu . Það er ekki bara að þær séu ófrýnilegar heldur eru þær bara sársaukafullar. Þú átt alla mína samúð

Karolina , 7.2.2007 kl. 11:25

12 Smámynd: bara Maja...

Vertu bara heima í dag, það er lang best... við skulum kíkja við af og til í dag og vorkenna þér, til þess eru nú bloggvinir

bara Maja..., 7.2.2007 kl. 11:52

13 Smámynd: www.zordis.com

Samúðarbatakveðjur.  Þetta er eins og að dansa við djöfulinn að losna við svona slappleika!  Flensur eiga bara að vera annarsstaðar!

www.zordis.com, 7.2.2007 kl. 11:54

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohhh, ég á bestu bloggvini í heimi! Þessi samúð virkar svo sannarlega. Mér finnst ég ekki jafnveik og áður! Takkkkk, geymt en ekki gleymt!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 11:56

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er nefnilega ekki snjallt að smita samstarfsmenn með hnerrum og snýti! Ég ætla að vera búin að ná fullum bata í fyrramálið!! Það tekst með því að slaka á í dag. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:31

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Ella gella, láttu þér batna, heillin mín! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.2.2007 kl. 12:31

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Samúðarkveðjur!

Hættu að snýta og gelta! Miklu betra að njóta pólverjanna, horfa á þá meina ég, án þess að vera með eldrauðan nebba!!  

Heiða B. Heiðars, 7.2.2007 kl. 13:09

18 identicon

Ég segi bara góðan bata til ykkar allra. Er sjálf búin að leggja í viku með börnin veinandi úr eyrnaverk við hliðina á mér, en það er útlit fyrir að á morgun verði aftur "venjulegur" dagur.

kikka (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 608
  • Frá upphafi: 1529666

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband